Egilsstaðabúar langþreyttir á sofandi ferðamönnum: „This is our home“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2016 13:30 Skilaboðin eru skýr, en þó nokkuð vinaleg. Íbúar á Egilsstöðum geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar innan bæjarmarkanna. Heimamenn hafa í auknum mæli orðið varir við slíkt og töldu rétt að bregðast við. „Það eru svona bílar að leggja alls staðar innan bæjarmarkanna,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrum knattspyrnukempa, aðspurður hvort um sé að ræða svonefnda „campers“ eða sendibíla. Fyrirtækin, sem leigja út slíka bíla hafa sprottið upp undanfarin ár og eru orðin ansi mörg. Ívar er einn þeirra sem standa að Þjónustusamfélaginu á Héraði, félagi fyrirtækja á Egilsstöðum og nágrenni, sem gefur út dreifimiðana.Sjá einnig: Kirkjunni læst eftir ítrekaðar gistingar ferðamanna: „Fáranlegt að þurfa að banna það sem er sjálfsagt að sé ekki gert“„Það er búin að vera sprenging í ferðamönnum og þessum ferðamáta líka. Við finnum vel fyrir því hér,“ segir Ívar. Líkt og sjá má hér til hliðar eru skilaboðin til ferðamanna skýr en þó vinsamleg. Er þeim bent á að ganga vel um og gista á þar til gerðum svæðum. Enda skilaboðin á orðunum „This is our home“ eða „Þetta er heimili okkar.“Dreifimiðinn sem um ræðir. Ferðamönnum er vinsamlega beint á tjaldsvæði. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Ívar segir að markmiðið með dreifimiðunum sé að benda ferðamönnum á að ekki sé í lagi að leggja bílum sínum hvar sem er sé ætlunin að gista í þeim. „Við vitum það að það eru ekki klósett og aðrir hlutir í þessum bílum. Við viljum bara benda á með jákvæðum hætti að þetta er ekki það sem íbúarnir vilja,“ segir Ívar. Dreifimiðarnir eru komnir í dreifingu og segir Ívar að þegar hafi fjölmargir íbúa náð sér í miðana.Sjá einnig: Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð„Þegar maður sér svona bíl lagt á bílastæði, eða hjá kirkjunni eða við bæjarmörkin er hægt að smella þessu á rúðuna hjá ferðamönnunum og þá er þetta bara vinsamleg ábending til þeirra,“ segir Ívar en en samkvæmt 9. grein lögreglusamþykktar fyrir Fljótsdalshérað er óheimilt að gista í í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.Sú tíð liðinn að ferðamenn geti plantað sér niður hvar sem er Ívar bendir á að á Egilsstöðum og víðar um land sé búið að byggja upp mjög góða þjónustu fyrir ferðamenn sem sjálfsagt er að sé nýtt. „Sú tíð að fólk geti plantað sér niður hvar sem er bara liðinn. Hingað kemur of mikill fjöldi til þess að það sé hægt,“ segir Ívar en með dreifimiðunum sé samfélagið á Fljótsdalshéraði að benda ferðamönnum, með vinsamlegum hætti, hvar sé leyfilegt að gista.Ívar Ingimarsson.Sjá einnig: Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum„Hér eru sérútbúin tjaldsvæði. Sveitarfélagið hér ásamt þjónustusamfélaginu hefur lagt mikinn pening í að byggja upp almenningssalerni fyrir ferðamenn, það er á tjaldsvæðinu og með þessu erum við að segja ferðamenn: „Notið þið þetta,“ en það er mikilvægt að gera það á vinsamlegan hátt. Ljóst er að nokkurs titrings gætir innan ferðaþjónustunnar vegna ferðamanna sem ferðist um á sendiferðabílum líkt og Vísir hefur greint frá. Ívar telur að vandamálið sé fyrst og fremst það að ferðamenn séu ekki nógu vel upplýstir en að tilgangurinn með ferðaþjónustu hljóti að vera sá að búa til störf og auka þjónustu, það gerist ekki nema ferðamenn greiði fyrir þjónustuna.Sjá einnig: Húsbílafólk rekið af bílastæði á Höfn„Auðvitað gera margir út á það að menn geti nánast gert hvað sem er en er ekki tilgangurinn með ferðaþjónustunni að búa til störf og bæta þjónustu? Við erum með fólk í vinnu á tjaldsvæðunum. Er ekki bara sjálfsagt að rukka fyrir góða þjónustu og að ferðamenn nýti sér hana?“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Kirkjunni læst eftir ítrekaðar gistingar ferðamanna: „Fáranlegt að þurfa að banna það sem er sjálfsagt að sé ekki gert“ Ekki í fyrsta sinn sem heimamenn þurfa að reka ferðamenn úr Reykhólakirkju eftur næturgistingu. 27. maí 2016 14:45 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Íbúar á Egilsstöðum geta nú nálgast sérstakan dreifimiða sem setja má á rúður bíla ferðamanna sem leggjast til næturhvílu í bílum sínum hér og þar innan bæjarmarkanna. Heimamenn hafa í auknum mæli orðið varir við slíkt og töldu rétt að bregðast við. „Það eru svona bílar að leggja alls staðar innan bæjarmarkanna,“ segir Ívar Ingimarsson, fyrrum knattspyrnukempa, aðspurður hvort um sé að ræða svonefnda „campers“ eða sendibíla. Fyrirtækin, sem leigja út slíka bíla hafa sprottið upp undanfarin ár og eru orðin ansi mörg. Ívar er einn þeirra sem standa að Þjónustusamfélaginu á Héraði, félagi fyrirtækja á Egilsstöðum og nágrenni, sem gefur út dreifimiðana.Sjá einnig: Kirkjunni læst eftir ítrekaðar gistingar ferðamanna: „Fáranlegt að þurfa að banna það sem er sjálfsagt að sé ekki gert“„Það er búin að vera sprenging í ferðamönnum og þessum ferðamáta líka. Við finnum vel fyrir því hér,“ segir Ívar. Líkt og sjá má hér til hliðar eru skilaboðin til ferðamanna skýr en þó vinsamleg. Er þeim bent á að ganga vel um og gista á þar til gerðum svæðum. Enda skilaboðin á orðunum „This is our home“ eða „Þetta er heimili okkar.“Dreifimiðinn sem um ræðir. Ferðamönnum er vinsamlega beint á tjaldsvæði. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Ívar segir að markmiðið með dreifimiðunum sé að benda ferðamönnum á að ekki sé í lagi að leggja bílum sínum hvar sem er sé ætlunin að gista í þeim. „Við vitum það að það eru ekki klósett og aðrir hlutir í þessum bílum. Við viljum bara benda á með jákvæðum hætti að þetta er ekki það sem íbúarnir vilja,“ segir Ívar. Dreifimiðarnir eru komnir í dreifingu og segir Ívar að þegar hafi fjölmargir íbúa náð sér í miðana.Sjá einnig: Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð„Þegar maður sér svona bíl lagt á bílastæði, eða hjá kirkjunni eða við bæjarmörkin er hægt að smella þessu á rúðuna hjá ferðamönnunum og þá er þetta bara vinsamleg ábending til þeirra,“ segir Ívar en en samkvæmt 9. grein lögreglusamþykktar fyrir Fljótsdalshérað er óheimilt að gista í í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.Sú tíð liðinn að ferðamenn geti plantað sér niður hvar sem er Ívar bendir á að á Egilsstöðum og víðar um land sé búið að byggja upp mjög góða þjónustu fyrir ferðamenn sem sjálfsagt er að sé nýtt. „Sú tíð að fólk geti plantað sér niður hvar sem er bara liðinn. Hingað kemur of mikill fjöldi til þess að það sé hægt,“ segir Ívar en með dreifimiðunum sé samfélagið á Fljótsdalshéraði að benda ferðamönnum, með vinsamlegum hætti, hvar sé leyfilegt að gista.Ívar Ingimarsson.Sjá einnig: Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum„Hér eru sérútbúin tjaldsvæði. Sveitarfélagið hér ásamt þjónustusamfélaginu hefur lagt mikinn pening í að byggja upp almenningssalerni fyrir ferðamenn, það er á tjaldsvæðinu og með þessu erum við að segja ferðamenn: „Notið þið þetta,“ en það er mikilvægt að gera það á vinsamlegan hátt. Ljóst er að nokkurs titrings gætir innan ferðaþjónustunnar vegna ferðamanna sem ferðist um á sendiferðabílum líkt og Vísir hefur greint frá. Ívar telur að vandamálið sé fyrst og fremst það að ferðamenn séu ekki nógu vel upplýstir en að tilgangurinn með ferðaþjónustu hljóti að vera sá að búa til störf og auka þjónustu, það gerist ekki nema ferðamenn greiði fyrir þjónustuna.Sjá einnig: Húsbílafólk rekið af bílastæði á Höfn„Auðvitað gera margir út á það að menn geti nánast gert hvað sem er en er ekki tilgangurinn með ferðaþjónustunni að búa til störf og bæta þjónustu? Við erum með fólk í vinnu á tjaldsvæðunum. Er ekki bara sjálfsagt að rukka fyrir góða þjónustu og að ferðamenn nýti sér hana?“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40 Kirkjunni læst eftir ítrekaðar gistingar ferðamanna: „Fáranlegt að þurfa að banna það sem er sjálfsagt að sé ekki gert“ Ekki í fyrsta sinn sem heimamenn þurfa að reka ferðamenn úr Reykhólakirkju eftur næturgistingu. 27. maí 2016 14:45 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Ferðamenn á vegum Kúkú vildu veiða sér í soðið í Langá. 11. maí 2016 11:40
Kirkjunni læst eftir ítrekaðar gistingar ferðamanna: „Fáranlegt að þurfa að banna það sem er sjálfsagt að sé ekki gert“ Ekki í fyrsta sinn sem heimamenn þurfa að reka ferðamenn úr Reykhólakirkju eftur næturgistingu. 27. maí 2016 14:45
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48