Komu að lokuðum dyrum og báðu föstudagsbænina úti í góða veðrinu Bjarki Ármannsson skrifar 3. júní 2016 15:53 Bænarhöldum var að mestu lokið þegar blaðamann og ljósmyndara Vísis bar að garði. Vísir/Stefán Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. Ímam menningarsetursins segir félagsmenn hafa mætt í þeirri trú að Ýmishúsið væri opið. Múslímar biðja sérstaka bæn föstudag hvern sem kallast djúma og fór sú athöfn að þessu sinni fram fyrir framan utandyra. „Við erum búin að leita að stóru rými þar sem við getum boðið upp á bænahald en við gátum ekki fundið neitt með svona skömmum fyrirvara,“ segir Ahmad Seddeeq, ímam Menningarseturs múslima. „Svo hefði líka þurft að láta alla vita af nýju staðsetningunni.“Múslímar biðja sérstaka bæn föstudag hvern sem kallast djúma og fór sú athöfn að þessu sinni fram fyrir framan utandyra.Vísir/StefánGreint hefur verið frá deilum menningarsetursins við Stofnun múslima, sem á Ýmishúsið, að undanförnu en nú á miðvikudaginn lét Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bera menningarsetrið þaðan út samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.Sjá einnig: Múslimar deila um Ýmishúsið Fjöldinn allur af lögreglumönnum mætti á svæðið og einn maður var handtekinn fyrir að hafa reynt að ráðast á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima. Ahmad segir að þrátt fyrir þetta hafi menn mætt til bænahalds í Skógarhlíðina í dag og búist við því að þeir kæmust þar inn. Þeir hafi þó komið að tómu og læstu húsi og gert gott úr aðstæðum með því að biðja fyrir utan húsið.„Sumir vildu reyndar ekki biðja í sólinni, einn kom og fór vegna þess að hann treysti sér ekki í það. Og sumir voru of feimnir,“ sagði Ahmad í veðurblíðunni í dag.Vísir/Stefán„Það héldu margir að þeir kæmust inn, þetta er jú moska,“ segir hann. Þið voruð þó allavega heppnir að veðrið var svona gott í dag?„Já, það var blessun,“ segir Ahmad og hlær. „Sumir vildu reyndar ekki biðja í sólinni, einn kom og fór vegna þess að hann treysti sér ekki í það. Og sumir voru of feimnir.“Sjá einnig: Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Ahmad er bjartsýnn á að það takist að finna nýtt húsnæði fyrir næsta föstudag. Ekki sé annað í boði þar sem styttist í ramadan-hátíðina og menningarsetrið getur ekki nýtt sér Ýmishúsið. Hann býst þó fastlega við því að menningarsetrið geti snúið þangað aftur að lokum. „Hér eigum við að vera,“ segir hann. „Við vitum hvað gerðist, samningur var falsaður til að koma okkur út úr húsinu. Við bíðum eftir úrskurði Hæstaréttar, sem lögmaður okkar segir að sé væntanlegur eftir um tvær vikur.“ Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Hatrammar deilur múslima um leigu á Ýmishúsi Langvarandi deilur milli Menningarseturs múslima og Stofnunar múslima leiddu til átaka við Ýmishúsið í gær. Héraðsdómur úrskurðaði um útburð Menningarsetursins í síðasta mánuði. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað og beðið er eft 2. júní 2016 07:00 Múslimar deila um Ýmishúsið: „Þessi félög eiga ekki samleið“ Menningarsetur múslima verður að óbreyttu borið út úr Ýmishúsinu. Saka Stofnun múslima á móti um skjalafals. 4. maí 2016 16:15 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Fjölmenn bænastund fór fram fyrir utan Ýmishúsið í Skógarhlíð, þaðan sem Menningarsetur múslima var borið út á miðvikudag, fyrr í dag. Ímam menningarsetursins segir félagsmenn hafa mætt í þeirri trú að Ýmishúsið væri opið. Múslímar biðja sérstaka bæn föstudag hvern sem kallast djúma og fór sú athöfn að þessu sinni fram fyrir framan utandyra. „Við erum búin að leita að stóru rými þar sem við getum boðið upp á bænahald en við gátum ekki fundið neitt með svona skömmum fyrirvara,“ segir Ahmad Seddeeq, ímam Menningarseturs múslima. „Svo hefði líka þurft að láta alla vita af nýju staðsetningunni.“Múslímar biðja sérstaka bæn föstudag hvern sem kallast djúma og fór sú athöfn að þessu sinni fram fyrir framan utandyra.Vísir/StefánGreint hefur verið frá deilum menningarsetursins við Stofnun múslima, sem á Ýmishúsið, að undanförnu en nú á miðvikudaginn lét Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bera menningarsetrið þaðan út samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.Sjá einnig: Múslimar deila um Ýmishúsið Fjöldinn allur af lögreglumönnum mætti á svæðið og einn maður var handtekinn fyrir að hafa reynt að ráðast á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima. Ahmad segir að þrátt fyrir þetta hafi menn mætt til bænahalds í Skógarhlíðina í dag og búist við því að þeir kæmust þar inn. Þeir hafi þó komið að tómu og læstu húsi og gert gott úr aðstæðum með því að biðja fyrir utan húsið.„Sumir vildu reyndar ekki biðja í sólinni, einn kom og fór vegna þess að hann treysti sér ekki í það. Og sumir voru of feimnir,“ sagði Ahmad í veðurblíðunni í dag.Vísir/Stefán„Það héldu margir að þeir kæmust inn, þetta er jú moska,“ segir hann. Þið voruð þó allavega heppnir að veðrið var svona gott í dag?„Já, það var blessun,“ segir Ahmad og hlær. „Sumir vildu reyndar ekki biðja í sólinni, einn kom og fór vegna þess að hann treysti sér ekki í það. Og sumir voru of feimnir.“Sjá einnig: Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Ahmad er bjartsýnn á að það takist að finna nýtt húsnæði fyrir næsta föstudag. Ekki sé annað í boði þar sem styttist í ramadan-hátíðina og menningarsetrið getur ekki nýtt sér Ýmishúsið. Hann býst þó fastlega við því að menningarsetrið geti snúið þangað aftur að lokum. „Hér eigum við að vera,“ segir hann. „Við vitum hvað gerðist, samningur var falsaður til að koma okkur út úr húsinu. Við bíðum eftir úrskurði Hæstaréttar, sem lögmaður okkar segir að sé væntanlegur eftir um tvær vikur.“
Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Hatrammar deilur múslima um leigu á Ýmishúsi Langvarandi deilur milli Menningarseturs múslima og Stofnunar múslima leiddu til átaka við Ýmishúsið í gær. Héraðsdómur úrskurðaði um útburð Menningarsetursins í síðasta mánuði. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað og beðið er eft 2. júní 2016 07:00 Múslimar deila um Ýmishúsið: „Þessi félög eiga ekki samleið“ Menningarsetur múslima verður að óbreyttu borið út úr Ýmishúsinu. Saka Stofnun múslima á móti um skjalafals. 4. maí 2016 16:15 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15
Hatrammar deilur múslima um leigu á Ýmishúsi Langvarandi deilur milli Menningarseturs múslima og Stofnunar múslima leiddu til átaka við Ýmishúsið í gær. Héraðsdómur úrskurðaði um útburð Menningarsetursins í síðasta mánuði. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað og beðið er eft 2. júní 2016 07:00
Múslimar deila um Ýmishúsið: „Þessi félög eiga ekki samleið“ Menningarsetur múslima verður að óbreyttu borið út úr Ýmishúsinu. Saka Stofnun múslima á móti um skjalafals. 4. maí 2016 16:15