Einkunnir gegn Ungverjalandi: Ragnar bestur 18. júní 2016 17:53 Ragnar í baráttunni við Adam Nagy í kvöld. vísir/getty Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með marki á 40. mínútu, en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 1-1. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Vísis úr leiknum, en Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með níu í einkunn. Næstir komu Kári Árnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson allir með átta.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Virkaði óvenju óöruggur í markinu og missti bolta og fyrirgjafir frá sér. Engin afdrifarík mistök samt.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skilaði sínu og gott betur. Engin mistök hjá Birki sem lenti stundum í veseni þegar Jóhann Berg gleymdi sér í varnarleiknum. Var afar óheppinn í sjálfsmarkinu.Kári Árnason, miðvörður 8 Traustur sem endranær, tók engar áhættur og þeir Ragnar að ná frábærlega saman í hjarta varnarinnar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Leiðtoginn í vörninni. Yfirvegaður og veitir félögum sínum mikið öryggi. Steig ekki feilspor og besti maður Íslands í kvöld.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Var í erfiðu varnarhlutverki en leysti það oftast vel. Mark Ungverja kom þó frá hægri kantinum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk besta færi Íslands einn gegn Király í markinu en varið frá honum. Mesti skrekkurinn farinn úr honum eftir Portúgalsleikinn en fengum ekki nóg út úr hraða hans og leikni. Duglegur eins og aðrir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Fyrirliðinn barðist en var mistækur í fyrri hálfleiknum. Tapaði boltanum og átti skrýtnar sendingar. Blokkaði lykilskot í fyrri hálfleiknum. Sótti vítið sem mark Íslands kom úr.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sást ekki fyrsta hálftímann en þegar hann fékk boltann fengu okkar menn trú, eitthvað gerðist fram á við. Skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Lítið með framan af en færðist inn á miðjuna þegar Aron Einar fór útaf og lét vel til sín taka. Gríðarlega mikilvægt að eiga mann sem getur leyst Aron svo vel af hólmi.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Gekk ekki jafnvel að koma sér inn í leikinn og gegn Portúgal enda allt öðruvísi leikur þar sem okkar menn sáu lítið af boltanum. Gekk illa að halda boltanum en barðist eins og ljón.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Hélt áfram vinnusemi sinni í háloftunum en eins og gegn Portúgal hafnaði seinni bolti nánast alltaf hjá mótherja.Varamenn:Emil Hallfreðsson 5 (Kom inn á fyrir Aron Einar á 66. mínútu) Kom inn á á kantinn þegar Aron Einar meiddist. Var skynsamur, fór ekki of framarlega en Íslendingar voru í nauðvörn nánast allan þann tíma sem Emil var inn á.Alfreð Finnbogason 6 (Kom inn á fyrir Jón Daða á 69. mínútu) Átti mjög klóka innkomu, vann boltann einu sinni í hættulegri aukaspyrnu Ungverja og hljóp úr sér lungun. Fórnaði sér með broti á mikilvægu augnabliki og missir af leiknum gegn Austurríki.Eiður Smári Guðjohnsen (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 84. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti með íslenska landsliðinu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Ísland gerði grátlegt jafntefli við Ungverjalandi í annari umferð F-riðils, en liði skildu jöfn 1-1 á Stade Vélodrome leikvanginum í Marseille. Ísland er því með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina á Evrópumótinu í Frakklandi. Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir með marki á 40. mínútu, en Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 1-1. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Vísis úr leiknum, en Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með níu í einkunn. Næstir komu Kári Árnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson allir með átta.Einkunnagjöf Íslands:Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Virkaði óvenju óöruggur í markinu og missti bolta og fyrirgjafir frá sér. Engin afdrifarík mistök samt.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skilaði sínu og gott betur. Engin mistök hjá Birki sem lenti stundum í veseni þegar Jóhann Berg gleymdi sér í varnarleiknum. Var afar óheppinn í sjálfsmarkinu.Kári Árnason, miðvörður 8 Traustur sem endranær, tók engar áhættur og þeir Ragnar að ná frábærlega saman í hjarta varnarinnar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 9 Leiðtoginn í vörninni. Yfirvegaður og veitir félögum sínum mikið öryggi. Steig ekki feilspor og besti maður Íslands í kvöld.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Var í erfiðu varnarhlutverki en leysti það oftast vel. Mark Ungverja kom þó frá hægri kantinum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Fékk besta færi Íslands einn gegn Király í markinu en varið frá honum. Mesti skrekkurinn farinn úr honum eftir Portúgalsleikinn en fengum ekki nóg út úr hraða hans og leikni. Duglegur eins og aðrir.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Fyrirliðinn barðist en var mistækur í fyrri hálfleiknum. Tapaði boltanum og átti skrýtnar sendingar. Blokkaði lykilskot í fyrri hálfleiknum. Sótti vítið sem mark Íslands kom úr.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sást ekki fyrsta hálftímann en þegar hann fékk boltann fengu okkar menn trú, eitthvað gerðist fram á við. Skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Lítið með framan af en færðist inn á miðjuna þegar Aron Einar fór útaf og lét vel til sín taka. Gríðarlega mikilvægt að eiga mann sem getur leyst Aron svo vel af hólmi.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Gekk ekki jafnvel að koma sér inn í leikinn og gegn Portúgal enda allt öðruvísi leikur þar sem okkar menn sáu lítið af boltanum. Gekk illa að halda boltanum en barðist eins og ljón.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Hélt áfram vinnusemi sinni í háloftunum en eins og gegn Portúgal hafnaði seinni bolti nánast alltaf hjá mótherja.Varamenn:Emil Hallfreðsson 5 (Kom inn á fyrir Aron Einar á 66. mínútu) Kom inn á á kantinn þegar Aron Einar meiddist. Var skynsamur, fór ekki of framarlega en Íslendingar voru í nauðvörn nánast allan þann tíma sem Emil var inn á.Alfreð Finnbogason 6 (Kom inn á fyrir Jón Daða á 69. mínútu) Átti mjög klóka innkomu, vann boltann einu sinni í hættulegri aukaspyrnu Ungverja og hljóp úr sér lungun. Fórnaði sér með broti á mikilvægu augnabliki og missir af leiknum gegn Austurríki.Eiður Smári Guðjohnsen (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 84. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti með íslenska landsliðinu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45