Fótbolti

Kvartar yfir nornaveiðum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA. Vísir/Getty
Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA), sagðist í gær sæta nornaveiðum í viðtali við svissneska fréttamiðilinn Le Matin.

Infantino sagði að Domenico Scala, sem fór fyrir nefnd um endur­skipulagningu FIFA eftir að upp komst um umfangsmikla spillingu, hagaði sér eins og leikskólabarn. Scala hætti í nefndinni í síðasta mánuði eftir að Infantino tók sér og samstarfsmönnum sínum í Alþjóðaknattspyrnuráðinu, innsta hring FIFA, það vald að geta skipað og rekið menn úr nefndum FIFA.

„Þetta er barnaleg hegðun sem á heima á leikskóla. Hann reynir að gera mig hluta af einhverjum nornaveiðum á hendur mér,“ sagði Infantino. Scala sagði Infantino grafa undan afrekum FIFA í uppsagnarbréfi sínu. Infantino svaraði honum hins vegar fullum hálsi í viðtalinu og sagði að ummæli Scala væru „algjör tilbúningur“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×