Sjómenn bíða svars um skattaívilnun Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Farsæll, Grindavík, sjávarútvegur, sjómennska, útgerð vísir/JSE Nýr kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna er fullgerður að mestu en beðið er ákvörðunar um aðkomu stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki annað í vegi fyrir undirritun en vilyrði um ákveðna skattaívilnun sjómönnum til handa. Svars er sagt að vænta á næstu dögum um hvort stjórnvöld leggist á árar með viðsemjendum og liðki fyrir nýjum samningi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir um hvaða aðgerðir er að ræða, en þær eru þó sagðar snúast um skattfrelsi á hluta tekna sjómanna, á svipaðan hátt og farið sé með dagpeningagreiðslur til launamanna. Upphæðirnar sem um sé að ræða séu ekki háar en þó þannig að þær skipti sjómenn máli. Sjómannaafsláttur, sem sjómenn nutu áður, féll niður frá og með tekjuárinu 2014. Hann nam árið 2013 246 krónum á dag, að því er fram kemur á vef Ríkisskattstjóra, og náði til daga þar sem skylt var að lögskrá menn á sjó, auk daga þar sem sjómenn áttu rétt á veikindalaunum. Frá því í lok apríl hafa verið væntingar um að takast mætti að ljúka samningum Sjómannasambands Íslands við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ) á allra næstu dögum, einungis ætti eftir að „hnýta nokkra lausa enda“. Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Viðræður gengu þó hægt þegar liðið var á árið og hafðar uppi kröfur beggja vegna sem viðsemjendur áttu bágt með að sætta sig við. Þar á meðal voru kröfur sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji væri meðal sjómanna til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að afstýra aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Nýr kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna er fullgerður að mestu en beðið er ákvörðunar um aðkomu stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki annað í vegi fyrir undirritun en vilyrði um ákveðna skattaívilnun sjómönnum til handa. Svars er sagt að vænta á næstu dögum um hvort stjórnvöld leggist á árar með viðsemjendum og liðki fyrir nýjum samningi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir um hvaða aðgerðir er að ræða, en þær eru þó sagðar snúast um skattfrelsi á hluta tekna sjómanna, á svipaðan hátt og farið sé með dagpeningagreiðslur til launamanna. Upphæðirnar sem um sé að ræða séu ekki háar en þó þannig að þær skipti sjómenn máli. Sjómannaafsláttur, sem sjómenn nutu áður, féll niður frá og með tekjuárinu 2014. Hann nam árið 2013 246 krónum á dag, að því er fram kemur á vef Ríkisskattstjóra, og náði til daga þar sem skylt var að lögskrá menn á sjó, auk daga þar sem sjómenn áttu rétt á veikindalaunum. Frá því í lok apríl hafa verið væntingar um að takast mætti að ljúka samningum Sjómannasambands Íslands við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ) á allra næstu dögum, einungis ætti eftir að „hnýta nokkra lausa enda“. Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Viðræður gengu þó hægt þegar liðið var á árið og hafðar uppi kröfur beggja vegna sem viðsemjendur áttu bágt með að sætta sig við. Þar á meðal voru kröfur sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji væri meðal sjómanna til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að afstýra aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira