1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 12:55 Úr sýningarrými Listasafns ASÍ. Vísir/Valli Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hefur sett af stað undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal, húsnæði listasafnsins við Freyjugötu. Líkt og greint var frá í síðasta mánuði, stendur til að selja húsnæðið. Jafnframt skora þeir sem skrifa undir á menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að koma að málinu og fara yfir tillögur varðandi áframhaldandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal. Tæplega 1.300 manns hafa skrifað undir á netinu þegar þetta er skrifað. Að því er kemur fram í tilkynningu frá SÍM stendur til að afhenda Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Gylfa Arnbjörnssyni, formanni ASÍ, undirskriftalistann þann 9. maí næstkomandi. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera. Listasafnið sé ekki að leggja upp laupana, heldur sé verið að leita að nýju húsnæði sem henti betur undir safnkostinn. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið en það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Bjó Ásmundur í húsinu og hafði vinnustofu þar til hann flutti í Sigtún. Listasafn ASÍ var stofnað þegar bókaútgefandinn Ragnar í Smára gaf sambandinu myndarlegt myndlistarsafn sitt, en þar er meðal annars að finna verk eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Gunnlaug Scheving. Tengdar fréttir Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hefur sett af stað undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal, húsnæði listasafnsins við Freyjugötu. Líkt og greint var frá í síðasta mánuði, stendur til að selja húsnæðið. Jafnframt skora þeir sem skrifa undir á menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að koma að málinu og fara yfir tillögur varðandi áframhaldandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal. Tæplega 1.300 manns hafa skrifað undir á netinu þegar þetta er skrifað. Að því er kemur fram í tilkynningu frá SÍM stendur til að afhenda Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Gylfa Arnbjörnssyni, formanni ASÍ, undirskriftalistann þann 9. maí næstkomandi. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera. Listasafnið sé ekki að leggja upp laupana, heldur sé verið að leita að nýju húsnæði sem henti betur undir safnkostinn. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið en það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Bjó Ásmundur í húsinu og hafði vinnustofu þar til hann flutti í Sigtún. Listasafn ASÍ var stofnað þegar bókaútgefandinn Ragnar í Smára gaf sambandinu myndarlegt myndlistarsafn sitt, en þar er meðal annars að finna verk eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Gunnlaug Scheving.
Tengdar fréttir Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23
SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40