Emil: Veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2016 07:00 Emil Hallfreðsson er brattur þrátt fyrir erfitt gengi á Ítalíu undanfarna tólf mánuði. Vísir/Getty „Það er ótrúlega gott að koma heim til Íslands og hitta fjölskyldu og vini og auðvitað strákana,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Emil er einn af níu strákum á leiðinni til Frakklands sem eru mættir til æfinga með íslenska liðinu. Emil spilar í ítölsku A-deildinni með Udinese þar sem deildarkeppni er lokið. Hann skipti um lið í janúarglugganum og yfirgaf þá Hellas Verona sem hann hjálpaði úr C-deild og upp í þá efstu.Vísir/Getty30 leikir á ári er fínt „Þetta var svolítið sérstakt tímabil því ég skipti um lið í janúar. Þáverandi þjálfari liðsins setti mikla pressu á að fá mig en svo var hann rekinn eftir nokkra leiki,“ segir Emil en brottrekstur þjálfara í ítölsku A-deildinni er daglegt brauð. Emil byrjaði alla leiki fyrir Verona og til að byrja með hjá Udinese en undir lokin þurfti hann að sitja mikið á bekknum. „Ég spilaði alveg slatta af leikjum en undir lokin minnkaði þetta aðeins. En ef ég var ekki í byrjunarliðinu kom ég alltaf inn á. Ég fékk fínan spiltíma á þessu tímabili. Ég spilaði um 30 leiki en 30 leikir á ári er fínt,“ segir Emil.Verður að tapa líka Hellas Verona, gamla lið Emils, féll úr deildinni en það vann ekki leik fyrir áramót. Udinese gekk svo mjög illa eftir áramót og vann ekki leik þegar Emil spilaði. Ekki að það hafi verið honum að kenna. Í heildina er Emil aðeins búinn að taka þátt í einum sigurleik í ítölsku deildinni á síðustu ellefu mánuðum. Hann tekur því samt – eins og öllu öðru – með stóískri ró. „Ef ég lít á síðustu sex ár á Ítalíu þá vann ég bara. Svo kemur eitt ár þar sem maður tapar mörgum leikjum. Ef maður myndi bara vinna myndi maður aldrei læra neitt nýtt. Ég lít á þetta sem lærdómsríkt ár og er bara spurning um að spýta í lófana þegar maður lendir í smá mótlæti,“ segir Emil. Evrópumótið er fram undan og telja flestir spekingar og þjóðin öll að byrjunarliðið í fyrsta leik sé meira og minna klárt. Eina spurningin hjá flestum er bara hver byrjar frammi við hlið Kolbeins. Emil ætlar sér eins og aðrir í liðinu byrjunarliðssæti í St. Étienne 14. júní.Vísir/GettyÓtrúlegt ævintýri „Ég veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið. Ég held að þjóðin hafi aldrei ákveðið liðið samt,“ segir Emil en hann spilaði sex leiki í byrjunarliðinu í undankeppninni. „Auðvitað hefur byrjunarliðið verið svipað en ég spilaði sex leiki sem byrjunarliðsmaður í undankeppninni þannig að ég tel mig eiga séns á að geta byrjað. Maður væri eitthvað sérstakur ef maður hefði ekki trú á því.“ Hafnfirðingurinn getur ekki beðið eftir að EM byrji enda hlutirnir orðnir raunverulegri en nokkru sinni fyrr þegar formlegar æfingar fyrir mótið eru hafnar. „Þetta er að gerast núna sem er ótrúlega skemmtilegt. Þetta á eftir að verða ótrúlegt ævintýri sem verður gaman að taka þátt í. Við ætlum að gera okkar besta þarna úti,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
„Það er ótrúlega gott að koma heim til Íslands og hitta fjölskyldu og vini og auðvitað strákana,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið á æfingu liðsins í byrjun vikunnar. Emil er einn af níu strákum á leiðinni til Frakklands sem eru mættir til æfinga með íslenska liðinu. Emil spilar í ítölsku A-deildinni með Udinese þar sem deildarkeppni er lokið. Hann skipti um lið í janúarglugganum og yfirgaf þá Hellas Verona sem hann hjálpaði úr C-deild og upp í þá efstu.Vísir/Getty30 leikir á ári er fínt „Þetta var svolítið sérstakt tímabil því ég skipti um lið í janúar. Þáverandi þjálfari liðsins setti mikla pressu á að fá mig en svo var hann rekinn eftir nokkra leiki,“ segir Emil en brottrekstur þjálfara í ítölsku A-deildinni er daglegt brauð. Emil byrjaði alla leiki fyrir Verona og til að byrja með hjá Udinese en undir lokin þurfti hann að sitja mikið á bekknum. „Ég spilaði alveg slatta af leikjum en undir lokin minnkaði þetta aðeins. En ef ég var ekki í byrjunarliðinu kom ég alltaf inn á. Ég fékk fínan spiltíma á þessu tímabili. Ég spilaði um 30 leiki en 30 leikir á ári er fínt,“ segir Emil.Verður að tapa líka Hellas Verona, gamla lið Emils, féll úr deildinni en það vann ekki leik fyrir áramót. Udinese gekk svo mjög illa eftir áramót og vann ekki leik þegar Emil spilaði. Ekki að það hafi verið honum að kenna. Í heildina er Emil aðeins búinn að taka þátt í einum sigurleik í ítölsku deildinni á síðustu ellefu mánuðum. Hann tekur því samt – eins og öllu öðru – með stóískri ró. „Ef ég lít á síðustu sex ár á Ítalíu þá vann ég bara. Svo kemur eitt ár þar sem maður tapar mörgum leikjum. Ef maður myndi bara vinna myndi maður aldrei læra neitt nýtt. Ég lít á þetta sem lærdómsríkt ár og er bara spurning um að spýta í lófana þegar maður lendir í smá mótlæti,“ segir Emil. Evrópumótið er fram undan og telja flestir spekingar og þjóðin öll að byrjunarliðið í fyrsta leik sé meira og minna klárt. Eina spurningin hjá flestum er bara hver byrjar frammi við hlið Kolbeins. Emil ætlar sér eins og aðrir í liðinu byrjunarliðssæti í St. Étienne 14. júní.Vísir/GettyÓtrúlegt ævintýri „Ég veit ekki hvort þjálfararnir eru búnir að ákveða liðið. Ég held að þjóðin hafi aldrei ákveðið liðið samt,“ segir Emil en hann spilaði sex leiki í byrjunarliðinu í undankeppninni. „Auðvitað hefur byrjunarliðið verið svipað en ég spilaði sex leiki sem byrjunarliðsmaður í undankeppninni þannig að ég tel mig eiga séns á að geta byrjað. Maður væri eitthvað sérstakur ef maður hefði ekki trú á því.“ Hafnfirðingurinn getur ekki beðið eftir að EM byrji enda hlutirnir orðnir raunverulegri en nokkru sinni fyrr þegar formlegar æfingar fyrir mótið eru hafnar. „Þetta er að gerast núna sem er ótrúlega skemmtilegt. Þetta á eftir að verða ótrúlegt ævintýri sem verður gaman að taka þátt í. Við ætlum að gera okkar besta þarna úti,“ segir Emil Hallfreðsson.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira