Sagðist ekki lengur hafa stuðning flokksfélaga Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. maí 2016 06:00 Werner Faymann hefur verið kanslari Austurríkis í nærri sjö og hálft ár. Fréttablaðið/EPA Werner Faymann kanslari hefur sagt af sér, hálfum mánuði eftir að Sósíaldemókrataflokkur hans galt afhroð í fyrri umferð forsetakosninga. Faymann segist ekki lengur hafa stuðning flokksfélaga sinna: „Meirihlutinn dugar ekki,“ segir hann. „Þetta land þarf kanslara sem hefur flokkinn allan að baki sér.“ Flokkurinn segir að arftaki hans verði kynntur þjóðinni á þriðjudag í næstu viku. Formlega verði hann svo kosinn á flokksþingi þann 25. júní. Mikil ólga hefur verið innan flokksins síðustu vikur og mánuði, bæði vegna kosninganna en einnig vegna þess að Faymann ákvað í mars að ekki yrði tekið við nema 80 umsóknum hælisleitenda á dag. Jafnframt var landamærunum að Slóveníu lokað, en þaðan hafði meginstraumur flóttafólks til Austurríkis komið. Faymann hafði fram að því eindregið stutt stefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að taka vel á móti öllu því flóttafólki, sem kæmi til Evrópulanda frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og víðar. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti ávarp á austurríska þinginu 28. apríl og gagnrýndi þar harðlega nýtekna ákvörðun þingsins um að loka landamærunum, að fyrirmynd Ungverjalands og fleiri landa í austanverðri Evrópu. Fyrri umferð forsetakosninganna fór þannig, að Norbert Hofer, frambjóðandi Frelsisflokksins, hlaut 36 prósent atkvæða og Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja, fékk 20 prósent. Kosið verður á milli þeirra tveggja í seinni umferð kosninganna sunnudaginn 22. maí næstkomandi. Frambjóðandi sósíaldemókrata fékk aðeins 11 prósent atkvæða. Frelsisflokkur Hofers er flokkur þjóðernissinna yst af hægri vængnum, sami flokkur og Jörg Haider var í forystu fyrir í hálfan annan áratug undir lok síðustu aldar. Flokkurinn hefur verið harðastur austurrískra flokka í andstöðu við útlendinga og flóttafólk. Margir félagar Faymanns í Sósíaldemókrataflokknum segja hann hafa fært sig of langt í áttina að Frelsisflokknum. Faymann hefur verið kanslari Austurríkis í nærri sjö og hálft ár, eða frá því í desember árið 2008. Austurrískir fjölmiðlar segja Christian Kern líklegan arftaka Faymanns. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Werner Faymann kanslari hefur sagt af sér, hálfum mánuði eftir að Sósíaldemókrataflokkur hans galt afhroð í fyrri umferð forsetakosninga. Faymann segist ekki lengur hafa stuðning flokksfélaga sinna: „Meirihlutinn dugar ekki,“ segir hann. „Þetta land þarf kanslara sem hefur flokkinn allan að baki sér.“ Flokkurinn segir að arftaki hans verði kynntur þjóðinni á þriðjudag í næstu viku. Formlega verði hann svo kosinn á flokksþingi þann 25. júní. Mikil ólga hefur verið innan flokksins síðustu vikur og mánuði, bæði vegna kosninganna en einnig vegna þess að Faymann ákvað í mars að ekki yrði tekið við nema 80 umsóknum hælisleitenda á dag. Jafnframt var landamærunum að Slóveníu lokað, en þaðan hafði meginstraumur flóttafólks til Austurríkis komið. Faymann hafði fram að því eindregið stutt stefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að taka vel á móti öllu því flóttafólki, sem kæmi til Evrópulanda frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og víðar. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti ávarp á austurríska þinginu 28. apríl og gagnrýndi þar harðlega nýtekna ákvörðun þingsins um að loka landamærunum, að fyrirmynd Ungverjalands og fleiri landa í austanverðri Evrópu. Fyrri umferð forsetakosninganna fór þannig, að Norbert Hofer, frambjóðandi Frelsisflokksins, hlaut 36 prósent atkvæða og Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja, fékk 20 prósent. Kosið verður á milli þeirra tveggja í seinni umferð kosninganna sunnudaginn 22. maí næstkomandi. Frambjóðandi sósíaldemókrata fékk aðeins 11 prósent atkvæða. Frelsisflokkur Hofers er flokkur þjóðernissinna yst af hægri vængnum, sami flokkur og Jörg Haider var í forystu fyrir í hálfan annan áratug undir lok síðustu aldar. Flokkurinn hefur verið harðastur austurrískra flokka í andstöðu við útlendinga og flóttafólk. Margir félagar Faymanns í Sósíaldemókrataflokknum segja hann hafa fært sig of langt í áttina að Frelsisflokknum. Faymann hefur verið kanslari Austurríkis í nærri sjö og hálft ár, eða frá því í desember árið 2008. Austurrískir fjölmiðlar segja Christian Kern líklegan arftaka Faymanns.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira