Innlent

Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Úr sýningarrými Listasafns ASÍ.
Úr sýningarrými Listasafns ASÍ. Vísir/Valli
Listasafn ASÍ mun hætta starfsemi sinni í núverandi húsnæði að Freyjugötu 41 í haust. Til stendur að selja húsið en formaður rekstrarstjórnar safnsins segir rekstur húsnæðisins hafa verið of þungan bagga til þess að bera.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er formaður rekstarstjórnar Listasafns ASÍ og í samtali við Vísi segir að hún að tilgangur safnsins sé að hafa safnaeignirnar sýnilegar. Til þess að geta tryggt áframhald þess með góðum hætti hafi verið ákveðið að leita tilboða í húsið en mikill kostnaður hafi farið í rekstur hússins. Safnið er staðsett í hinum glæsilega Ásmundarsal sem reistur var á sínum tíma af Ásmundi Sveinsyni myndhöggvara.

Miðstjórn ASÍ hefur falið forseta ASÍ að setja húsið í söluferli en Guðrún leggur áherslu á að Listasafn ASÍ sé ekki að leggja upp laupana. Leitað verði að nýju húsnæði sem henti betur undir safnkostinn. Mun Listasafn ASÍ þó hætta starfsemi í Ásmundarsal 3. október næstkomandi.

Aðspurð hvort að einhverjir aðilar hafi sýnt safninu áhuga segist Guðrún ekkert geta gefið upp um það en hún treystir því að safnið verði selt til aðila sem muni halda úti menningartengdri starfsemi í húsinu.

Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið en það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Bjó Ásmundur í húsinu og hafði vinnustofu þar til hann flutti í Sigtún.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.