Innlent

Ólöf Nordal aftur í krabbameinsmeðferð

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólöf Nordal innanríkisráðherra
Ólöf Nordal innanríkisráðherra Vísir/Anton Brink
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur hafið lyfjameðferð ný. Við reglubundið eftirlit í lok síðasta árs kom í ljós að hækkun hafði orðið á svokölluðum æxliskvíslum í blóði sem mæla framgang og stöðu krabbameins. Ólöf segir frá því á Facebook að við nánari skoðun komu í ljós smávægilegar breytingar í kviðarholi sem nauðsynlegt er að bregðast strax við.

„Vegna þessa var ákveðið að ég skyldi hefja lyfjameðferð í upphafi þessa árs, í sex skipti, sem ég hef þegar hafið. Það eru vissulega vonbrigði að til þessa hafi þurft að koma en allt fram á þennan dag benti allt til þess að ég hefði komist yfir þennan hjalla,“ segir Ólöf. Ólöf segist ætla að sinna sínum störfum eins og hún hefur gert sem innanríkisráðherra.

„Ég brenn enn fyrir að vinna fyrir almenning og hugsjónir mínar. Þessi þröskuldur sem ég þarf að yfirstíga á næstu vikum breytir engu þar um. Núna stend ég frammi fyrir þessu verkefni og þarf að klára það. Það er engin ástæða til annars en að vera bjartsýn,“ skrifar Ólöf á Facebook.

Ólöf greindist fyrst með krabbamein sumarið 2014 og hefur áður farið í meðferð vegna þeirra veikinda.

Kæru vinir.Við reglubundið eftirlit í lok síðasta árs kom í ljós að hækkun hafði orðið á svokölluðum æxlisvísum í blóð...

Posted by Ólöf Nordal on Wednesday, January 13, 2016

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×