Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 19:45 Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. Þar á meðal eru þau Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson en Ragnar er lögmaður þeirra. Hann ræddi dóminn í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Ragnar að samkvæmt lögum hefði endurupptökunefnd um tvennt að velja ef hún telur að taka eigi upp mál að nýju. „Annars vegar að fella þann dóm úr gildi eða að ákveða að málið skuli endurupptekið en að eldri dómur falli ekki úr gildi fyrr en nýr dómur er genginn. Nú er fyrri kosturinn úr sögunni samkvæmt þessum dómi Hæstaréttar og þá stendur eftir síðari kosturinn þannig að þetta skiptir ekki miklu máli að mínu viti,“ sagði Ragnar. Hann sagði að þegar kæmi að Guðmundar-og Geirfinnsmálinu þá myndi endurupptökunefnd gæta þess að kveða ekki á um að fyrri dómar séu fellir úr gildi heldur segja að þeir standi þar til nýr dómur er genginn í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar frá því í dag segir að ákvæði í sakamálalögum séu andstæð stjórnarskrá en að mati réttarins brýtur það gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar að endurupptökunefnd, sem er hluti framkvæmdavaldsins, geti fellt dóma úr gildi. Það sé andstætt þrískiptingu ríkisvaldsins þar sem einungis dómstólar geti ógilt fyrri dóm, eða eins og segir í annarri grein stjórnarskrárinnar: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“ Tengdar fréttir Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. Þar á meðal eru þau Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson en Ragnar er lögmaður þeirra. Hann ræddi dóminn í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Ragnar að samkvæmt lögum hefði endurupptökunefnd um tvennt að velja ef hún telur að taka eigi upp mál að nýju. „Annars vegar að fella þann dóm úr gildi eða að ákveða að málið skuli endurupptekið en að eldri dómur falli ekki úr gildi fyrr en nýr dómur er genginn. Nú er fyrri kosturinn úr sögunni samkvæmt þessum dómi Hæstaréttar og þá stendur eftir síðari kosturinn þannig að þetta skiptir ekki miklu máli að mínu viti,“ sagði Ragnar. Hann sagði að þegar kæmi að Guðmundar-og Geirfinnsmálinu þá myndi endurupptökunefnd gæta þess að kveða ekki á um að fyrri dómar séu fellir úr gildi heldur segja að þeir standi þar til nýr dómur er genginn í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar frá því í dag segir að ákvæði í sakamálalögum séu andstæð stjórnarskrá en að mati réttarins brýtur það gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar að endurupptökunefnd, sem er hluti framkvæmdavaldsins, geti fellt dóma úr gildi. Það sé andstætt þrískiptingu ríkisvaldsins þar sem einungis dómstólar geti ógilt fyrri dóm, eða eins og segir í annarri grein stjórnarskrárinnar: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“
Tengdar fréttir Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54