Erlendir þolendur ofbeldis fá ekki fræðslu Þórdís Valsdóttir skrifar 13. júní 2016 07:00 Erfitt getur reynst fyrir innflytjendur hér á landi að nálgast upplýsingar og fræðslu um heimilisofbeldi á öðru tungumáli en íslensku. NORDICPHOTOS/GETTY Túlkaþjónusta er ekki sjálfgefin fyrir erlenda þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og mikið af fræðsluefni um ofbeldi er einungis til á íslensku. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi. Einnig er hár kostnaður á heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggða talinn hindrun fyrir því að þau úrræði sem í boði eru séu nýtt. Innflytjendur eru ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuði dvalar á landinu. Gríðarlega mikilvægt er fyrir þolendur að leita sér aðstoðar, til dæmis til þess að verða sér úti um áverkavottorð ef um líkamlegt ofbeldi er að ræða. „Ef þú ert ekki með áverkavottorð þá hverfa áverkarnir og þá er það bara orð á móti orði,“ segir Hildur Guðmundsdóttir, mannfræðingur og vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu. Hún sat einnig í starfshópnum.Hildur Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/PjeturStarfshópurinn telur mikilvægt að hugað sé sérstaklega að kostnaði fyrir ósjúkratryggða en þolendur heimilisofbeldis, sem ekki eru sjúkratryggðir, greiða 56.700 krónur í komugjald á bráðamóttöku. „Útlendingar eru oft í lægst launuðu störfunum og eiga kannski minnstan pening. Þessi kostnaður getur dregið úr því að fólk leiti sér hjálpar,“ segir Hildur. Til er margvíslegt fræðsluefni um ofbeldi en lítið hefur verið þýtt á önnur tungumál en íslensku eða skrifað sérstaklega með innflytjendur í huga. Þá er algjör skortur á efni fyrir karlmenn, bæði sem þolendur og gerendur. Einnig vekur athygli að upplýsingar um þjónustu hjá neyðarmóttökunni eru einungis á íslensku og ekkert fannst um neyðarmóttökuna á enskri vefsíðu Landspítalans og leitarorðið „rape“ skilar engum niðurstöðum. Starfshópurinn leggur til að bætt verði úr skorti á upplýsingum, meðal annars með því að gera miðlæga heimasíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um ofbeldi, birtingarmyndir þess og úrræði bæði fyrir þolendur og gerendur.Þjónusta og úrræði sem er í boðiNeyðarmóttaka: Túlkur alltaf kallaður til þegar á þarf að halda.Kvennaathvarf: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkur kallaður í viðtöl.Stígamót: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkaþjónusta ekki í boði nema beðið sé um hana, misjafnt hver greiðir fyrir þjónustuna.Kvennaráðgjöfin: Ókeypis opin ráðgjöf. Túlkaþjónusta ekki í boði.Drekaslóð: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk.Heimilisfriður: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk. Heimilisfriður er eina þjónustan sem ætluð er gerendum. Ef einstaklingur pantar túlk með sér í viðtal, t.d. hjá sálfræðingi, þarf að greiða um 10.000 kr. fyrir þjónustuna til viðbótar því gjaldi sem greitt er fyrir sálfræðiþjónustuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Túlkaþjónusta er ekki sjálfgefin fyrir erlenda þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og mikið af fræðsluefni um ofbeldi er einungis til á íslensku. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi. Einnig er hár kostnaður á heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggða talinn hindrun fyrir því að þau úrræði sem í boði eru séu nýtt. Innflytjendur eru ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuði dvalar á landinu. Gríðarlega mikilvægt er fyrir þolendur að leita sér aðstoðar, til dæmis til þess að verða sér úti um áverkavottorð ef um líkamlegt ofbeldi er að ræða. „Ef þú ert ekki með áverkavottorð þá hverfa áverkarnir og þá er það bara orð á móti orði,“ segir Hildur Guðmundsdóttir, mannfræðingur og vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu. Hún sat einnig í starfshópnum.Hildur Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/PjeturStarfshópurinn telur mikilvægt að hugað sé sérstaklega að kostnaði fyrir ósjúkratryggða en þolendur heimilisofbeldis, sem ekki eru sjúkratryggðir, greiða 56.700 krónur í komugjald á bráðamóttöku. „Útlendingar eru oft í lægst launuðu störfunum og eiga kannski minnstan pening. Þessi kostnaður getur dregið úr því að fólk leiti sér hjálpar,“ segir Hildur. Til er margvíslegt fræðsluefni um ofbeldi en lítið hefur verið þýtt á önnur tungumál en íslensku eða skrifað sérstaklega með innflytjendur í huga. Þá er algjör skortur á efni fyrir karlmenn, bæði sem þolendur og gerendur. Einnig vekur athygli að upplýsingar um þjónustu hjá neyðarmóttökunni eru einungis á íslensku og ekkert fannst um neyðarmóttökuna á enskri vefsíðu Landspítalans og leitarorðið „rape“ skilar engum niðurstöðum. Starfshópurinn leggur til að bætt verði úr skorti á upplýsingum, meðal annars með því að gera miðlæga heimasíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um ofbeldi, birtingarmyndir þess og úrræði bæði fyrir þolendur og gerendur.Þjónusta og úrræði sem er í boðiNeyðarmóttaka: Túlkur alltaf kallaður til þegar á þarf að halda.Kvennaathvarf: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkur kallaður í viðtöl.Stígamót: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkaþjónusta ekki í boði nema beðið sé um hana, misjafnt hver greiðir fyrir þjónustuna.Kvennaráðgjöfin: Ókeypis opin ráðgjöf. Túlkaþjónusta ekki í boði.Drekaslóð: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk.Heimilisfriður: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk. Heimilisfriður er eina þjónustan sem ætluð er gerendum. Ef einstaklingur pantar túlk með sér í viðtal, t.d. hjá sálfræðingi, þarf að greiða um 10.000 kr. fyrir þjónustuna til viðbótar því gjaldi sem greitt er fyrir sálfræðiþjónustuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira