Mótherjar dagsins frá Portúgal: Ekki lengur bara Cristiano Ronaldo Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 06:00 Cristiano Ronaldo á æfingu Saint-Étienne í gær. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á síðasta Evrópumóti árið 2012 þegar Portúgal fór alla leið í undanúrslitin en nú fær stórstjarnan meiri hjálp. Portúgal er fyrsti andstæðingur strákanna okkar á EM 2016 í fótbolta en liðin mætast í Saint-Étienne klukkan 19.00 í kvöld. Portúgal er sigurstranglegasta liðið í riðlinum og hefur innan sinna raða einn besta fótboltamann samtímans og sögunnar; Cristiano Ronaldo. Ronaldo er vitaskuld potturinn og pannan í portúgalska liðinu en Portúgal er miklu meira en bara Portúgal í dag. Portúgal mætir til leiks með virkilega sterkt lið sem straujaði sterkan riðil í undankeppninni með sjö sigrum og einum tapleik. Ný kynslóð er að koma upp í portúgalska liðinu og er blandan frábær með þessa ungu og hæfileikaríku menn í bland við reyndar stjörnur á borð við Ronaldo, Pepe, Ricardo Carvalho, Nani og João Moutinho. Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á EM fyrir fjórum árum alla leið í undanúrslitin. Nú er hann mættur aftur til leiks með mun sterkari meðspilara og sterkara lið sem er líklegt til afreka á mótinu. Portúgal hefur í heildina fleiri hæfileikaríkari leikmenn en íslenska liðið en sömu sögu mátti segja um Tékkland, Tyrkland og Holland. Samt kláruðu strákarnir okkar þau í undankeppninni. Föst leikatriði hafa verið aðalsmerki íslenska liðsins og þau þurfa að vera sterk gegn Portúgal í kvöld. Þó portúgalska vörnin sé sterk á liðið í vandræðum með að vinna seinni boltana en það er aðalsmerki Íslands. Þar liggur líklega möguleiki Íslands í kvöld.Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmStjarna Portúgala: Kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumóti Það er hættulegt fyrir íslenska liðið og í raun alla mótherja Portúgals hvað Cristiano Ronaldo kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumótið. Ronaldo átti enn eina frábæra leiktíð með Real Madrid þar sem hann skoraði 35 mörk í 36 deildarleikjum og gaf fjórar stoðsendingar og þá skoraði hann sextán mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni á leið Real Madrid að Evrópumeistaratitlinum. Portúgal skoraði ellefu mörk í átta leikjum í undankeppninni og skoraði Ronaldo fimm af þeim. Hann var þreyttur undir lok leiktíðarinnar en fékk vikufrí hjá þjálfaranum Fernando Santos sem virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Santos. Ronaldo skellti sér á smá snekkjudjamm með góðum vinum og fallegum konum og mætti endurnærður í vináttuleik í síðustu viku þar sem hann skoraði tvö mörk í 7-0 sigri á Eistlandi. Ronaldo er ekki bara góður heldur hokinn af reynslu. Þetta er hans sjöunda stórmót.Renato Sanches bíður spenntur eftir tækifærinu.Vísir/GettyPortúgalskur blaðamaður: Margir ungir að koma uppPedro Ponte, blaðamaður á Record, stærsta íþróttablaði Portúgals. Sterkasti hluti portúgalska liðsins er vitaskuld sóknarleikurinn út af Ronaldo en miðjumennirnir okkar eru líka mikilvægir. Við spiluðum áður 4-3-3 en undir stjórn Fernando Santos er liðið að spila 4-4-2 með Nani og Ronaldo frammi! Áður spiluðum við stundum án framherja en það gekk ekki upp. Okkur hefur vantað alvöru markaskorara síðan Pascal Pauleta hætti og þess vegna er Ronaldo að spila svona mikið sem fremsti maður. Portúgölsku stuðningsmennirnir og við blaðamennirnir viljum að hann spili frammi því þar skorar hann mest. Því nær markinu sem Ronaldo spilar, því meiri möguleika á Portúgal að vinna. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp í liðinu og auðvitað beinast augu flestra að Renato Sanches sem var að fara til Bayern München. Hann fékk tækifæri í vikunni hjá þjálfaranum í byrjunarliðinu og spilaði gegn Englandi og Eistlandi. Hann gerði liðið klárlega betra. Portúgalska liðið er hvað veikast í bakvarðarstöðunum. Vierinha hefur þó komið skemmtilega á óvart síðan hann byrjaði að spila með liðinu. Hann á samt í miklum vandræðum í stöðunni maður á mann. Nú er stutt í fyrsta leik og við erum ekki enn vissir um hver byrjar vinstra megin. Hvað varðar föstu leikatriðin hjá Íslandi þá er Portúgal mjög sterkt í varnarleiknum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjá meira
Cristiano Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á síðasta Evrópumóti árið 2012 þegar Portúgal fór alla leið í undanúrslitin en nú fær stórstjarnan meiri hjálp. Portúgal er fyrsti andstæðingur strákanna okkar á EM 2016 í fótbolta en liðin mætast í Saint-Étienne klukkan 19.00 í kvöld. Portúgal er sigurstranglegasta liðið í riðlinum og hefur innan sinna raða einn besta fótboltamann samtímans og sögunnar; Cristiano Ronaldo. Ronaldo er vitaskuld potturinn og pannan í portúgalska liðinu en Portúgal er miklu meira en bara Portúgal í dag. Portúgal mætir til leiks með virkilega sterkt lið sem straujaði sterkan riðil í undankeppninni með sjö sigrum og einum tapleik. Ný kynslóð er að koma upp í portúgalska liðinu og er blandan frábær með þessa ungu og hæfileikaríku menn í bland við reyndar stjörnur á borð við Ronaldo, Pepe, Ricardo Carvalho, Nani og João Moutinho. Ronaldo bar portúgalska liðið á herðum sér á EM fyrir fjórum árum alla leið í undanúrslitin. Nú er hann mættur aftur til leiks með mun sterkari meðspilara og sterkara lið sem er líklegt til afreka á mótinu. Portúgal hefur í heildina fleiri hæfileikaríkari leikmenn en íslenska liðið en sömu sögu mátti segja um Tékkland, Tyrkland og Holland. Samt kláruðu strákarnir okkar þau í undankeppninni. Föst leikatriði hafa verið aðalsmerki íslenska liðsins og þau þurfa að vera sterk gegn Portúgal í kvöld. Þó portúgalska vörnin sé sterk á liðið í vandræðum með að vinna seinni boltana en það er aðalsmerki Íslands. Þar liggur líklega möguleiki Íslands í kvöld.Cristiano Ronaldo.Vísir/VilhelmStjarna Portúgala: Kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumóti Það er hættulegt fyrir íslenska liðið og í raun alla mótherja Portúgals hvað Cristiano Ronaldo kemur á mikilli siglingu inn á Evrópumótið. Ronaldo átti enn eina frábæra leiktíð með Real Madrid þar sem hann skoraði 35 mörk í 36 deildarleikjum og gaf fjórar stoðsendingar og þá skoraði hann sextán mörk í tólf leikjum í Meistaradeildinni á leið Real Madrid að Evrópumeistaratitlinum. Portúgal skoraði ellefu mörk í átta leikjum í undankeppninni og skoraði Ronaldo fimm af þeim. Hann var þreyttur undir lok leiktíðarinnar en fékk vikufrí hjá þjálfaranum Fernando Santos sem virðist hafa verið hárrétt ákvörðun hjá Santos. Ronaldo skellti sér á smá snekkjudjamm með góðum vinum og fallegum konum og mætti endurnærður í vináttuleik í síðustu viku þar sem hann skoraði tvö mörk í 7-0 sigri á Eistlandi. Ronaldo er ekki bara góður heldur hokinn af reynslu. Þetta er hans sjöunda stórmót.Renato Sanches bíður spenntur eftir tækifærinu.Vísir/GettyPortúgalskur blaðamaður: Margir ungir að koma uppPedro Ponte, blaðamaður á Record, stærsta íþróttablaði Portúgals. Sterkasti hluti portúgalska liðsins er vitaskuld sóknarleikurinn út af Ronaldo en miðjumennirnir okkar eru líka mikilvægir. Við spiluðum áður 4-3-3 en undir stjórn Fernando Santos er liðið að spila 4-4-2 með Nani og Ronaldo frammi! Áður spiluðum við stundum án framherja en það gekk ekki upp. Okkur hefur vantað alvöru markaskorara síðan Pascal Pauleta hætti og þess vegna er Ronaldo að spila svona mikið sem fremsti maður. Portúgölsku stuðningsmennirnir og við blaðamennirnir viljum að hann spili frammi því þar skorar hann mest. Því nær markinu sem Ronaldo spilar, því meiri möguleika á Portúgal að vinna. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp í liðinu og auðvitað beinast augu flestra að Renato Sanches sem var að fara til Bayern München. Hann fékk tækifæri í vikunni hjá þjálfaranum í byrjunarliðinu og spilaði gegn Englandi og Eistlandi. Hann gerði liðið klárlega betra. Portúgalska liðið er hvað veikast í bakvarðarstöðunum. Vierinha hefur þó komið skemmtilega á óvart síðan hann byrjaði að spila með liðinu. Hann á samt í miklum vandræðum í stöðunni maður á mann. Nú er stutt í fyrsta leik og við erum ekki enn vissir um hver byrjar vinstra megin. Hvað varðar föstu leikatriðin hjá Íslandi þá er Portúgal mjög sterkt í varnarleiknum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Í beinni: Everton - Tottenham | Spurs vill halda í við toppliðin Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjá meira