Sagðist ekki lengur hafa stuðning flokksfélaga Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. maí 2016 06:00 Werner Faymann hefur verið kanslari Austurríkis í nærri sjö og hálft ár. Fréttablaðið/EPA Werner Faymann kanslari hefur sagt af sér, hálfum mánuði eftir að Sósíaldemókrataflokkur hans galt afhroð í fyrri umferð forsetakosninga. Faymann segist ekki lengur hafa stuðning flokksfélaga sinna: „Meirihlutinn dugar ekki,“ segir hann. „Þetta land þarf kanslara sem hefur flokkinn allan að baki sér.“ Flokkurinn segir að arftaki hans verði kynntur þjóðinni á þriðjudag í næstu viku. Formlega verði hann svo kosinn á flokksþingi þann 25. júní. Mikil ólga hefur verið innan flokksins síðustu vikur og mánuði, bæði vegna kosninganna en einnig vegna þess að Faymann ákvað í mars að ekki yrði tekið við nema 80 umsóknum hælisleitenda á dag. Jafnframt var landamærunum að Slóveníu lokað, en þaðan hafði meginstraumur flóttafólks til Austurríkis komið. Faymann hafði fram að því eindregið stutt stefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að taka vel á móti öllu því flóttafólki, sem kæmi til Evrópulanda frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og víðar. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti ávarp á austurríska þinginu 28. apríl og gagnrýndi þar harðlega nýtekna ákvörðun þingsins um að loka landamærunum, að fyrirmynd Ungverjalands og fleiri landa í austanverðri Evrópu. Fyrri umferð forsetakosninganna fór þannig, að Norbert Hofer, frambjóðandi Frelsisflokksins, hlaut 36 prósent atkvæða og Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja, fékk 20 prósent. Kosið verður á milli þeirra tveggja í seinni umferð kosninganna sunnudaginn 22. maí næstkomandi. Frambjóðandi sósíaldemókrata fékk aðeins 11 prósent atkvæða. Frelsisflokkur Hofers er flokkur þjóðernissinna yst af hægri vængnum, sami flokkur og Jörg Haider var í forystu fyrir í hálfan annan áratug undir lok síðustu aldar. Flokkurinn hefur verið harðastur austurrískra flokka í andstöðu við útlendinga og flóttafólk. Margir félagar Faymanns í Sósíaldemókrataflokknum segja hann hafa fært sig of langt í áttina að Frelsisflokknum. Faymann hefur verið kanslari Austurríkis í nærri sjö og hálft ár, eða frá því í desember árið 2008. Austurrískir fjölmiðlar segja Christian Kern líklegan arftaka Faymanns. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Werner Faymann kanslari hefur sagt af sér, hálfum mánuði eftir að Sósíaldemókrataflokkur hans galt afhroð í fyrri umferð forsetakosninga. Faymann segist ekki lengur hafa stuðning flokksfélaga sinna: „Meirihlutinn dugar ekki,“ segir hann. „Þetta land þarf kanslara sem hefur flokkinn allan að baki sér.“ Flokkurinn segir að arftaki hans verði kynntur þjóðinni á þriðjudag í næstu viku. Formlega verði hann svo kosinn á flokksþingi þann 25. júní. Mikil ólga hefur verið innan flokksins síðustu vikur og mánuði, bæði vegna kosninganna en einnig vegna þess að Faymann ákvað í mars að ekki yrði tekið við nema 80 umsóknum hælisleitenda á dag. Jafnframt var landamærunum að Slóveníu lokað, en þaðan hafði meginstraumur flóttafólks til Austurríkis komið. Faymann hafði fram að því eindregið stutt stefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að taka vel á móti öllu því flóttafólki, sem kæmi til Evrópulanda frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og víðar. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti ávarp á austurríska þinginu 28. apríl og gagnrýndi þar harðlega nýtekna ákvörðun þingsins um að loka landamærunum, að fyrirmynd Ungverjalands og fleiri landa í austanverðri Evrópu. Fyrri umferð forsetakosninganna fór þannig, að Norbert Hofer, frambjóðandi Frelsisflokksins, hlaut 36 prósent atkvæða og Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja, fékk 20 prósent. Kosið verður á milli þeirra tveggja í seinni umferð kosninganna sunnudaginn 22. maí næstkomandi. Frambjóðandi sósíaldemókrata fékk aðeins 11 prósent atkvæða. Frelsisflokkur Hofers er flokkur þjóðernissinna yst af hægri vængnum, sami flokkur og Jörg Haider var í forystu fyrir í hálfan annan áratug undir lok síðustu aldar. Flokkurinn hefur verið harðastur austurrískra flokka í andstöðu við útlendinga og flóttafólk. Margir félagar Faymanns í Sósíaldemókrataflokknum segja hann hafa fært sig of langt í áttina að Frelsisflokknum. Faymann hefur verið kanslari Austurríkis í nærri sjö og hálft ár, eða frá því í desember árið 2008. Austurrískir fjölmiðlar segja Christian Kern líklegan arftaka Faymanns.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira