Innlent

Stærsta Solstice hátíðin til þessa

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Nú þegar sólin snertir vart sjóndeildarhringinn og sumarsólstöður í nánd, verður Secret Solstice tónlistarhátíðin haldin í þriðja sinn og er þetta stærsta hatíðin til þessa en skipuleggjendur hafa leyfi fyrir 15 þúsund manns í Laugardalnum og fljótlega stefnir í að miðar verði uppseldir.

Á meðal dagskrárliða sem hátíðargestir geta átt von á eru tónleikar í eldfjalli, partý inni í jökli og auðvitað að hlýða á listamenn á heimsmælikvarða á einu af sviðunum sjö sem búið er að koma upp í Laugardalnum.

Hátíðin hefst á morgun en listamenn sem fram koma eru með þeim frægustu í heiminum en þar má nefna hljómsveitir á borð við Radiohead og Die Antwoort auk þess sem fjöldi Íslenskra listamanna mun troða hér upp, til að mynda Of Monsters and men.

Fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða hafa lagt allt kapp á, jafnt nótt sem dag, að gera hátíðina sem eftirminnilegasta.

Ósk Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi og Ragnar Stephensen einn skipuleggjenda segja skipulagið hafi gengið vonum framar og von sé á góðri helgi framundan.

Horfa má á innslag um Secret Solstice í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×