Keegan: Ísland á að sækja innblástur til Leicester og Danmerkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 10:30 Kevin Keegan er spenntur fyrir íslenska liðinu á EM. vísir/anton brink Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu, er bjartsýnn fyrir hönd Íslands á EM í Frakklandi í sumar. Honum líst vel á liðið, segir það vel skipulagt og gott að verjast, en hann vill að íslensku strákarnir þori að sækja þegar tækifæri gefst. „Það er oft talað um að allt byrji á varnarleiknum. Það er ekki alveg rétt. Fótbolti hvorki byrjar né endar á varnarleiknum,“ sagði Keegan í samtali við Vísi á ráðstefnunni Business and Football á Hörpu í vikunni.Sjá einnig:Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM „Eina ástæðan fyrir því að þú ert með vörn er til að halda hreinu og vinna boltann svo þú getir sótt aftur. Eina leiðin til að vinna bestu liðin er að mæta þeim í fótbolta.“ „Það þýðir ekkert fyrir Ísland að láta lið eins og Portúgal vera 80 prósent með boltann í leiknum og vona að það skjóti alltaf í stöng. Þegar rétti tíminn kemur í leiknum verður liðið að þora að sækja.“Ótrúlegir hlutir hafa gerst.vísir/gettyÍsland verður litla liðið í öllum leikjum sínum á Evrópumótinu en þetta hefur verið ár litlu liðanna. Leicester er Englandsmeistari og lið eins og Albanía og Norður-Írland eru komin á Evrópumótið. „Ísland á að sækja innblástur til Leicester og einnig Danmörku sem vann Evrópumótið 1992. Danir komust ekki einu sinni á mótið en fengu þátttökurétt því Júgóslavía mætti ekki keppa. Tólf árum síðar vann Grikkland svo EM. Það vann Portúgal ekki bara í fyrsta leik mótsins heldur líka úrslitaleiknum og einnig vann það frábært lið Tékklands í undanúrslitum,“ segir Keegan. „Nú, tólf árum síðar, getur allt gerst. Ég er kannski ekki að segja að Íslandi verði Evrópumeistari en bilið hefur minnkað á milli liðanna og ekkert lið þarf að óttast neitt á EM.“ „Það er talað um hvað það yrði mikið afrek fyrir Ísland að komast upp úr riðlinum á EM en gleymum því ekki að Ísland komst á EM í gegnum erfiðari riðil í undankeppninni,“ segir Kevin Keegan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00 Heimir: Er svo tapsár að ég tala aldrei við leikmenn eftir leik Landsliðsþjálfarinn lærði það snemma á þjálfaraferlinum að tala ekki við menn eftir leik hvort sem um sigur eða tap er að ræða. 11. maí 2016 14:25 John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Sjá meira
Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu, er bjartsýnn fyrir hönd Íslands á EM í Frakklandi í sumar. Honum líst vel á liðið, segir það vel skipulagt og gott að verjast, en hann vill að íslensku strákarnir þori að sækja þegar tækifæri gefst. „Það er oft talað um að allt byrji á varnarleiknum. Það er ekki alveg rétt. Fótbolti hvorki byrjar né endar á varnarleiknum,“ sagði Keegan í samtali við Vísi á ráðstefnunni Business and Football á Hörpu í vikunni.Sjá einnig:Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM „Eina ástæðan fyrir því að þú ert með vörn er til að halda hreinu og vinna boltann svo þú getir sótt aftur. Eina leiðin til að vinna bestu liðin er að mæta þeim í fótbolta.“ „Það þýðir ekkert fyrir Ísland að láta lið eins og Portúgal vera 80 prósent með boltann í leiknum og vona að það skjóti alltaf í stöng. Þegar rétti tíminn kemur í leiknum verður liðið að þora að sækja.“Ótrúlegir hlutir hafa gerst.vísir/gettyÍsland verður litla liðið í öllum leikjum sínum á Evrópumótinu en þetta hefur verið ár litlu liðanna. Leicester er Englandsmeistari og lið eins og Albanía og Norður-Írland eru komin á Evrópumótið. „Ísland á að sækja innblástur til Leicester og einnig Danmörku sem vann Evrópumótið 1992. Danir komust ekki einu sinni á mótið en fengu þátttökurétt því Júgóslavía mætti ekki keppa. Tólf árum síðar vann Grikkland svo EM. Það vann Portúgal ekki bara í fyrsta leik mótsins heldur líka úrslitaleiknum og einnig vann það frábært lið Tékklands í undanúrslitum,“ segir Keegan. „Nú, tólf árum síðar, getur allt gerst. Ég er kannski ekki að segja að Íslandi verði Evrópumeistari en bilið hefur minnkað á milli liðanna og ekkert lið þarf að óttast neitt á EM.“ „Það er talað um hvað það yrði mikið afrek fyrir Ísland að komast upp úr riðlinum á EM en gleymum því ekki að Ísland komst á EM í gegnum erfiðari riðil í undankeppninni,“ segir Kevin Keegan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00 Heimir: Er svo tapsár að ég tala aldrei við leikmenn eftir leik Landsliðsþjálfarinn lærði það snemma á þjálfaraferlinum að tala ekki við menn eftir leik hvort sem um sigur eða tap er að ræða. 11. maí 2016 14:25 John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Sjá meira
Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00
Heimir: Er svo tapsár að ég tala aldrei við leikmenn eftir leik Landsliðsþjálfarinn lærði það snemma á þjálfaraferlinum að tala ekki við menn eftir leik hvort sem um sigur eða tap er að ræða. 11. maí 2016 14:25
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45