Kolbeinn blæs á ásakanirnar: „Ég er að glíma við meiðsli og gat ekki spilað“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 11:28 Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var á meðal níu landsliðsmanna sem mættu á fyrstu æfingu strákanna okkar í formlegum undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Þarna voru mættir strákarnir sem spila í deildum þar sem keppni er lokið en þetta voru Kolbeinn, Aron Einar, Alfreð, Emil, Jón Daði, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg. Mikill áhugi er á íslenska landsliðinu en haugur af erlendum blaðamönnum frá Sviss, Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð voru mættir á æfinguna á Laugardalsvellinum í morgun. „Þetta er fyrsti dagurinn í undirbúningi og loksins er maður kominn heim. Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi og nú er ferlið og undirbúningurinn hafinn. Það er tilhlökkun í öllum. Maður sér hversu stórt þetta er strax á fyrsta deginum í dag. Það er mikið af blaðamönnum og nóg að gera,“ sagði Kolbeinn hress í samtali við Vísi.Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes.Vísir/AFPBlæs á þetta Kolbeinn náði ekki að klára tímabilið með liði sínu Nantes í Frakklandi vegna meiðsla á hné sem hann er að reyna að fá sig góðan af áður en Evrópumótið hefst. „Staðan í dag er mjög fín. Ég er mjög ánægður með hvernig hnéð er í dag. Ég fór í sprautu til Barcelona í síðustu viku til að láta létta á hnénu og fjarlægja verkina sem voru,“ sagði Kolbeinn um meiðslin. „Mér finnst það hafa virkað. Eins og staðan er í dag er ég mjög vongóður um að þetta blessist allt saman og verði mjög gott.“ „Það þarf mikið að gerast svo ég fari ekki með. Ég pæli ekkert í því. Ég tek bara einn dag í einu og sé hvernig ég er og reyni að bæta við æfingar á hverjum degi. Ég er í fínu formi. Ég er búinn að vera að æfa vel sjálfur og nú fer ég út á völl að jogga með Aroni Einari. Vonandi förum við saman í gegnum þetta og endum með því að komast saman á EM,“ sagði Kolbeinn. Íslenski framherjinn átti ekki góðu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 26 leikjum. Í síðasta mánuði skrifuðu nokkrir franskir fréttamiðlar um stöðu Kolbeins innan liðsins en hann var sagður óvinsæll og að spara sig fyrir Evrópumótið. Hann gefur lítið fyrir þennan fréttaflutning. „Ég ætla ekki að fara mikið út í þetta,“ sagði Kolbeinn um ásakanirnar við Vísi. „Það var svarað fyrir þetta í fjölmiðlum. Það er ekkert á bakvið þetta. Þetta er ekki besta staðan sem gat komið upp en það lá ekkert á bakvið þetta. Ég er bara að glíma við meiðsli og gat því ekki spilað leikina með liðinu. Þannig var staðan þannig ég blæs á þetta.“ „Að sjálfsögðu vonaðist ég samt eftir því að eiga betra fyrsta ár. Það voru miklar væntingar bundnar við mig þannig vonandi næ ég að sýna mitt rétta andlit á EM og taka næsta ár meiðslafrír og geta sýnt hvað ég get. Það var samt leiðinlegt að þetta ár var ekki það besta á ferlinum,“ sagði Kolbeinn, en er hann á útleið hjá Nantes? „Núna er ég bara að einbeita mér að því að ná mér góðum fyrir EM og spila vel þar. Svo kemur í ljós hvernig staðan verður,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji Íslands í fótbolta, var á meðal níu landsliðsmanna sem mættu á fyrstu æfingu strákanna okkar í formlegum undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi. Þarna voru mættir strákarnir sem spila í deildum þar sem keppni er lokið en þetta voru Kolbeinn, Aron Einar, Alfreð, Emil, Jón Daði, Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór, Sverrir Ingi Ingason og Jóhann Berg. Mikill áhugi er á íslenska landsliðinu en haugur af erlendum blaðamönnum frá Sviss, Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð voru mættir á æfinguna á Laugardalsvellinum í morgun. „Þetta er fyrsti dagurinn í undirbúningi og loksins er maður kominn heim. Ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi og nú er ferlið og undirbúningurinn hafinn. Það er tilhlökkun í öllum. Maður sér hversu stórt þetta er strax á fyrsta deginum í dag. Það er mikið af blaðamönnum og nóg að gera,“ sagði Kolbeinn hress í samtali við Vísi.Kolbeinn Sigþórsson í leik með Nantes.Vísir/AFPBlæs á þetta Kolbeinn náði ekki að klára tímabilið með liði sínu Nantes í Frakklandi vegna meiðsla á hné sem hann er að reyna að fá sig góðan af áður en Evrópumótið hefst. „Staðan í dag er mjög fín. Ég er mjög ánægður með hvernig hnéð er í dag. Ég fór í sprautu til Barcelona í síðustu viku til að láta létta á hnénu og fjarlægja verkina sem voru,“ sagði Kolbeinn um meiðslin. „Mér finnst það hafa virkað. Eins og staðan er í dag er ég mjög vongóður um að þetta blessist allt saman og verði mjög gott.“ „Það þarf mikið að gerast svo ég fari ekki með. Ég pæli ekkert í því. Ég tek bara einn dag í einu og sé hvernig ég er og reyni að bæta við æfingar á hverjum degi. Ég er í fínu formi. Ég er búinn að vera að æfa vel sjálfur og nú fer ég út á völl að jogga með Aroni Einari. Vonandi förum við saman í gegnum þetta og endum með því að komast saman á EM,“ sagði Kolbeinn. Íslenski framherjinn átti ekki góðu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili með Nantes en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 26 leikjum. Í síðasta mánuði skrifuðu nokkrir franskir fréttamiðlar um stöðu Kolbeins innan liðsins en hann var sagður óvinsæll og að spara sig fyrir Evrópumótið. Hann gefur lítið fyrir þennan fréttaflutning. „Ég ætla ekki að fara mikið út í þetta,“ sagði Kolbeinn um ásakanirnar við Vísi. „Það var svarað fyrir þetta í fjölmiðlum. Það er ekkert á bakvið þetta. Þetta er ekki besta staðan sem gat komið upp en það lá ekkert á bakvið þetta. Ég er bara að glíma við meiðsli og gat því ekki spilað leikina með liðinu. Þannig var staðan þannig ég blæs á þetta.“ „Að sjálfsögðu vonaðist ég samt eftir því að eiga betra fyrsta ár. Það voru miklar væntingar bundnar við mig þannig vonandi næ ég að sýna mitt rétta andlit á EM og taka næsta ár meiðslafrír og geta sýnt hvað ég get. Það var samt leiðinlegt að þetta ár var ekki það besta á ferlinum,“ sagði Kolbeinn, en er hann á útleið hjá Nantes? „Núna er ég bara að einbeita mér að því að ná mér góðum fyrir EM og spila vel þar. Svo kemur í ljós hvernig staðan verður,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Sjá meira