Fótbolti

Politiken heldur með Íslandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Glæsileg forsíðan á politiken.dk.
Glæsileg forsíðan á politiken.dk.
Það er ekki leiðinlegt að opna vefsíðu danska fjölmiðilsins Politiken í dag. Þar er tekið á móti fólki með íslenska fánanum og orðunum: Áfram Ísland.

Þar lýsir Politiken yfir stuðningi við íslenska landsliðið á EM og er með íslenska fánann í O-inu á merki fjölmiðilsins.

Danir eru auðvitað ekki með á EM að þessu sinni og því þurfa þeir að halda með einhverjum öðrum. Margir Íslendingar hafa haldið með Dönum á stórmótum og nú er komið að því að þeir haldi með okkur.

Svo fylgir með skemmtileg umfjöllun um íslenska landsliðið og stemninguna hjá Íslendingum í kringum mótið. Þessi pistill Mads Zacho Teglskov til íslensku þjóðarinnar er sérstaklega skemmtilegur.

Ef einhver er síðan að koma úr sex mánaða hellaferð þá má geta þess að Ísland hefur leik á EM í kvöld klukkan 19.00. Þá mætir Ísland liði Portúgal.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og síðan fylgir ítarleg umfjöllun og viðtöl við strákana eftir leikinn.


Tengdar fréttir

Stærsta stundin í sögu íslenska fótboltans

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar sinn fyrsta leik á stórmóti frá upphafi þegar það mætir Cristiano Ronaldo og félögum í Saint-Étienne í kvöld. Fyrirliðinn segist ótrúlega stoltur af því að fá að spila fyrir íslenska þjóð og annar þjálfarinn segir þetta stærstu stundina í íslenskri fótboltasögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×