Tólf kynferðisbrot frá árinu 2011 eru sögð tengjast kampavínsklúbbunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Upphafsmaður umræðu á Alþingi um kampavínsklúbba sagði þá vera sér þyrni í augum. NordicPhotos/Getty Frá árinu 2011 hafa 66 brot sem tengjast svokölluðum kampavínsklúbbum verið skráð í málaskrá lögreglu. Þetta kom fram í máli Ólafar Nordal innanríkisráðherra í sérstakri umræðu um kampavínsklúbba á Alþingi í gær. Ólöf sagði að af þessum 66 brotum væru tólf kynferðisbrot og þar af 11 brot sem tengjast vændi. Ólöf sagði að þessir staðir væru leyfisskyldir og þeim væri ekki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar. Upphafsmaður umræðunnar var Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn sagði að starfsemi kampavínsklúbba hefði lengi verið sér þyrnir í augum. Vændi og mansal sem tengjast þessum stöðum væri vandamál. Vildi Þorsteinn vita hvort innanríkisráðherra teldi að lagabreytingu þyrfti til að koma böndum á klúbbana og hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Ólöf Nordal svaraði því til að starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba væri eftirlitsskyld. Þeim væri bannað að gera út á nektarsýningar og nekt starfsmanna eða annarra. „Um þessar mundir er mikil vitundarvakning innan samfélagsins um vændi og mansal,“ sagði Ólöf. Að sögn innanríkisráðherra er nú á vegum ráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun gegn mansali. „Í því samhengi ber að geta þess að hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð aukin áhersla á brot er tengjast mansali og vændi. Rannsóknir á mansali og vændi hafa verið settar í forgang og sérstakur lögreglufulltrúi embættisins gerður ábyrgur fyrir rannsóknum á umræddum brotum,“ sagði ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Frá árinu 2011 hafa 66 brot sem tengjast svokölluðum kampavínsklúbbum verið skráð í málaskrá lögreglu. Þetta kom fram í máli Ólafar Nordal innanríkisráðherra í sérstakri umræðu um kampavínsklúbba á Alþingi í gær. Ólöf sagði að af þessum 66 brotum væru tólf kynferðisbrot og þar af 11 brot sem tengjast vændi. Ólöf sagði að þessir staðir væru leyfisskyldir og þeim væri ekki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar. Upphafsmaður umræðunnar var Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn sagði að starfsemi kampavínsklúbba hefði lengi verið sér þyrnir í augum. Vændi og mansal sem tengjast þessum stöðum væri vandamál. Vildi Þorsteinn vita hvort innanríkisráðherra teldi að lagabreytingu þyrfti til að koma böndum á klúbbana og hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Ólöf Nordal svaraði því til að starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba væri eftirlitsskyld. Þeim væri bannað að gera út á nektarsýningar og nekt starfsmanna eða annarra. „Um þessar mundir er mikil vitundarvakning innan samfélagsins um vændi og mansal,“ sagði Ólöf. Að sögn innanríkisráðherra er nú á vegum ráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun gegn mansali. „Í því samhengi ber að geta þess að hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð aukin áhersla á brot er tengjast mansali og vændi. Rannsóknir á mansali og vændi hafa verið settar í forgang og sérstakur lögreglufulltrúi embættisins gerður ábyrgur fyrir rannsóknum á umræddum brotum,“ sagði ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira