Múslimar deila um Ýmishúsið: „Þessi félög eiga ekki samleið“ Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 16:15 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Vísir/Anton Marinó Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnun múslima, eigandi húsnæðisins, lagði fram aðfararbeiðni í febrúar en málið er einn flötur á langvarandi deilum milli félaganna tveggja.Mbl.is greindi fyrst frá úrskurðinum. Stofnun múslima á og rekur Ýmishúsið þar sem Menningarsetrið hefur verið til húsa undanfarin ár. Að stærstu leyti sami hópur fólks skipaði stjórn beggja félaganna þar til í lok árs 2014 þegar ný stjórn tók við Menningarsetrinu í nokkurs konar hallarbyltingu.Ekki er um að ræða sömu hallarbyltingu og varð innan Félags íslenskra múslima árið 2015 og Vísir fjallaði um á sínum tíma.Segir félagið ekki hafa farið eftir samningi sem það taldi í gildi Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu. Húsaleigusamningur var útbúinn 20. desember 2012 en til er annar samningur, dagsettur daginn eftir, sem fellir þann fyrri úr gildi. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima, segir fyrri samninginn aðeins hafa verið hugsaðan sem drög og að aldrei hafi verið farið eftir honum. Það sjáist til dæmis á því að Menningarsetrið hafi ekki greitt krónu í leigu á húsnæðinu undanfarin ár, líkt og kveðið sé á um í samningnum.Frá Ýmishúsinu í lok Ramadan. Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu.Vísir/Andri Marinó„Það orkar auðvitað tvímælis að þú getir borið fyrir þig einhverjum samningi sem þú ferð síðan ekki eftir sjálfur,“ segir Gísli.Töldu yngri samninginn falsaðan Málatilbúnaður Menningarsetursins byggði hins vegar á því að leigusamningurinn frá 20. desember væri enn í gildi. Ekki náðist í lögmann Menningarsetursins við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt þeim málsástæðum sem reknar eru í úrskurði héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Menningarsetrið telja að yngri samningurinn, „hin svokallaði samningur frá 21. desember,“ sé falsaður.Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima.Mynd/Karim AskariÞar segir meðal annars að sá samningur hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir að Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, var vikið úr stjórn Menningarsetursins í hallarbyltingunni í desember 2014. Vill Menningarsetrið meina að einsýnt sé að ekki hafi verið skrifað undir þennan samning fyrr en eftir að Karim hætti störfum.Útvarpsþátturinn Harmageddon fjallaði um brottrekstur Karims úr stjórn Menningarseturs múslima og deilur hans við Ímam setursins í janúar síðastliðnum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Karim hefði útbúið yngri samninginn löngu eftir að sá fyrri var gerður og dagsett hann aftur í tíma. Ekki þótti heldur sannað að undirskriftir á yngri samningnum væru falsaðar. Mbl.is hafði eftir lögmanni Menningarsetursins í gær að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Gísli segir það nú til skoðunar hvort beðið verði eftir slíkri kæru áður en málið fer til sýslumanns. Ljóst er að deilum félaganna tveggja er hvergi nærri lokið. „Þessi tvö félög eiga ekki samleið,“ segir Gísli. „Fasteignareigandinn vill nýta fasteignina í annað en mosku fyrir einhvern fámennan hóp. Þeir vilja nýta þetta miklu meira í þágu arabasamfélagsins alls, ekki bara á trúarlegum grunni heldur líka menningarlegum.“ Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnun múslima, eigandi húsnæðisins, lagði fram aðfararbeiðni í febrúar en málið er einn flötur á langvarandi deilum milli félaganna tveggja.Mbl.is greindi fyrst frá úrskurðinum. Stofnun múslima á og rekur Ýmishúsið þar sem Menningarsetrið hefur verið til húsa undanfarin ár. Að stærstu leyti sami hópur fólks skipaði stjórn beggja félaganna þar til í lok árs 2014 þegar ný stjórn tók við Menningarsetrinu í nokkurs konar hallarbyltingu.Ekki er um að ræða sömu hallarbyltingu og varð innan Félags íslenskra múslima árið 2015 og Vísir fjallaði um á sínum tíma.Segir félagið ekki hafa farið eftir samningi sem það taldi í gildi Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu. Húsaleigusamningur var útbúinn 20. desember 2012 en til er annar samningur, dagsettur daginn eftir, sem fellir þann fyrri úr gildi. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima, segir fyrri samninginn aðeins hafa verið hugsaðan sem drög og að aldrei hafi verið farið eftir honum. Það sjáist til dæmis á því að Menningarsetrið hafi ekki greitt krónu í leigu á húsnæðinu undanfarin ár, líkt og kveðið sé á um í samningnum.Frá Ýmishúsinu í lok Ramadan. Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu.Vísir/Andri Marinó„Það orkar auðvitað tvímælis að þú getir borið fyrir þig einhverjum samningi sem þú ferð síðan ekki eftir sjálfur,“ segir Gísli.Töldu yngri samninginn falsaðan Málatilbúnaður Menningarsetursins byggði hins vegar á því að leigusamningurinn frá 20. desember væri enn í gildi. Ekki náðist í lögmann Menningarsetursins við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt þeim málsástæðum sem reknar eru í úrskurði héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Menningarsetrið telja að yngri samningurinn, „hin svokallaði samningur frá 21. desember,“ sé falsaður.Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima.Mynd/Karim AskariÞar segir meðal annars að sá samningur hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir að Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, var vikið úr stjórn Menningarsetursins í hallarbyltingunni í desember 2014. Vill Menningarsetrið meina að einsýnt sé að ekki hafi verið skrifað undir þennan samning fyrr en eftir að Karim hætti störfum.Útvarpsþátturinn Harmageddon fjallaði um brottrekstur Karims úr stjórn Menningarseturs múslima og deilur hans við Ímam setursins í janúar síðastliðnum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Karim hefði útbúið yngri samninginn löngu eftir að sá fyrri var gerður og dagsett hann aftur í tíma. Ekki þótti heldur sannað að undirskriftir á yngri samningnum væru falsaðar. Mbl.is hafði eftir lögmanni Menningarsetursins í gær að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Gísli segir það nú til skoðunar hvort beðið verði eftir slíkri kæru áður en málið fer til sýslumanns. Ljóst er að deilum félaganna tveggja er hvergi nærri lokið. „Þessi tvö félög eiga ekki samleið,“ segir Gísli. „Fasteignareigandinn vill nýta fasteignina í annað en mosku fyrir einhvern fámennan hóp. Þeir vilja nýta þetta miklu meira í þágu arabasamfélagsins alls, ekki bara á trúarlegum grunni heldur líka menningarlegum.“
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Sjá meira