Innlent

Lyfjameðferð Ólafar lokið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Nordal innanríkisráðherra er að ljúka lyfjameðferð sem hófst í upphafi árs. Síðasti lyfjaskammturinn er afstaðinn. Hún segir allt hafa gengið að óskum og meðferðin borið tilætlaðan árangur.

„Fyrir það er ég mjög þakklát. Hún hefur auðvitað tekið á, en það er hluti af þessu öllu saman. Eigum við ekki að segja (eins og satt er) að þetta herði og dýpki mann? Það tekur mig auðvitað tíma að jafna mig eftir þetta tímabil, en hvergi er betra að hugsa um lífið og framtíðina en í íslenska vorinu,“ segir Ólöf í færslu á Faceobok.

„Það er svo dásamlegt að horfa á gróðurinn taka við sér, heyra fuglana syngja og sjá grasið grænka. Ég finn það alltaf betur og betur hve árstíðirnar skipta miklu máli fyrir sálartetrið. Öllum vinum mínum og kunningjum og fólki sem ég þekkti ekki áður þakka ég fyrir kveðjur, hvatningu og vinarþel í gegnum þessa þolraun. Munum að njóta hvers dags til fulls!“

Ólöf greindist með krabbamein sumarið 2014 og hefur áður farið í lyfjameðferð vegna veikindanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×