Sjómenn bíða svars um skattaívilnun Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Farsæll, Grindavík, sjávarútvegur, sjómennska, útgerð vísir/JSE Nýr kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna er fullgerður að mestu en beðið er ákvörðunar um aðkomu stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki annað í vegi fyrir undirritun en vilyrði um ákveðna skattaívilnun sjómönnum til handa. Svars er sagt að vænta á næstu dögum um hvort stjórnvöld leggist á árar með viðsemjendum og liðki fyrir nýjum samningi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir um hvaða aðgerðir er að ræða, en þær eru þó sagðar snúast um skattfrelsi á hluta tekna sjómanna, á svipaðan hátt og farið sé með dagpeningagreiðslur til launamanna. Upphæðirnar sem um sé að ræða séu ekki háar en þó þannig að þær skipti sjómenn máli. Sjómannaafsláttur, sem sjómenn nutu áður, féll niður frá og með tekjuárinu 2014. Hann nam árið 2013 246 krónum á dag, að því er fram kemur á vef Ríkisskattstjóra, og náði til daga þar sem skylt var að lögskrá menn á sjó, auk daga þar sem sjómenn áttu rétt á veikindalaunum. Frá því í lok apríl hafa verið væntingar um að takast mætti að ljúka samningum Sjómannasambands Íslands við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ) á allra næstu dögum, einungis ætti eftir að „hnýta nokkra lausa enda“. Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Viðræður gengu þó hægt þegar liðið var á árið og hafðar uppi kröfur beggja vegna sem viðsemjendur áttu bágt með að sætta sig við. Þar á meðal voru kröfur sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji væri meðal sjómanna til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að afstýra aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Nýr kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna er fullgerður að mestu en beðið er ákvörðunar um aðkomu stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki annað í vegi fyrir undirritun en vilyrði um ákveðna skattaívilnun sjómönnum til handa. Svars er sagt að vænta á næstu dögum um hvort stjórnvöld leggist á árar með viðsemjendum og liðki fyrir nýjum samningi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir um hvaða aðgerðir er að ræða, en þær eru þó sagðar snúast um skattfrelsi á hluta tekna sjómanna, á svipaðan hátt og farið sé með dagpeningagreiðslur til launamanna. Upphæðirnar sem um sé að ræða séu ekki háar en þó þannig að þær skipti sjómenn máli. Sjómannaafsláttur, sem sjómenn nutu áður, féll niður frá og með tekjuárinu 2014. Hann nam árið 2013 246 krónum á dag, að því er fram kemur á vef Ríkisskattstjóra, og náði til daga þar sem skylt var að lögskrá menn á sjó, auk daga þar sem sjómenn áttu rétt á veikindalaunum. Frá því í lok apríl hafa verið væntingar um að takast mætti að ljúka samningum Sjómannasambands Íslands við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ) á allra næstu dögum, einungis ætti eftir að „hnýta nokkra lausa enda“. Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Viðræður gengu þó hægt þegar liðið var á árið og hafðar uppi kröfur beggja vegna sem viðsemjendur áttu bágt með að sætta sig við. Þar á meðal voru kröfur sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji væri meðal sjómanna til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að afstýra aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira