Lána ríkinu til að byggja flughlað Sveinn Arnarson skrifar 10. júní 2016 05:00 Hagstætt er að flytja efnið úr göngunum í flughlað en ríkið setur ekki fé í það. Vísir/Auðunn Samgöngumál Stjórn Vaðlaheiðarganga hefur ákveðið að flytja um 20.000 rúmmetra af efni í flughlað Akureyrarflugvallar í þeirri von að hún fái það greitt seinna meir. Ekki eru til peningar hjá ríkinu til verksins og því ætla Vaðlaheiðargöng að lána ríkinu efni. „Við byrjuðum á mánudagsmorgni að keyra efni í flughlað Akureyrarflugvallar. Við munum greiða kostnaðinn við flutningana og lána þar með ríkinu það fjármagn. Við vonumst svo til að fá það greitt síðar meir,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Við gerum ráð fyrir að þessi útlagði kostnaður okkar verði greiddur af ríkinu þó við höfum ekkert í hendi okkar núna um það.“ Áætlaður kostnaður við efnisflutninginn nú er um 20 milljónir króna. Akureyrarbær hefur gagnrýnt ríkið fyrir að veita ekki fjármuni til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli þannig að hann geti tekið við millilandaflugi í auknum mæli. Til að mynda er bygging flughlaðsins ekki á samgönguáætlun ársins 2015-2018 sem enn er í meðförum þingsins. „Verktakinn þurfti að losa sig við efnið því það vantaði pláss á vinnusvæði ganganna. Því var um tvennt að velja; annaðhvort gefa efnið eða flytja það niður á flugvöll í þeirri von að fá það borgað seinna. Sá kostur var tekinn.“ segir Valgeir en hann áætlar að það taki um tvær til þrjár vikur að flytja efnið niður á flugvöll. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, vissi ekki af þessum áformum Vaðlaheiðarganga þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði framkvæmdina alfarið á hendi ríkisins og Isavia kæmi ekkert að stækkun flughlaðsins að svo stöddu. Áætlað er að um 175 þúsund rúmmetrar af efni þurfi í stækkun flughlaðsins. Nú hafa um 50 þúsund rúmmetrar verið settir í verkefnið og að þremur vikum liðnum verða því um 70 þúsund rúmmetrar komnir á flugvallarsvæðið. Því er ljóst að um 100 þúsund rúmmetra af efni úr göngunum mun þurfa í viðbót til að hlaðið verði fullbyggt. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Samgöngumál Stjórn Vaðlaheiðarganga hefur ákveðið að flytja um 20.000 rúmmetra af efni í flughlað Akureyrarflugvallar í þeirri von að hún fái það greitt seinna meir. Ekki eru til peningar hjá ríkinu til verksins og því ætla Vaðlaheiðargöng að lána ríkinu efni. „Við byrjuðum á mánudagsmorgni að keyra efni í flughlað Akureyrarflugvallar. Við munum greiða kostnaðinn við flutningana og lána þar með ríkinu það fjármagn. Við vonumst svo til að fá það greitt síðar meir,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Við gerum ráð fyrir að þessi útlagði kostnaður okkar verði greiddur af ríkinu þó við höfum ekkert í hendi okkar núna um það.“ Áætlaður kostnaður við efnisflutninginn nú er um 20 milljónir króna. Akureyrarbær hefur gagnrýnt ríkið fyrir að veita ekki fjármuni til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli þannig að hann geti tekið við millilandaflugi í auknum mæli. Til að mynda er bygging flughlaðsins ekki á samgönguáætlun ársins 2015-2018 sem enn er í meðförum þingsins. „Verktakinn þurfti að losa sig við efnið því það vantaði pláss á vinnusvæði ganganna. Því var um tvennt að velja; annaðhvort gefa efnið eða flytja það niður á flugvöll í þeirri von að fá það borgað seinna. Sá kostur var tekinn.“ segir Valgeir en hann áætlar að það taki um tvær til þrjár vikur að flytja efnið niður á flugvöll. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, vissi ekki af þessum áformum Vaðlaheiðarganga þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann sagði framkvæmdina alfarið á hendi ríkisins og Isavia kæmi ekkert að stækkun flughlaðsins að svo stöddu. Áætlað er að um 175 þúsund rúmmetrar af efni þurfi í stækkun flughlaðsins. Nú hafa um 50 þúsund rúmmetrar verið settir í verkefnið og að þremur vikum liðnum verða því um 70 þúsund rúmmetrar komnir á flugvallarsvæðið. Því er ljóst að um 100 þúsund rúmmetra af efni úr göngunum mun þurfa í viðbót til að hlaðið verði fullbyggt.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira