Eiginkona Jamie Vardy óttaðist um líf sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 17:15 Vardy-fjölskyldan og Englandsbikarinn. Vísir/Getty Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. Rebekah Vardy gagnrýnir frönsku lögregluna fyrir aðkomu sína að öryggismálum í kringum leikinn í viðtali við Guardian. Hún var á leið á völlinn ásamt vinum sínum og einn af þeim var John Morris sem er umboðsmaður Jamie Vardy. Rebekah Vardy sagði meðal annars frá reynslu sinni inn á Twitter og blaðamaður Guardian spurði hana út í það. „Ég var ekki að reyna að koma sökinni á einhvern heldur vildi ég bara benda á allt skipulagsleysið og slæma framkomu lögreglunnar. Lögreglan á að vera þarna til að passa upp á fólk. Mér leið ekki eins og þeir verja mig heldur leið mér miklu frekar eins og mér stafaði ógn af þeim" sagði Rebekah Vardy við Guardian. „Það var fullt af enskum stuðningsmönnum að syngja nálægt okkur fyrir leikinn og það voru engin vandamál. Allt í einu varð þessi risatáragassprenging og í framhaldinu hljóp fólk öskrandi í allar áttir. Það greip um sig ofsahræðsla," sagði Rebekah Vardy. Hún lýsir því jafnframt að ensku stuðningsmennirnir hafi hreinlega verið króaðir að með lögreglumönnum og táragasi og því ekki komist neitt. Sumir reyndu af klifra yfir girðingar til að losna undan táragrasinu sem lögreglan hélt áfram að skjóta í átt að ensku stuðningsmönnunum. „Fólk var að detta og meiða sig og það var blóð út um allt. Konur öskruðu, börn klifruðu upp í tré. Þetta var eins og atriði í kvikmynd," sagði Rebekah Vardy. Rebekah Vardy sagði að ástandi hafi ekki verið mikið betra inn á vellinum. „Öryggisgæslan var sjokkerandi. Þeir voru ekki með nægan mannskap og það skoðaði enginn töskuna mína sem dæmi. Ég trúi því bara ekki að þjóð sem gekk nýlega í gegnum hryðjuverkaárás skuli ekki vera betur undirbúin en þetta. Þeir réðu ekki við þetta. Þegar maður reyndi að fá upplýsingar frá þeim, þá töluðu þeir ekki við þig. Það var eins og maður væri ekki til," sagði Rebekah Vardy Rebekah Vardy talaði líka um það í viðtalinu að hún hafa óttast á einhverju tímapunkti að hún myndi ekki sleppa úr þessum skelfilegum aðstæðum. „Ég var rosalega hrædd og það kom upp stund þar sem ég hugsað um það í nokkrar sekúndur að ég myndi ekki sleppa heil frá þessu.“ Rebekah sagði Jamie Vardy ekki frá því sem hafði gerst fyrir hana fyrr en eftir leikinn. „Hann sagði við mig að ég ætti ekki að fara á fleiri leiki. Ég ætla samt að mæta á hina leikina en þá fer ég líka beint á leikvanginn," sagði Rebekah Vardy. Það er hægt að sjá viðtal Guardian við Rebekah Vardy hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins Sjá meira
Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. Rebekah Vardy gagnrýnir frönsku lögregluna fyrir aðkomu sína að öryggismálum í kringum leikinn í viðtali við Guardian. Hún var á leið á völlinn ásamt vinum sínum og einn af þeim var John Morris sem er umboðsmaður Jamie Vardy. Rebekah Vardy sagði meðal annars frá reynslu sinni inn á Twitter og blaðamaður Guardian spurði hana út í það. „Ég var ekki að reyna að koma sökinni á einhvern heldur vildi ég bara benda á allt skipulagsleysið og slæma framkomu lögreglunnar. Lögreglan á að vera þarna til að passa upp á fólk. Mér leið ekki eins og þeir verja mig heldur leið mér miklu frekar eins og mér stafaði ógn af þeim" sagði Rebekah Vardy við Guardian. „Það var fullt af enskum stuðningsmönnum að syngja nálægt okkur fyrir leikinn og það voru engin vandamál. Allt í einu varð þessi risatáragassprenging og í framhaldinu hljóp fólk öskrandi í allar áttir. Það greip um sig ofsahræðsla," sagði Rebekah Vardy. Hún lýsir því jafnframt að ensku stuðningsmennirnir hafi hreinlega verið króaðir að með lögreglumönnum og táragasi og því ekki komist neitt. Sumir reyndu af klifra yfir girðingar til að losna undan táragrasinu sem lögreglan hélt áfram að skjóta í átt að ensku stuðningsmönnunum. „Fólk var að detta og meiða sig og það var blóð út um allt. Konur öskruðu, börn klifruðu upp í tré. Þetta var eins og atriði í kvikmynd," sagði Rebekah Vardy. Rebekah Vardy sagði að ástandi hafi ekki verið mikið betra inn á vellinum. „Öryggisgæslan var sjokkerandi. Þeir voru ekki með nægan mannskap og það skoðaði enginn töskuna mína sem dæmi. Ég trúi því bara ekki að þjóð sem gekk nýlega í gegnum hryðjuverkaárás skuli ekki vera betur undirbúin en þetta. Þeir réðu ekki við þetta. Þegar maður reyndi að fá upplýsingar frá þeim, þá töluðu þeir ekki við þig. Það var eins og maður væri ekki til," sagði Rebekah Vardy Rebekah Vardy talaði líka um það í viðtalinu að hún hafa óttast á einhverju tímapunkti að hún myndi ekki sleppa úr þessum skelfilegum aðstæðum. „Ég var rosalega hrædd og það kom upp stund þar sem ég hugsað um það í nokkrar sekúndur að ég myndi ekki sleppa heil frá þessu.“ Rebekah sagði Jamie Vardy ekki frá því sem hafði gerst fyrir hana fyrr en eftir leikinn. „Hann sagði við mig að ég ætti ekki að fara á fleiri leiki. Ég ætla samt að mæta á hina leikina en þá fer ég líka beint á leikvanginn," sagði Rebekah Vardy. Það er hægt að sjá viðtal Guardian við Rebekah Vardy hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins Sjá meira