Líkur á að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 13:32 "En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf," segir Grétar Eyþórsson. vísir/anton/gva Kosningabaráttan verður meiri, harðari og pólitískari en áður stefndi í eftir að Davíð Oddsson boðaði framboð sitt til forseta Íslands, segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann telur flest benda til þess að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. „Það er eiginlega dálítið spurningarmerki hversu mikill stuðningurinn við Davíð er. En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf. Það hefur legið fyrir að Ólafur hefur átt talsvert fylgi meðal Framsóknarmanna og meðal Sjálfstæðismanna og það gæti náttúrulega gengið á það ef þeirra gamli foringi er kominn í baráttu við Ólaf,” segir Grétar. Stuðningur við Davíð hafi ekki mælst mikill í könnunum – en þó hafi nafn hans sjaldan borið á góma í tengslum við forsetakosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson.Grétar segir erfitt að spá fyrir um hvort Davíð taki fylgi frá öðrum frambjóðendum, til dæmis Guðna Th. Jóhannessyni, en Guðni og Ólafur mælast nánast hnífjafnir í skoðanakönnunum. „Það er erfitt að átta sig á því. Vegna þess að fylgi Guðna kemur sennilega mjög víða að en það má búast við því að það muni hafa einhver áhrif á Guðna. Ég svona held fyrir fram, áður en við erum farinn að sjá nokkuð af til dæmis könnunum eða öðru slíku, að það fari hlutfallslega meira frá Ólafi en Guðna. En hversu mikið þori ég ekki að segja enn þá.” Þá segir Grétar tilkynningu Davíðs hafa komið sér mjög á óvart. „Ég get ekki sagt annað. Ég hélt satt að segja að þetta væri komið á þann stað, þessi framboðsboðsmál, sem þau yrðu á fram að kosningum, en það var nú ekki. Þannig að jú, þetta kom mér mjög mikið á óvart.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Davíð hafi hugsanlega fundið til ábyrgðar Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segist ekki eins viss um að Davíð sæki fylgi frá Ólafi. „Já og nei. Ég held að Ólafur Ragnar hafi miklu víðtækari skírskotun og meiri breidd. Hann hefur líka verið forseti í 20 ár og margar skoðanakannanir sýna að fólk telur hann hafa unnið mjög gott starf og geti ekki hugsað sér að kjósa gegn honum á meðan hann sækist eftir því að verða forseti,” segir Stefanía. Hún segist líta á framboð Davíðs sem vilja hans til að beita sér áfram á hinu pólitíska sviði, frekar en framboð gegn þeim sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Ég held frekar að hann hafi gengið með þetta í maganum í einhvern tíma og telji að nú sé tími til að stíga fram og beita sér aftur á hinu pólitíska sviði. Þannig að ég upplifi það ekki sem mótframboð gegn Guðna heldur frekar að hann finni til löngunar og mögulega ábyrgðar til þess að stíga fram á þetta pólitíska svið.“ Þá séu afar áhugaverðar kosningar fram undan, verði bæði Davíð og Ólafur í framboði. Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Kosningabaráttan verður meiri, harðari og pólitískari en áður stefndi í eftir að Davíð Oddsson boðaði framboð sitt til forseta Íslands, segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur. Hann telur flest benda til þess að Davíð taki fylgi frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. „Það er eiginlega dálítið spurningarmerki hversu mikill stuðningurinn við Davíð er. En ég gæti trúað því að það fylgi sem hann fær komi að einhverju leyti frá þeim sem hafa ætlað að kjósa Ólaf. Það hefur legið fyrir að Ólafur hefur átt talsvert fylgi meðal Framsóknarmanna og meðal Sjálfstæðismanna og það gæti náttúrulega gengið á það ef þeirra gamli foringi er kominn í baráttu við Ólaf,” segir Grétar. Stuðningur við Davíð hafi ekki mælst mikill í könnunum – en þó hafi nafn hans sjaldan borið á góma í tengslum við forsetakosningarnar.Grétar Þór Eyþórsson.Grétar segir erfitt að spá fyrir um hvort Davíð taki fylgi frá öðrum frambjóðendum, til dæmis Guðna Th. Jóhannessyni, en Guðni og Ólafur mælast nánast hnífjafnir í skoðanakönnunum. „Það er erfitt að átta sig á því. Vegna þess að fylgi Guðna kemur sennilega mjög víða að en það má búast við því að það muni hafa einhver áhrif á Guðna. Ég svona held fyrir fram, áður en við erum farinn að sjá nokkuð af til dæmis könnunum eða öðru slíku, að það fari hlutfallslega meira frá Ólafi en Guðna. En hversu mikið þori ég ekki að segja enn þá.” Þá segir Grétar tilkynningu Davíðs hafa komið sér mjög á óvart. „Ég get ekki sagt annað. Ég hélt satt að segja að þetta væri komið á þann stað, þessi framboðsboðsmál, sem þau yrðu á fram að kosningum, en það var nú ekki. Þannig að jú, þetta kom mér mjög mikið á óvart.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Davíð hafi hugsanlega fundið til ábyrgðar Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segist ekki eins viss um að Davíð sæki fylgi frá Ólafi. „Já og nei. Ég held að Ólafur Ragnar hafi miklu víðtækari skírskotun og meiri breidd. Hann hefur líka verið forseti í 20 ár og margar skoðanakannanir sýna að fólk telur hann hafa unnið mjög gott starf og geti ekki hugsað sér að kjósa gegn honum á meðan hann sækist eftir því að verða forseti,” segir Stefanía. Hún segist líta á framboð Davíðs sem vilja hans til að beita sér áfram á hinu pólitíska sviði, frekar en framboð gegn þeim sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Ég held frekar að hann hafi gengið með þetta í maganum í einhvern tíma og telji að nú sé tími til að stíga fram og beita sér aftur á hinu pólitíska sviði. Þannig að ég upplifi það ekki sem mótframboð gegn Guðna heldur frekar að hann finni til löngunar og mögulega ábyrgðar til þess að stíga fram á þetta pólitíska svið.“ Þá séu afar áhugaverðar kosningar fram undan, verði bæði Davíð og Ólafur í framboði.
Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53