Mótmæli í Frakklandi gætu sett Evrópumótið í uppnám Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2016 16:43 Frönsk verkalýðsfélög hafa boðað aukna hörku í mótmælaaðgerðum gegn nýrri vinnulöggjöf ríkisstjórnarinnar. Fjallað er um málið á vef Bloomberg. Mótmælin og verkföllin hafa staðið yfir í nokkrar vikur en meðal afleiðinga þeirra er að hörgull er á eldsneyti á bensínsstöðvum landsins. Stefnt er að því að starfsmenn í neðanjarðarlestakerfi Parísar, höfnum og flugvöllum landsins leggi niður störf í komandi viku. Óvíst er þó að hvaða marki því verður fylgt. Stuðningur við Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, fer þverrandi og mælist nú um 25 prósent. Þrátt fyrir það hefur hann gefið út að stjórnin muni hvergi kvika frá áætlunum sínum. „Ef við myndum láta undan kröfum verkalýðsfélaganna og fólksins á götum úti vegna skammtímahagsmuna myndum við tapa öllu,“ sagði Valls í samtali við franska blaðið Journal du Dimanche. Forsetakosningar eru áætlaðar í landinu að ári og er talið ólíklegt að Sósíalistaflokkur landsins, sem bæði Valls og Francois Hollande, forseti, tilheyra, muni vera í náðinni verði haldið áfram á sömu braut. Verkalýðsfélög landsins hafa kallað eftir því að umdeild löggjöf, sem gerir vinnuveitendum auðveldara um vik að ráða, reka og semja um kaup og kjör, verði dregin til baka. Hluti verkalýðsfélaga landsins hefur boðað aðgerðir í komandi viku meðan önnur ætla að sitja á sér. Þau stefna hins vegar að því að grípa til vopna í annarri viku júní mánaðar en um það leiti hefst Evrópumótið í knattspyrnu í landinu. Talið er að stjórnvöld muni leggja allt kapp á að ástandið verði ásættanlegt þegar mótið hefst. Tengdar fréttir Mótmæli í öllum helstu borgum Frakklands Olíu- og bensínskortur blasir nú við í Frakklandi vegna mótmæla gegn umdeildri vinnulöggjöf. 27. maí 2016 07:00 Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
Frönsk verkalýðsfélög hafa boðað aukna hörku í mótmælaaðgerðum gegn nýrri vinnulöggjöf ríkisstjórnarinnar. Fjallað er um málið á vef Bloomberg. Mótmælin og verkföllin hafa staðið yfir í nokkrar vikur en meðal afleiðinga þeirra er að hörgull er á eldsneyti á bensínsstöðvum landsins. Stefnt er að því að starfsmenn í neðanjarðarlestakerfi Parísar, höfnum og flugvöllum landsins leggi niður störf í komandi viku. Óvíst er þó að hvaða marki því verður fylgt. Stuðningur við Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, fer þverrandi og mælist nú um 25 prósent. Þrátt fyrir það hefur hann gefið út að stjórnin muni hvergi kvika frá áætlunum sínum. „Ef við myndum láta undan kröfum verkalýðsfélaganna og fólksins á götum úti vegna skammtímahagsmuna myndum við tapa öllu,“ sagði Valls í samtali við franska blaðið Journal du Dimanche. Forsetakosningar eru áætlaðar í landinu að ári og er talið ólíklegt að Sósíalistaflokkur landsins, sem bæði Valls og Francois Hollande, forseti, tilheyra, muni vera í náðinni verði haldið áfram á sömu braut. Verkalýðsfélög landsins hafa kallað eftir því að umdeild löggjöf, sem gerir vinnuveitendum auðveldara um vik að ráða, reka og semja um kaup og kjör, verði dregin til baka. Hluti verkalýðsfélaga landsins hefur boðað aðgerðir í komandi viku meðan önnur ætla að sitja á sér. Þau stefna hins vegar að því að grípa til vopna í annarri viku júní mánaðar en um það leiti hefst Evrópumótið í knattspyrnu í landinu. Talið er að stjórnvöld muni leggja allt kapp á að ástandið verði ásættanlegt þegar mótið hefst.
Tengdar fréttir Mótmæli í öllum helstu borgum Frakklands Olíu- og bensínskortur blasir nú við í Frakklandi vegna mótmæla gegn umdeildri vinnulöggjöf. 27. maí 2016 07:00 Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
Mótmæli í öllum helstu borgum Frakklands Olíu- og bensínskortur blasir nú við í Frakklandi vegna mótmæla gegn umdeildri vinnulöggjöf. 27. maí 2016 07:00
Átta íslenskir lögreglumenn standa vaktina á EM í Frakklandi Ríkisstjórn Íslands setur allt að 20 milljónir króna í verkefnið. 24. maí 2016 15:25