Kerry flaug yfir Ísland í norðurslóðaheimsókn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2016 11:04 John Kerry lentur í Kangarlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, á Grænlandi, í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur. Forsætis- og utanríkisráðherra Grænlands taka á móti Kerry. Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur undanfarna daga verið á ferð um norðurslóðir beggja vegna Íslands, heimsótt Grænland og Svalbarða, sem og höfuðborgir Noregs og Danmerkur, en nýtti ekki tækifærið til að koma við á Íslandi. Bandaríkjamenn fara um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. John Kerry hóf heimsóknina í Ósló þar sem hann ræddi við Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og heilsaði upp á Harald Noregskonung. Hann flaug síðan til Svalbarða í fylgd Börge Brende, utanríkisráðherra Noregs. Þeir sigldu um Kongsfjorden skammt frá Nýja-Álasundi en þar er eitt nyrsta vísindamannasamfélag heims. Þar sá Kerry skriðjökul sem hopað hefur verulega undanfarin ár í óvenju miklum hlýindum en meðalhiti á Svalbarða hefur í einstaka mánuðum undanfarin misseri verið að mælast allt að átta gráðum yfir meðaltali. Á Svalbarða. Börge Brende með John Kerry.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.Frá Svalbarða flaug Kerry til Kaupmannahafnar til að hitta danska ráðamenn og ræddi við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Ennfremur átti hann fund í Amalienborg með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins. Frá Kaupmannahöfn var flogið til Kangerlussuaq á Grænlandi í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur, Kristians Jensen. Flugleiðin þar á milli liggur venjulega yfir norðanvert Ísland þannig að Kerry gæti hafa séð Akureyri og Vestfirði út um gluggann á leið sinni til Grænlands. Þar ræddi bandaríski utanríkisráðherrann við grænlenska ráðamenn; Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Vittus Qujaukitsoq utanríkisráðherra. Grænlendingarnir nýttu meðal annars tækifærið til að ræða málefni Thule-herstöðvarinnar. Þeir hafa verið gramir Bandaríkjamönnum fyrir að veita bandarískum aðilum milljarða þjónustusamning í kringum herstöðina en fram til ársins 2013 var það í höndum danskra stjórnvalda að úthluta verkefninu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna flaug svo í gær til Ilulissat við Diskó-flóa og sigldi þar um hinn fræga Ísfjörð, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.John Kerry með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins í Amalienborg í Kaupmannahöfn.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur undanfarna daga verið á ferð um norðurslóðir beggja vegna Íslands, heimsótt Grænland og Svalbarða, sem og höfuðborgir Noregs og Danmerkur, en nýtti ekki tækifærið til að koma við á Íslandi. Bandaríkjamenn fara um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. John Kerry hóf heimsóknina í Ósló þar sem hann ræddi við Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og heilsaði upp á Harald Noregskonung. Hann flaug síðan til Svalbarða í fylgd Börge Brende, utanríkisráðherra Noregs. Þeir sigldu um Kongsfjorden skammt frá Nýja-Álasundi en þar er eitt nyrsta vísindamannasamfélag heims. Þar sá Kerry skriðjökul sem hopað hefur verulega undanfarin ár í óvenju miklum hlýindum en meðalhiti á Svalbarða hefur í einstaka mánuðum undanfarin misseri verið að mælast allt að átta gráðum yfir meðaltali. Á Svalbarða. Börge Brende með John Kerry.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.Frá Svalbarða flaug Kerry til Kaupmannahafnar til að hitta danska ráðamenn og ræddi við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Ennfremur átti hann fund í Amalienborg með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins. Frá Kaupmannahöfn var flogið til Kangerlussuaq á Grænlandi í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur, Kristians Jensen. Flugleiðin þar á milli liggur venjulega yfir norðanvert Ísland þannig að Kerry gæti hafa séð Akureyri og Vestfirði út um gluggann á leið sinni til Grænlands. Þar ræddi bandaríski utanríkisráðherrann við grænlenska ráðamenn; Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Vittus Qujaukitsoq utanríkisráðherra. Grænlendingarnir nýttu meðal annars tækifærið til að ræða málefni Thule-herstöðvarinnar. Þeir hafa verið gramir Bandaríkjamönnum fyrir að veita bandarískum aðilum milljarða þjónustusamning í kringum herstöðina en fram til ársins 2013 var það í höndum danskra stjórnvalda að úthluta verkefninu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna flaug svo í gær til Ilulissat við Diskó-flóa og sigldi þar um hinn fræga Ísfjörð, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.John Kerry með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins í Amalienborg í Kaupmannahöfn.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira