Nýtt lag frá Ólafi F: „Fortíð mín innan um skuggaverur stjórnmálanna í Ráðhúsinu, langt að baki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2016 12:56 Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, hefur sent frá sér nýtt lag. Það ber titilinn Gott og göfugt hjarta.Ólafur samdi lagið sjálfur sem og ljóðið en Guðlaug Dröf Ólafsdóttir syngur með honum. Útsetning, hljóðfæraleikur og hljóðritun var í höndum Vilhjálms Guðjónssonar og kvikmyndataka og klipping í umsjón Friðriks Grétarssonar.„Tilurð lagsins er sú, að ég settist við tölvuskjáinn snemma dags á útmánuðum og varð hugsað til þess, hve glaður yngsti sonur minn var oft í æsku og minntist þess, þegar hann sagði: „Pabbi, ég er með svo glatt hjarta.“ Nær samstundis kom laglínan, sem breyttist úr „Ég er með glatt hjarta“ í „Gott og göfugt hjarta“ til að stuðla mætti og höfuðstafa það sem á eftir kæmi,“ segir Ólafur„Endanleg gerð lags og ljóðs var komin 9. apríl sl. en lagið hefur dýpkað og orðið íburðarmeira frá þeim tíma fyrir tilstuðlan tónmeistara míns og útsetjara Vilhjálms Guðjónssonar, sem leikur á öll hljóðfæri í laginu. Söngkennari minn og söngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir sá til þess, að söngur minn við lagið er býsna góður og hún hjálpar til í söngnum, bæði með röddun og samsöng, og gerir það geysivel, enda mikið lærð og frábær söngkona,“ bætir borgarstjórinn fyrrverandi við„Það var hugmynd Friðriks kvikmyndatökumanns að taka myndband með mér fyrir framan Ráðhúsið, því að honum fannst kjörið að láta texta lagsins þar sem segir „Gakktu veginn góða“ fylgja mynd af mér að ganga einmitt veginn út í birtuna frá Ráðhúsinu með allt sitt undirmál og óheilindi, eins og ég gerði líka á miðjum síðasta borgarstjórnarfundi mínum, 1. júní 2010, þegar ég gekk út í sólina og vorið og yfirgaf þá hraklegu samkundu sem borgarstjórn Reykjavíkur er orðin. Eins og myndbandið og mín fallegu lög og ljóð bera með sér er fortíð mín innan um skuggaverur stjórnmálanna í Ráðhúsinu, langt að baki!Já, ég geng fram veginn, mót birtu lífsins og stend „beinn í stafni, stælt uns birta dvín.”Ljóðið í heild fylgir hér að neðan:Gott og göfugt hjarta og gæfan við þér skín.Framtíð færðu bjartafriður berst til þín.Láttu af þér leiða ljúfan sannleikann.Engan átt að meiða ekki nokkurn mann.Gakktu veginn góðagæsku inn um dyr.Söngur hátt mun hljóðahátt sem aldrei fyrr.Í Kristíkærleiks nafni kemur ljós til þín.Stattu beinn í stafnistælt uns birta dvín. Tónlist Tengdar fréttir Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. 15. október 2015 08:00 Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, hefur sent frá sér nýtt lag. Það ber titilinn Gott og göfugt hjarta.Ólafur samdi lagið sjálfur sem og ljóðið en Guðlaug Dröf Ólafsdóttir syngur með honum. Útsetning, hljóðfæraleikur og hljóðritun var í höndum Vilhjálms Guðjónssonar og kvikmyndataka og klipping í umsjón Friðriks Grétarssonar.„Tilurð lagsins er sú, að ég settist við tölvuskjáinn snemma dags á útmánuðum og varð hugsað til þess, hve glaður yngsti sonur minn var oft í æsku og minntist þess, þegar hann sagði: „Pabbi, ég er með svo glatt hjarta.“ Nær samstundis kom laglínan, sem breyttist úr „Ég er með glatt hjarta“ í „Gott og göfugt hjarta“ til að stuðla mætti og höfuðstafa það sem á eftir kæmi,“ segir Ólafur„Endanleg gerð lags og ljóðs var komin 9. apríl sl. en lagið hefur dýpkað og orðið íburðarmeira frá þeim tíma fyrir tilstuðlan tónmeistara míns og útsetjara Vilhjálms Guðjónssonar, sem leikur á öll hljóðfæri í laginu. Söngkennari minn og söngkonan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir sá til þess, að söngur minn við lagið er býsna góður og hún hjálpar til í söngnum, bæði með röddun og samsöng, og gerir það geysivel, enda mikið lærð og frábær söngkona,“ bætir borgarstjórinn fyrrverandi við„Það var hugmynd Friðriks kvikmyndatökumanns að taka myndband með mér fyrir framan Ráðhúsið, því að honum fannst kjörið að láta texta lagsins þar sem segir „Gakktu veginn góða“ fylgja mynd af mér að ganga einmitt veginn út í birtuna frá Ráðhúsinu með allt sitt undirmál og óheilindi, eins og ég gerði líka á miðjum síðasta borgarstjórnarfundi mínum, 1. júní 2010, þegar ég gekk út í sólina og vorið og yfirgaf þá hraklegu samkundu sem borgarstjórn Reykjavíkur er orðin. Eins og myndbandið og mín fallegu lög og ljóð bera með sér er fortíð mín innan um skuggaverur stjórnmálanna í Ráðhúsinu, langt að baki!Já, ég geng fram veginn, mót birtu lífsins og stend „beinn í stafni, stælt uns birta dvín.”Ljóðið í heild fylgir hér að neðan:Gott og göfugt hjarta og gæfan við þér skín.Framtíð færðu bjartafriður berst til þín.Láttu af þér leiða ljúfan sannleikann.Engan átt að meiða ekki nokkurn mann.Gakktu veginn góðagæsku inn um dyr.Söngur hátt mun hljóðahátt sem aldrei fyrr.Í Kristíkærleiks nafni kemur ljós til þín.Stattu beinn í stafnistælt uns birta dvín.
Tónlist Tengdar fréttir Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. 15. október 2015 08:00 Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56 Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur. 15. október 2015 08:00
Fyrrverandi borgarstjóri sendir frá sér lagið „Máttur gæskunnar“ Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, er afkastamikill þessa dagana þegar kemur að tónsmíðum. 13. október 2015 12:56
Nýtt lag frá Ólafi F. Magnússyni Ólafur syngur lagið sjálfur en Gunnar Þórðarson og Vilhjálmur Guðjónsson sjá um gítarleik. 3. október 2015 09:35