Segir virði Borgunar vera um 20 milljarða Sveinn Arnarsson skrifar 3. maí 2016 07:00 Deilt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun á þingi í gær. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun sem seldur var í lokuðu söluferli. Vildi þingmaðurinn bæði fá að vita hvort verðmat hafi verið unnið af hendi bankans áður en gengið var frá sölu sem og að vita hvert það verðmat hafi verið. Ekki fengust svör við því hvert verðmat hlutarins hafi verið. Bjarni sagðist ætla að skila skýrslu til Alþingis eftir að Bankasýsla ríkisins útskýrir málið fyrir ráðherranum.„Bankinn hefur nú óskað eftir svörum frá Borgun hvort upplýsingum hafi verið leynt. Þess má geta að Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða króna í arð á þessu ári. Því er það svo að arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum í lokuðu söluferli eru x nú komnar upp í helminginn af söluverði hlutarins,“ segir Kristján. „Nýjasta verðmatið á fyrirtækinu hljóðar upp á um 20 milljarða króna og því hefur hópurinn hagnast um fjóra til sex og hálfan milljarð á aðeins einu og hálfu ári og fengið helming söluverðsins greiddan til baka í arð.“ Bjarni sagðist í svari sínu sammála Bankasýslunni um að sölumeðferð á Borgun hafi varpað skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd Landsbankans hafi beðið hnekki. „Það er ámælisvert að ekki hafi verið farin leið opins söluferlis á eigum bankans og það er í andstöðu við eigendastefnu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis og byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Bjarni. Sölumeðferðin sé óásættanleg en bætir við að það séu góðar fréttir ef fyrirtækið sé metið á um 20 milljarða króna. „Ríkið, í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka er mikill meirihlutaeigandi fyrirtækisins. Því eru það góðar fréttir fyrir ríkið sem eiganda Íslandsbanka ef rétt reynist að fyrirtækið er þetta mikils virði,“ segir Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Deilt var um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun á þingi í gær. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Bjarna Benediktsson um verðmat á hlut Landsbankans í Borgun sem seldur var í lokuðu söluferli. Vildi þingmaðurinn bæði fá að vita hvort verðmat hafi verið unnið af hendi bankans áður en gengið var frá sölu sem og að vita hvert það verðmat hafi verið. Ekki fengust svör við því hvert verðmat hlutarins hafi verið. Bjarni sagðist ætla að skila skýrslu til Alþingis eftir að Bankasýsla ríkisins útskýrir málið fyrir ráðherranum.„Bankinn hefur nú óskað eftir svörum frá Borgun hvort upplýsingum hafi verið leynt. Þess má geta að Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða króna í arð á þessu ári. Því er það svo að arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut í Borgun af Landsbankanum í lokuðu söluferli eru x nú komnar upp í helminginn af söluverði hlutarins,“ segir Kristján. „Nýjasta verðmatið á fyrirtækinu hljóðar upp á um 20 milljarða króna og því hefur hópurinn hagnast um fjóra til sex og hálfan milljarð á aðeins einu og hálfu ári og fengið helming söluverðsins greiddan til baka í arð.“ Bjarni sagðist í svari sínu sammála Bankasýslunni um að sölumeðferð á Borgun hafi varpað skugga á árangur Landsbankans undanfarin misseri og að fagleg ásýnd Landsbankans hafi beðið hnekki. „Það er ámælisvert að ekki hafi verið farin leið opins söluferlis á eigum bankans og það er í andstöðu við eigendastefnu ríkisins sem hefur það meginmarkmið að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs fjármálakerfis og byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir Bjarni. Sölumeðferðin sé óásættanleg en bætir við að það séu góðar fréttir ef fyrirtækið sé metið á um 20 milljarða króna. „Ríkið, í gegnum eignarhald sitt á Íslandsbanka er mikill meirihlutaeigandi fyrirtækisins. Því eru það góðar fréttir fyrir ríkið sem eiganda Íslandsbanka ef rétt reynist að fyrirtækið er þetta mikils virði,“ segir Bjarni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira