Erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. júní 2016 18:30 Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. Parið var handtekið á gistihúsi í Fortaleza í Brasilíu á milli jóla og nýárs. Brasilískir fjölmiðlar greindu frá handtöku parsins um áramótin. Þau voru handtekin eftir ábendingu og fundust fjögur kíló af kókaíni í fórum þeirra. Talið er að parið hafi ætlað að smygla fíkniefnunum til Evrópu. Maðurinn, sem heitir Hlynur Kristinn Rúnarsson og er tuttugu og sjö ára, og konan sem heitir Birgitta Gyða Bjarnadóttir og er tvítug, voru í gær dæmd af brasilískum dómstóli í ríflega fimm ára fangelsi. Esther Ósk Estherardóttir móðir Birgittu sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið allt hefði reynt á fjölskylduna. Það sé erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi sérstaklega þar sem aðstæður séu mjög slæmar. Hún segir þó létti að dóttir sín hafi ekki hlotið lengri dóm en hún hafi búið sig undir að svo gæti farið. Hún segir marga hafa staðið við bakið á Birgittu og stutt hana. Umræðan um málið hafi þó tekið á fjölskylduna. Birgitta hefur nú setið í hálft ár í fangelsi í Brasilíu sem dregst væntanlega frá dómnum. Esther segir að mögulega geti hún losnað úr fangelsi eftir tvö eða tvö og hálft ár. Hún þyrfti þó að vera lengur í Brasilíu eða á meðan á reynslulausn stæði. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Íslenskt par hefur verið dæmt í rúmlega fimm ára fangelsi í Brasilíu fyrir að reyna að smygla fíkniefnum úr landinu. Móðir stúlkunnar segir málið hafa reynst fjölskyldu hennar erfitt. Parið var handtekið á gistihúsi í Fortaleza í Brasilíu á milli jóla og nýárs. Brasilískir fjölmiðlar greindu frá handtöku parsins um áramótin. Þau voru handtekin eftir ábendingu og fundust fjögur kíló af kókaíni í fórum þeirra. Talið er að parið hafi ætlað að smygla fíkniefnunum til Evrópu. Maðurinn, sem heitir Hlynur Kristinn Rúnarsson og er tuttugu og sjö ára, og konan sem heitir Birgitta Gyða Bjarnadóttir og er tvítug, voru í gær dæmd af brasilískum dómstóli í ríflega fimm ára fangelsi. Esther Ósk Estherardóttir móðir Birgittu sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið allt hefði reynt á fjölskylduna. Það sé erfitt að vita af barninu sínu í brasilísku fangelsi sérstaklega þar sem aðstæður séu mjög slæmar. Hún segir þó létti að dóttir sín hafi ekki hlotið lengri dóm en hún hafi búið sig undir að svo gæti farið. Hún segir marga hafa staðið við bakið á Birgittu og stutt hana. Umræðan um málið hafi þó tekið á fjölskylduna. Birgitta hefur nú setið í hálft ár í fangelsi í Brasilíu sem dregst væntanlega frá dómnum. Esther segir að mögulega geti hún losnað úr fangelsi eftir tvö eða tvö og hálft ár. Hún þyrfti þó að vera lengur í Brasilíu eða á meðan á reynslulausn stæði.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira