Fótbolti

Rússar komnir á skilorð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Enskir stuðningsmenn á flótta undan Rússunum um daginn.
Enskir stuðningsmenn á flótta undan Rússunum um daginn. vísir/getty
Það er eins gott fyrir stuðningsmenn rússneska landsliðsins að haga sér almennilega það sem eftir er af EM.

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur sett rússneska liðið í skilorsbundið bann vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Englendingum.

Rússar mega sem sagt halda keppni en ef Rússarnir halda sér ekki á mottunni þá verður liðinu vísað úr keppni.

Rússneska knattspyrnusambandið var síðan sektað um 20 milljónir króna vegna hegðunar stuðningsmannanna sem gerðu aðsúg að stuðningsmönnum Englands undir lok leiks þjóðanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×