Ríkisstjórnin hafi sýnt kæruleysi þegar komi að málefnum ferðamanna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 15:35 Róbert Marshall Vísir/gva Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir Ísland ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem búist sé við í sumar líkt og staðan sé nú. Stjórnvöld hafi látið lausatök og kæruleysi ráða för þegar komi að málefnum ferðamanna. Róbert lýsti yfir áhyggjum yfir stöðu mála á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt til þess að undirbúa eitt mesta ferðamannasumar sögunnar. Hann sagðist hafa farið á Þingvelli í gær til þess að skoða gjaldtökuna sem nýlega var tekin upp. Ástandið hafi verið langt frá því að vera gott. „Það er skemmst frá því að segja að bílastæðin við Hakið eru sprungin og það var stór löng biðröð við stöðumælinn þar sem menn greiða fyrir að leggja. Nú er það því miður þannig að það er gríðarlegur straumur á mjög marga ferðamannastaði, sem er jákvætt út af fyrir sig, en þeir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum mikla straumi,“ sagði Róbert. Hann sagði að ítrekað hafi verið bent á þetta, óskað eftir svörum og spurt um efndir en að ekkert bóli á lausnum. „Samgöngukerfi landsins liggur undir skemmdum. Sameiginlegar eignir okkar landsmanna í þeim infrastrúktúr eru að rýrna. Eignir okkar eru að rýrna á uppgangstíma vegna þess að ríkisstjórn Íslands hefur látið lausatök og kæruleysi vera einkennisorð sinnar stjórnartíðar. Það eru lausatök á öllum sviðum hins íslenska stjórnkerfis,“ sagði Róbert. Það sé að koma í ljós núna, enda séu Íslendingar algjörlega óundirbúnir til þess að taka við því sem við blasi. „Stærsta ferðasumar lýðveldissögunnar er fram undan.“ Alþingi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir Ísland ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem búist sé við í sumar líkt og staðan sé nú. Stjórnvöld hafi látið lausatök og kæruleysi ráða för þegar komi að málefnum ferðamanna. Róbert lýsti yfir áhyggjum yfir stöðu mála á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt til þess að undirbúa eitt mesta ferðamannasumar sögunnar. Hann sagðist hafa farið á Þingvelli í gær til þess að skoða gjaldtökuna sem nýlega var tekin upp. Ástandið hafi verið langt frá því að vera gott. „Það er skemmst frá því að segja að bílastæðin við Hakið eru sprungin og það var stór löng biðröð við stöðumælinn þar sem menn greiða fyrir að leggja. Nú er það því miður þannig að það er gríðarlegur straumur á mjög marga ferðamannastaði, sem er jákvætt út af fyrir sig, en þeir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum mikla straumi,“ sagði Róbert. Hann sagði að ítrekað hafi verið bent á þetta, óskað eftir svörum og spurt um efndir en að ekkert bóli á lausnum. „Samgöngukerfi landsins liggur undir skemmdum. Sameiginlegar eignir okkar landsmanna í þeim infrastrúktúr eru að rýrna. Eignir okkar eru að rýrna á uppgangstíma vegna þess að ríkisstjórn Íslands hefur látið lausatök og kæruleysi vera einkennisorð sinnar stjórnartíðar. Það eru lausatök á öllum sviðum hins íslenska stjórnkerfis,“ sagði Róbert. Það sé að koma í ljós núna, enda séu Íslendingar algjörlega óundirbúnir til þess að taka við því sem við blasi. „Stærsta ferðasumar lýðveldissögunnar er fram undan.“
Alþingi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Sjá meira