Kerry flaug yfir Ísland í norðurslóðaheimsókn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2016 11:04 John Kerry lentur í Kangarlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, á Grænlandi, í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur. Forsætis- og utanríkisráðherra Grænlands taka á móti Kerry. Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur undanfarna daga verið á ferð um norðurslóðir beggja vegna Íslands, heimsótt Grænland og Svalbarða, sem og höfuðborgir Noregs og Danmerkur, en nýtti ekki tækifærið til að koma við á Íslandi. Bandaríkjamenn fara um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. John Kerry hóf heimsóknina í Ósló þar sem hann ræddi við Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og heilsaði upp á Harald Noregskonung. Hann flaug síðan til Svalbarða í fylgd Börge Brende, utanríkisráðherra Noregs. Þeir sigldu um Kongsfjorden skammt frá Nýja-Álasundi en þar er eitt nyrsta vísindamannasamfélag heims. Þar sá Kerry skriðjökul sem hopað hefur verulega undanfarin ár í óvenju miklum hlýindum en meðalhiti á Svalbarða hefur í einstaka mánuðum undanfarin misseri verið að mælast allt að átta gráðum yfir meðaltali. Á Svalbarða. Börge Brende með John Kerry.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.Frá Svalbarða flaug Kerry til Kaupmannahafnar til að hitta danska ráðamenn og ræddi við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Ennfremur átti hann fund í Amalienborg með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins. Frá Kaupmannahöfn var flogið til Kangerlussuaq á Grænlandi í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur, Kristians Jensen. Flugleiðin þar á milli liggur venjulega yfir norðanvert Ísland þannig að Kerry gæti hafa séð Akureyri og Vestfirði út um gluggann á leið sinni til Grænlands. Þar ræddi bandaríski utanríkisráðherrann við grænlenska ráðamenn; Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Vittus Qujaukitsoq utanríkisráðherra. Grænlendingarnir nýttu meðal annars tækifærið til að ræða málefni Thule-herstöðvarinnar. Þeir hafa verið gramir Bandaríkjamönnum fyrir að veita bandarískum aðilum milljarða þjónustusamning í kringum herstöðina en fram til ársins 2013 var það í höndum danskra stjórnvalda að úthluta verkefninu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna flaug svo í gær til Ilulissat við Diskó-flóa og sigldi þar um hinn fræga Ísfjörð, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.John Kerry með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins í Amalienborg í Kaupmannahöfn.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefur undanfarna daga verið á ferð um norðurslóðir beggja vegna Íslands, heimsótt Grænland og Svalbarða, sem og höfuðborgir Noregs og Danmerkur, en nýtti ekki tækifærið til að koma við á Íslandi. Bandaríkjamenn fara um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. John Kerry hóf heimsóknina í Ósló þar sem hann ræddi við Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og heilsaði upp á Harald Noregskonung. Hann flaug síðan til Svalbarða í fylgd Börge Brende, utanríkisráðherra Noregs. Þeir sigldu um Kongsfjorden skammt frá Nýja-Álasundi en þar er eitt nyrsta vísindamannasamfélag heims. Þar sá Kerry skriðjökul sem hopað hefur verulega undanfarin ár í óvenju miklum hlýindum en meðalhiti á Svalbarða hefur í einstaka mánuðum undanfarin misseri verið að mælast allt að átta gráðum yfir meðaltali. Á Svalbarða. Börge Brende með John Kerry.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.Frá Svalbarða flaug Kerry til Kaupmannahafnar til að hitta danska ráðamenn og ræddi við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Ennfremur átti hann fund í Amalienborg með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins. Frá Kaupmannahöfn var flogið til Kangerlussuaq á Grænlandi í fylgd utanríkisráðherra Danmerkur, Kristians Jensen. Flugleiðin þar á milli liggur venjulega yfir norðanvert Ísland þannig að Kerry gæti hafa séð Akureyri og Vestfirði út um gluggann á leið sinni til Grænlands. Þar ræddi bandaríski utanríkisráðherrann við grænlenska ráðamenn; Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Vittus Qujaukitsoq utanríkisráðherra. Grænlendingarnir nýttu meðal annars tækifærið til að ræða málefni Thule-herstöðvarinnar. Þeir hafa verið gramir Bandaríkjamönnum fyrir að veita bandarískum aðilum milljarða þjónustusamning í kringum herstöðina en fram til ársins 2013 var það í höndum danskra stjórnvalda að úthluta verkefninu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna flaug svo í gær til Ilulissat við Diskó-flóa og sigldi þar um hinn fræga Ísfjörð, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.John Kerry með Margréti Danadrottningu og Friðriki krónprins í Amalienborg í Kaupmannahöfn.Mynd/Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira