Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 12:18 Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson voru báðir gestir í Sprengisandi í morgun. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar forsetaframboði Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Það hleypi miklu lífi í baráttuna og að fram undan sé skemmtileg og lífleg barátta um stólinn á Bessastöðum. Framboðið hafi þó komið sér nokkuð á óvart. „Skemmst er að minnast að manni fannst heldur dauft yfir þessari forsetakosningabaráttu fyrir stuttu síðan. En það hefur aldeilis breyst,“ sagði Bjarni í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann styðji Davíð í baráttunni sagði hann afstöðu sína sjálfgefna. „Ja, ég held að menn geti svo sem alveg gert sér í hugarlund hvað ég mun gera gagnvart mínum fyrrverandi formanni og góða samstarfsmanni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé ekki rétt að gera forsetakosningarnar í sumar flokkspólitískar. „Ég á svo sem alveg von á því að þegar Davíð á í hlut að menn vilji láta þetta verða með einhverjum hætti flokkspólitískar kosningar, sem þær eiga ekki að vera, hafa ekki verið sögulega, og mér fannst hann koma vel inn á í viðtalinu í morgun að sá sem vill verða forseti landsins hann þarf að höfða langt út fyrir flokkslínur til fólks. Þess vegna finnst mér það í senn eðlileg spurning til formanns Sjálfstæðisflokks hvort hann styðji hann en á sama tíma vil ég ekki vera sá sem dreg það eða set þessa kosningabaráttu af stað með því að formaður Sjálfstæðisflokksins sé fremstur í röðinni í stuðningsmannaliðinu,“ sagði hann. Spurningin svari sér þó að öllu leyti sjálf.Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar forsetaframboði Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Það hleypi miklu lífi í baráttuna og að fram undan sé skemmtileg og lífleg barátta um stólinn á Bessastöðum. Framboðið hafi þó komið sér nokkuð á óvart. „Skemmst er að minnast að manni fannst heldur dauft yfir þessari forsetakosningabaráttu fyrir stuttu síðan. En það hefur aldeilis breyst,“ sagði Bjarni í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann styðji Davíð í baráttunni sagði hann afstöðu sína sjálfgefna. „Ja, ég held að menn geti svo sem alveg gert sér í hugarlund hvað ég mun gera gagnvart mínum fyrrverandi formanni og góða samstarfsmanni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé ekki rétt að gera forsetakosningarnar í sumar flokkspólitískar. „Ég á svo sem alveg von á því að þegar Davíð á í hlut að menn vilji láta þetta verða með einhverjum hætti flokkspólitískar kosningar, sem þær eiga ekki að vera, hafa ekki verið sögulega, og mér fannst hann koma vel inn á í viðtalinu í morgun að sá sem vill verða forseti landsins hann þarf að höfða langt út fyrir flokkslínur til fólks. Þess vegna finnst mér það í senn eðlileg spurning til formanns Sjálfstæðisflokks hvort hann styðji hann en á sama tíma vil ég ekki vera sá sem dreg það eða set þessa kosningabaráttu af stað með því að formaður Sjálfstæðisflokksins sé fremstur í röðinni í stuðningsmannaliðinu,“ sagði hann. Spurningin svari sér þó að öllu leyti sjálf.Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15