Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. maí 2016 12:18 Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson voru báðir gestir í Sprengisandi í morgun. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar forsetaframboði Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Það hleypi miklu lífi í baráttuna og að fram undan sé skemmtileg og lífleg barátta um stólinn á Bessastöðum. Framboðið hafi þó komið sér nokkuð á óvart. „Skemmst er að minnast að manni fannst heldur dauft yfir þessari forsetakosningabaráttu fyrir stuttu síðan. En það hefur aldeilis breyst,“ sagði Bjarni í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann styðji Davíð í baráttunni sagði hann afstöðu sína sjálfgefna. „Ja, ég held að menn geti svo sem alveg gert sér í hugarlund hvað ég mun gera gagnvart mínum fyrrverandi formanni og góða samstarfsmanni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé ekki rétt að gera forsetakosningarnar í sumar flokkspólitískar. „Ég á svo sem alveg von á því að þegar Davíð á í hlut að menn vilji láta þetta verða með einhverjum hætti flokkspólitískar kosningar, sem þær eiga ekki að vera, hafa ekki verið sögulega, og mér fannst hann koma vel inn á í viðtalinu í morgun að sá sem vill verða forseti landsins hann þarf að höfða langt út fyrir flokkslínur til fólks. Þess vegna finnst mér það í senn eðlileg spurning til formanns Sjálfstæðisflokks hvort hann styðji hann en á sama tíma vil ég ekki vera sá sem dreg það eða set þessa kosningabaráttu af stað með því að formaður Sjálfstæðisflokksins sé fremstur í röðinni í stuðningsmannaliðinu,“ sagði hann. Spurningin svari sér þó að öllu leyti sjálf.Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar forsetaframboði Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Það hleypi miklu lífi í baráttuna og að fram undan sé skemmtileg og lífleg barátta um stólinn á Bessastöðum. Framboðið hafi þó komið sér nokkuð á óvart. „Skemmst er að minnast að manni fannst heldur dauft yfir þessari forsetakosningabaráttu fyrir stuttu síðan. En það hefur aldeilis breyst,“ sagði Bjarni í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort hann styðji Davíð í baráttunni sagði hann afstöðu sína sjálfgefna. „Ja, ég held að menn geti svo sem alveg gert sér í hugarlund hvað ég mun gera gagnvart mínum fyrrverandi formanni og góða samstarfsmanni,“ sagði Bjarni. Hins vegar sé ekki rétt að gera forsetakosningarnar í sumar flokkspólitískar. „Ég á svo sem alveg von á því að þegar Davíð á í hlut að menn vilji láta þetta verða með einhverjum hætti flokkspólitískar kosningar, sem þær eiga ekki að vera, hafa ekki verið sögulega, og mér fannst hann koma vel inn á í viðtalinu í morgun að sá sem vill verða forseti landsins hann þarf að höfða langt út fyrir flokkslínur til fólks. Þess vegna finnst mér það í senn eðlileg spurning til formanns Sjálfstæðisflokks hvort hann styðji hann en á sama tíma vil ég ekki vera sá sem dreg það eða set þessa kosningabaráttu af stað með því að formaður Sjálfstæðisflokksins sé fremstur í röðinni í stuðningsmannaliðinu,“ sagði hann. Spurningin svari sér þó að öllu leyti sjálf.Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15