Diego Costa, Juan Mata og Fernando Torres úti í kuldanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2016 10:57 Fernando Torres fagnar sigri á EM 2012 með fjölskyldu sinni. Vísir/Getty Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverjar, hefur gefið út hvaða 25 leikmenn verða í æfingahóp hans fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst eftir 24 daga. Del Bosque valdi tvo aukamenn í hópinn en aðeins 23 leikmenn mega vera í lokahóp þjóðanna á Evrópumótinu. Del Bosque þarf að tilkynna lokahópinn inn fyrir 31. maí. Það vekur vissulega mestu athyglina að Diego Costa, framherji Chelsea, Fernando Torres, framherji Atlético Madrid og Juan Mata, miðjumaður Manchester United eru allir út í kuldanum og fá ekki að vera með á EM. Fernando Torres hefur verið fastamaður hjá Atlético Madrid en hann hefur skorað í síðustu tveimur úrslitaleikjum EM þar sem Spánverjar hafa fagnað sigri í bæði skiptin. Diego Costa er að glíma við meiðsli og það hafði örugglega mikil áhrif á það af hverju hann er ekki með. Það eru tveir nýliðar í hópnum eða þeir Saúl hjá Atlético Madrid og Lucas Vázquez hjá Real Madrid. Saúl ssló í gegn með Atlético Madrid í Meistaradeildinni og skoraði meðal annars magnað mark eftir mikið einstaklingsframtak í fyrri leiknum á móti Bayern München. Menn eins og þeir Bruno hjá Villarreal, Mikel San José hjá Athletic Bilbao og Aritz Aduriz hjá Athletic Bilbao eru heldur ekki búnir að spila marga landsleiki fyrir Spán. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á mótinu á móti Tékkum 13. júní en fram að því mæta þeir Frakklandi (29. maí), Bosníu (1. júní) og Suður-Kóreu (7. júní) í vináttulandsleikjum.25 manna æfingahópur Spánverja fyrir EM 2016:Markverðir Iker Casillas (Oporto) David de Gea (Manchester United) Sergio Rico (Sevilla)Varnarmenn Dani Carvajal (Real Madrid) Juanfran (Atlético) Gerard Piqué (Barcelona) Sergio Ramos (Real Madrid) Marc Bartra (Barcelona) Jordi Alba (Barcelona) César Azpilicueta (Chelsea)Miðjumenn Mikel San José (Athletic) Bruno (Villarreal) Koke (Atlético) Saúl (Atlético) Thiago (Bayern) Silva (Manchester City) Lucas Vázquez (Real Madrid) Sergio Busquets (Barcelona) Cesc Fàbregas (Chelsea) Andrés Iniesta (Barcelona) Isco (Real Madrid)Sóknarmenn Nolito (Celta) Pedro (Chelsea) Álvaro Morata (Juventus) Aritz Aduriz (Athletic) EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverjar, hefur gefið út hvaða 25 leikmenn verða í æfingahóp hans fyrir Evrópumótið í Frakklandi sem hefst eftir 24 daga. Del Bosque valdi tvo aukamenn í hópinn en aðeins 23 leikmenn mega vera í lokahóp þjóðanna á Evrópumótinu. Del Bosque þarf að tilkynna lokahópinn inn fyrir 31. maí. Það vekur vissulega mestu athyglina að Diego Costa, framherji Chelsea, Fernando Torres, framherji Atlético Madrid og Juan Mata, miðjumaður Manchester United eru allir út í kuldanum og fá ekki að vera með á EM. Fernando Torres hefur verið fastamaður hjá Atlético Madrid en hann hefur skorað í síðustu tveimur úrslitaleikjum EM þar sem Spánverjar hafa fagnað sigri í bæði skiptin. Diego Costa er að glíma við meiðsli og það hafði örugglega mikil áhrif á það af hverju hann er ekki með. Það eru tveir nýliðar í hópnum eða þeir Saúl hjá Atlético Madrid og Lucas Vázquez hjá Real Madrid. Saúl ssló í gegn með Atlético Madrid í Meistaradeildinni og skoraði meðal annars magnað mark eftir mikið einstaklingsframtak í fyrri leiknum á móti Bayern München. Menn eins og þeir Bruno hjá Villarreal, Mikel San José hjá Athletic Bilbao og Aritz Aduriz hjá Athletic Bilbao eru heldur ekki búnir að spila marga landsleiki fyrir Spán. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á mótinu á móti Tékkum 13. júní en fram að því mæta þeir Frakklandi (29. maí), Bosníu (1. júní) og Suður-Kóreu (7. júní) í vináttulandsleikjum.25 manna æfingahópur Spánverja fyrir EM 2016:Markverðir Iker Casillas (Oporto) David de Gea (Manchester United) Sergio Rico (Sevilla)Varnarmenn Dani Carvajal (Real Madrid) Juanfran (Atlético) Gerard Piqué (Barcelona) Sergio Ramos (Real Madrid) Marc Bartra (Barcelona) Jordi Alba (Barcelona) César Azpilicueta (Chelsea)Miðjumenn Mikel San José (Athletic) Bruno (Villarreal) Koke (Atlético) Saúl (Atlético) Thiago (Bayern) Silva (Manchester City) Lucas Vázquez (Real Madrid) Sergio Busquets (Barcelona) Cesc Fàbregas (Chelsea) Andrés Iniesta (Barcelona) Isco (Real Madrid)Sóknarmenn Nolito (Celta) Pedro (Chelsea) Álvaro Morata (Juventus) Aritz Aduriz (Athletic)
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira