Íslenski boltinn

Sjáðu sigurmark Pálma í Vesturbænum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason var hetja KR gegn FH í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins í stórleik þriðju umferðar og tryggði sínum mönnum öll stigin þrjú.

Pálmi skoraði markið eftir flotta fyrirgjöf danska bakvarðarins Mortens Beck á 65. mínútu, en þessi öflugi Dani er að spila vel fyrir KR. Hann lagði einnig upp mark í síðasta leik.

KR er með fimm stig eftir sigurinn í kvöld sem var sá fyrsti hjá liðinu í sumar en FH er með sex stig. Þetta var fyrsta tap liðsins.

Markið sem Pálmi skoraði má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.