1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 12:55 Úr sýningarrými Listasafns ASÍ. Vísir/Valli Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hefur sett af stað undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal, húsnæði listasafnsins við Freyjugötu. Líkt og greint var frá í síðasta mánuði, stendur til að selja húsnæðið. Jafnframt skora þeir sem skrifa undir á menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að koma að málinu og fara yfir tillögur varðandi áframhaldandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal. Tæplega 1.300 manns hafa skrifað undir á netinu þegar þetta er skrifað. Að því er kemur fram í tilkynningu frá SÍM stendur til að afhenda Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Gylfa Arnbjörnssyni, formanni ASÍ, undirskriftalistann þann 9. maí næstkomandi. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera. Listasafnið sé ekki að leggja upp laupana, heldur sé verið að leita að nýju húsnæði sem henti betur undir safnkostinn. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið en það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Bjó Ásmundur í húsinu og hafði vinnustofu þar til hann flutti í Sigtún. Listasafn ASÍ var stofnað þegar bókaútgefandinn Ragnar í Smára gaf sambandinu myndarlegt myndlistarsafn sitt, en þar er meðal annars að finna verk eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Gunnlaug Scheving. Tengdar fréttir Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hefur sett af stað undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal, húsnæði listasafnsins við Freyjugötu. Líkt og greint var frá í síðasta mánuði, stendur til að selja húsnæðið. Jafnframt skora þeir sem skrifa undir á menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að koma að málinu og fara yfir tillögur varðandi áframhaldandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal. Tæplega 1.300 manns hafa skrifað undir á netinu þegar þetta er skrifað. Að því er kemur fram í tilkynningu frá SÍM stendur til að afhenda Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Gylfa Arnbjörnssyni, formanni ASÍ, undirskriftalistann þann 9. maí næstkomandi. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera. Listasafnið sé ekki að leggja upp laupana, heldur sé verið að leita að nýju húsnæði sem henti betur undir safnkostinn. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið en það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Bjó Ásmundur í húsinu og hafði vinnustofu þar til hann flutti í Sigtún. Listasafn ASÍ var stofnað þegar bókaútgefandinn Ragnar í Smára gaf sambandinu myndarlegt myndlistarsafn sitt, en þar er meðal annars að finna verk eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Gunnlaug Scheving.
Tengdar fréttir Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23
SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40