Kerry flaug yfir Ísland í norðurslóðaheimsókn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2016 11:04 John Kerry lentur í Kangarlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, á Grænlandi, í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur. Forsætis- og utanríkisráðherra Grænlands taka á móti Kerry. Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur undanfarna daga verið á ferð um norðurslóðir beggja vegna Íslands, heimsótt Grænland og Svalbarða, sem og höfuðborgir Noregs og Danmerkur, en nýtti ekki tækifærið til að koma við á Íslandi. Bandaríkjamenn fara um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. John Kerry hóf heimsóknina í Ósló þar sem hann ræddi við Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og heilsaði upp á Harald Noregskonung. Hann flaug síðan til Svalbarða í fylgd Börge Brende, utanríkisráðherra Noregs. Þeir sigldu um Kongsfjorden skammt frá Nýja-Álasundi en þar er eitt nyrsta vísindamannasamfélag heims. Þar sá Kerry skriðjökul sem hopað hefur verulega undanfarin ár í óvenju miklum hlýindum en meðalhiti á Svalbarða hefur í einstaka mánuðum undanfarin misseri verið að mælast allt að átta gráðum yfir meðaltali. Á Svalbarða. Börge Brende með John Kerry.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.Frá Svalbarða flaug Kerry til Kaupmannahafnar til að hitta danska ráðamenn og ræddi við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Ennfremur átti hann fund í Amalienborg með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins. Frá Kaupmannahöfn var flogið til Kangerlussuaq á Grænlandi í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur, Kristians Jensen. Flugleiðin þar á milli liggur venjulega yfir norðanvert Ísland þannig að Kerry gæti hafa séð Akureyri og Vestfirði út um gluggann á leið sinni til Grænlands. Þar ræddi bandaríski utanríkisráðherrann við grænlenska ráðamenn; Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Vittus Qujaukitsoq utanríkisráðherra. Grænlendingarnir nýttu meðal annars tækifærið til að ræða málefni Thule-herstöðvarinnar. Þeir hafa verið gramir Bandaríkjamönnum fyrir að veita bandarískum aðilum milljarða þjónustusamning í kringum herstöðina en fram til ársins 2013 var það í höndum danskra stjórnvalda að úthluta verkefninu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna flaug svo í gær til Ilulissat við Diskó-flóa og sigldi þar um hinn fræga Ísfjörð, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.John Kerry með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins í Amalienborg í Kaupmannahöfn.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur undanfarna daga verið á ferð um norðurslóðir beggja vegna Íslands, heimsótt Grænland og Svalbarða, sem og höfuðborgir Noregs og Danmerkur, en nýtti ekki tækifærið til að koma við á Íslandi. Bandaríkjamenn fara um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. John Kerry hóf heimsóknina í Ósló þar sem hann ræddi við Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og heilsaði upp á Harald Noregskonung. Hann flaug síðan til Svalbarða í fylgd Börge Brende, utanríkisráðherra Noregs. Þeir sigldu um Kongsfjorden skammt frá Nýja-Álasundi en þar er eitt nyrsta vísindamannasamfélag heims. Þar sá Kerry skriðjökul sem hopað hefur verulega undanfarin ár í óvenju miklum hlýindum en meðalhiti á Svalbarða hefur í einstaka mánuðum undanfarin misseri verið að mælast allt að átta gráðum yfir meðaltali. Á Svalbarða. Börge Brende með John Kerry.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.Frá Svalbarða flaug Kerry til Kaupmannahafnar til að hitta danska ráðamenn og ræddi við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Ennfremur átti hann fund í Amalienborg með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins. Frá Kaupmannahöfn var flogið til Kangerlussuaq á Grænlandi í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur, Kristians Jensen. Flugleiðin þar á milli liggur venjulega yfir norðanvert Ísland þannig að Kerry gæti hafa séð Akureyri og Vestfirði út um gluggann á leið sinni til Grænlands. Þar ræddi bandaríski utanríkisráðherrann við grænlenska ráðamenn; Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Vittus Qujaukitsoq utanríkisráðherra. Grænlendingarnir nýttu meðal annars tækifærið til að ræða málefni Thule-herstöðvarinnar. Þeir hafa verið gramir Bandaríkjamönnum fyrir að veita bandarískum aðilum milljarða þjónustusamning í kringum herstöðina en fram til ársins 2013 var það í höndum danskra stjórnvalda að úthluta verkefninu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna flaug svo í gær til Ilulissat við Diskó-flóa og sigldi þar um hinn fræga Ísfjörð, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.John Kerry með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins í Amalienborg í Kaupmannahöfn.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira