Telur ekki að dómur Hæstaréttar hafi áhrif á Guðmundar-og Geirfinnsmálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 19:45 Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. Þar á meðal eru þau Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson en Ragnar er lögmaður þeirra. Hann ræddi dóminn í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Ragnar að samkvæmt lögum hefði endurupptökunefnd um tvennt að velja ef hún telur að taka eigi upp mál að nýju. „Annars vegar að fella þann dóm úr gildi eða að ákveða að málið skuli endurupptekið en að eldri dómur falli ekki úr gildi fyrr en nýr dómur er genginn. Nú er fyrri kosturinn úr sögunni samkvæmt þessum dómi Hæstaréttar og þá stendur eftir síðari kosturinn þannig að þetta skiptir ekki miklu máli að mínu viti,“ sagði Ragnar. Hann sagði að þegar kæmi að Guðmundar-og Geirfinnsmálinu þá myndi endurupptökunefnd gæta þess að kveða ekki á um að fyrri dómar séu fellir úr gildi heldur segja að þeir standi þar til nýr dómur er genginn í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar frá því í dag segir að ákvæði í sakamálalögum séu andstæð stjórnarskrá en að mati réttarins brýtur það gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar að endurupptökunefnd, sem er hluti framkvæmdavaldsins, geti fellt dóma úr gildi. Það sé andstætt þrískiptingu ríkisvaldsins þar sem einungis dómstólar geti ógilt fyrri dóm, eða eins og segir í annarri grein stjórnarskrárinnar: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“ Tengdar fréttir Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, telur ekki að dómur Hæstaréttar um að endurupptökunefnd sé andstæð stjórnarskrá muni hafa áhrif á það hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verður tekið upp að nýju en beiðnir nokkurra sakborninga í málinu þess efnis er nú til meðferðar hjá nefndinni. Þar á meðal eru þau Erla Bolladóttir og Guðjón Skarphéðinsson en Ragnar er lögmaður þeirra. Hann ræddi dóminn í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Ragnar að samkvæmt lögum hefði endurupptökunefnd um tvennt að velja ef hún telur að taka eigi upp mál að nýju. „Annars vegar að fella þann dóm úr gildi eða að ákveða að málið skuli endurupptekið en að eldri dómur falli ekki úr gildi fyrr en nýr dómur er genginn. Nú er fyrri kosturinn úr sögunni samkvæmt þessum dómi Hæstaréttar og þá stendur eftir síðari kosturinn þannig að þetta skiptir ekki miklu máli að mínu viti,“ sagði Ragnar. Hann sagði að þegar kæmi að Guðmundar-og Geirfinnsmálinu þá myndi endurupptökunefnd gæta þess að kveða ekki á um að fyrri dómar séu fellir úr gildi heldur segja að þeir standi þar til nýr dómur er genginn í Hæstarétti. Í dómi Hæstaréttar frá því í dag segir að ákvæði í sakamálalögum séu andstæð stjórnarskrá en að mati réttarins brýtur það gegn annarri málsgrein stjórnarskrárinnar að endurupptökunefnd, sem er hluti framkvæmdavaldsins, geti fellt dóma úr gildi. Það sé andstætt þrískiptingu ríkisvaldsins þar sem einungis dómstólar geti ógilt fyrri dóm, eða eins og segir í annarri grein stjórnarskrárinnar: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“
Tengdar fréttir Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Endurupptökunefnd andstæð stjórnarskrá Ákvæði í sakamálalögum um endurupptökunefnd eru andstæð stjórnarskrá. Þetta kemur fram í niðurstöðu Hæstaréttar í máli karlmanns sem hafði óskað eftir endurupptöku vegna formgalla í meðferð sakamáls. 25. febrúar 2016 17:54