Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 10:49 Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. Alþjóðlegi klósettdagurinn er á morgun og vekja Veitur athygli á þessu vandamáli í tilefni dagsins. Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri hjá Veitum, segir fyrirtækið sjá rosalega miklu aukningu í notkun á blautþurrkum en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við sjáum þetta náttúrulega helst í dælunum okkar en þetta getur líka stíflað lagnir og við höfum alveg heyrt að lagnir hjá fólki stíflast þannig að það má alveg færa þetta yfir á heimilin líka,“ segir Íris. Hún segir að þetta séu blautþurrkur sem fólk noti fyrir börn, einnig til að þrífa farða og svo blautþurrkur sem notaðar eru til þrifa á heimilum. Íris segir að á sumum pakkningum standi að það megi sturta þurrkunum niður en það sé ekki sniðugt þar sem þurrkurnar séu alveg massífar og leysist illa upp heldur mynda frekar köggla og stífla lagnir og dælur. „Þetta er vandamál alls staðar og fráveitur um allan heim eru að taka það upp hvað það er sem leyfir framleiðendum að setja þetta á vörurnar,“ segir Íris. Hún kveðst ekki hafa skýringu á þessari miklu aukningu í notkun, það er hvort fólk sé bara meira að henda þurrkunum í klósettið eða hvort að verið sé að nota meira af þeim. Þetta hafi ekki vandamál fyrir rúmum tíu árum síðan en þetta sé þróun sem hafi verið í gangi síðastliðin átta ár eða svo. Íris brýnir því fyrir fólki að henda blautþurrkum ekki í klósettið heldur í ruslafötuna.Hlusta má á viðtalið við Írisi í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. Alþjóðlegi klósettdagurinn er á morgun og vekja Veitur athygli á þessu vandamáli í tilefni dagsins. Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri hjá Veitum, segir fyrirtækið sjá rosalega miklu aukningu í notkun á blautþurrkum en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við sjáum þetta náttúrulega helst í dælunum okkar en þetta getur líka stíflað lagnir og við höfum alveg heyrt að lagnir hjá fólki stíflast þannig að það má alveg færa þetta yfir á heimilin líka,“ segir Íris. Hún segir að þetta séu blautþurrkur sem fólk noti fyrir börn, einnig til að þrífa farða og svo blautþurrkur sem notaðar eru til þrifa á heimilum. Íris segir að á sumum pakkningum standi að það megi sturta þurrkunum niður en það sé ekki sniðugt þar sem þurrkurnar séu alveg massífar og leysist illa upp heldur mynda frekar köggla og stífla lagnir og dælur. „Þetta er vandamál alls staðar og fráveitur um allan heim eru að taka það upp hvað það er sem leyfir framleiðendum að setja þetta á vörurnar,“ segir Íris. Hún kveðst ekki hafa skýringu á þessari miklu aukningu í notkun, það er hvort fólk sé bara meira að henda þurrkunum í klósettið eða hvort að verið sé að nota meira af þeim. Þetta hafi ekki vandamál fyrir rúmum tíu árum síðan en þetta sé þróun sem hafi verið í gangi síðastliðin átta ár eða svo. Íris brýnir því fyrir fólki að henda blautþurrkum ekki í klósettið heldur í ruslafötuna.Hlusta má á viðtalið við Írisi í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira