Fótbolti

Íslenski fáninn víða í Saint-Étienne

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslenski fáninn nýtur sín vel á þessum sporvagni í Saint-Étienne.
Íslenski fáninn nýtur sín vel á þessum sporvagni í Saint-Étienne. Vísir/Vilhelm
Strætisvagnar og sporvagnar í Saint-Étienne aka um með fána Íslands og Portúgal í dag en karlalandslið þjóðanna mætast sem kunnugt er á Stade Geoffroy-Guichard í kvöld klukkan 21 að staðartíma. 

Íslendingar eru byrjaðir að flykkjast til frönsku borgarinnar og má reikna með því að þeir verði í miðbænum framan af degi en fjölmenni svo á stuðningsmannasvæðið, svokallað fan zone, eftir klukkan þrjú að staðartíma þegar það opnar.

Það verður mikil stemning, matur og drykkir til sölu, fótboltinn á risaskjám og Tólfan hefur lofað miklu tralli.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×