Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2016 22:59 Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi í upphafi síðasta mánaðar um að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning kosninga kæmi til með að velta á framvindu þingmála. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag að hann sæi ekki mikla kosti við það að flýta kosningum. Þá hafa einstaka þingmenn flokksins lýst því yfir að réttara væri að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Fréttastofa leitaði til allra þingmanna Framsóknarflokksins sem ekki hafa opinberlega lýst sinni skoðun á málinu og spurði: Styður þú að boðað verði til alþingiskosninga í haust? Af 19 þingmönnum flokksins sagðist aðeins einn styðja það að boðað yrði til kosninga í haust. Níu þingmenn sögðust styðja að boðað yrði til kosninga í haust, með fyrirvara um að tiltekin mál yrðu kláruð á Alþingi. Sex þingmenn sögðu nei við spurningu fréttastofu en þrír gáfu ekki upp afstöðu eða svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins grundvallað á því að tiltekin mál verði kláruð og í kjölfarið boðað til kosninga. „Þingstörfin hafa gengið ágætlega að undanförnu. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af framhaldi þingstarfa og þess vegna eru engar forsendur fyrir því að fara að tala um breyttar dagsetningar fyrir kosningarnar. Í samtölum mínum við forsætisráðherra hefur þetta verið alveg skýrt,” segir Bjarni Benediktsson. Ef að þið náið ekki öllum þessu stóru málum í gegn, munu þá kosningarnar frestast? „Það er algjörlega ótímabært að fara að spá einhverju slíku,” segir Bjarni. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi í upphafi síðasta mánaðar um að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning kosninga kæmi til með að velta á framvindu þingmála. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag að hann sæi ekki mikla kosti við það að flýta kosningum. Þá hafa einstaka þingmenn flokksins lýst því yfir að réttara væri að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Fréttastofa leitaði til allra þingmanna Framsóknarflokksins sem ekki hafa opinberlega lýst sinni skoðun á málinu og spurði: Styður þú að boðað verði til alþingiskosninga í haust? Af 19 þingmönnum flokksins sagðist aðeins einn styðja það að boðað yrði til kosninga í haust. Níu þingmenn sögðust styðja að boðað yrði til kosninga í haust, með fyrirvara um að tiltekin mál yrðu kláruð á Alþingi. Sex þingmenn sögðu nei við spurningu fréttastofu en þrír gáfu ekki upp afstöðu eða svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins grundvallað á því að tiltekin mál verði kláruð og í kjölfarið boðað til kosninga. „Þingstörfin hafa gengið ágætlega að undanförnu. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af framhaldi þingstarfa og þess vegna eru engar forsendur fyrir því að fara að tala um breyttar dagsetningar fyrir kosningarnar. Í samtölum mínum við forsætisráðherra hefur þetta verið alveg skýrt,” segir Bjarni Benediktsson. Ef að þið náið ekki öllum þessu stóru málum í gegn, munu þá kosningarnar frestast? „Það er algjörlega ótímabært að fara að spá einhverju slíku,” segir Bjarni.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira