Þverpólitísk sátt um breytingar á útlendingalögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. apríl 2016 14:00 Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér heildarendurskoðun á öllum núgildandi lögum um útlendinga. Formaður þverpólitískrar nefndar sem samdi frumvarpið segir að það veki athygli útfyrir landsteinana að frumvarp sem þetta hafi orðið til í sátt ólíkra stjórnmálaafla. Vorið 2014 skipaði þáverandi innanríkisráðherra þverpólitíska þingnefnd til að endurskoða öll lög í landinu um útlendinga, bæði þá sem koma hingað til atvinnu- og skammtíma dvalar vegna náms, sem og flóttamenn og hælisleitendur. Nefndin er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi undir formennsku Óttarrs Proppé formanns Bjartrar framtíðar. Ólöf Nordal mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag sem er upp á 125 greinar og er 190 blaðsíður með greinargerðum. Óttarr segir frumvarpið fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum. „Sem hafa verið ansi mikill bútasaumur í raun og veru. Grunnlögin eru orðin ansi gömul og búið að breyta og laga smotteríi hingað og þangað. Þannig að þetta er endurskoðun og grundvallarbeyting á uppsetningu á lögunum,“ segir Óttarr. Það sé samt ekki verið að kollvarpa þeim lagaramma sem nú er í gildi. Lagagreinar sé uppfærðar og samræmdar bæði skyldum og þörfum. Vinnan við frumvarpið hafi verið sérstök fyrir það að allir flokkar komi að samningu þess. Nefndin hafi í upphafi sett sér ákveðnar grundvallarreglur um að uppfylla alla alþjóðlega samninga og gæta að samkeppnisstöðu Íslands varðandi möguleika útlendinga á að koma hingað til dvalar, atvinnu og náms. „Stóru fréttirnar eru að annars vegar erum við að uppfæra lögin til að uppfylla mannréttindasáttmála, barnasáttmál, við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svo kölluðu hælisleitendur,“ segir Óttarrr. Þá séu reglur um dvalar- og atvinnuleyfi hins vegar uppfærðar vegna sérfræðinga og annarra sem koma hingað til landsins. Afgreiðsla allra mála varðandi útlendinga verði færð á einn stað til að stytta þann tíma sem taki að afgreiða mál hvers og eins án þess þó að fækka stofnunum í málaflokknum. Óttar segir að þó sé hvorki verið að galopna né loka landamærum með frumvarpinu. Ein breytingin feli í sér að þeir sem komi hingað til náms en fari að því loknu að vinna á Íslandi eða vilji flytja hingað vegna þess að þeir hafi gifst Íslendingi, þurfi ekki að byrja upp á nýtt í kerfinu. Óttar segir að mörgu leyti sögulegt að tekist hafi að afgreiða frumvarpið í þverpólitískri sátt. „Þegar maður segir fólki í Evrópu frá þessu galopnast aukun á fólki vegna þess að það er ekki vaninn annars staðar. Þannig að veganestið sem þetta frumvarp fær alla vega inn í þingið fyllir mann bjartsýni,“ segir Óttarr Próppé. Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi sem felur í sér heildarendurskoðun á öllum núgildandi lögum um útlendinga. Formaður þverpólitískrar nefndar sem samdi frumvarpið segir að það veki athygli útfyrir landsteinana að frumvarp sem þetta hafi orðið til í sátt ólíkra stjórnmálaafla. Vorið 2014 skipaði þáverandi innanríkisráðherra þverpólitíska þingnefnd til að endurskoða öll lög í landinu um útlendinga, bæði þá sem koma hingað til atvinnu- og skammtíma dvalar vegna náms, sem og flóttamenn og hælisleitendur. Nefndin er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Alþingi undir formennsku Óttarrs Proppé formanns Bjartrar framtíðar. Ólöf Nordal mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag sem er upp á 125 greinar og er 190 blaðsíður með greinargerðum. Óttarr segir frumvarpið fela í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum. „Sem hafa verið ansi mikill bútasaumur í raun og veru. Grunnlögin eru orðin ansi gömul og búið að breyta og laga smotteríi hingað og þangað. Þannig að þetta er endurskoðun og grundvallarbeyting á uppsetningu á lögunum,“ segir Óttarr. Það sé samt ekki verið að kollvarpa þeim lagaramma sem nú er í gildi. Lagagreinar sé uppfærðar og samræmdar bæði skyldum og þörfum. Vinnan við frumvarpið hafi verið sérstök fyrir það að allir flokkar komi að samningu þess. Nefndin hafi í upphafi sett sér ákveðnar grundvallarreglur um að uppfylla alla alþjóðlega samninga og gæta að samkeppnisstöðu Íslands varðandi möguleika útlendinga á að koma hingað til dvalar, atvinnu og náms. „Stóru fréttirnar eru að annars vegar erum við að uppfæra lögin til að uppfylla mannréttindasáttmála, barnasáttmál, við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svo kölluðu hælisleitendur,“ segir Óttarrr. Þá séu reglur um dvalar- og atvinnuleyfi hins vegar uppfærðar vegna sérfræðinga og annarra sem koma hingað til landsins. Afgreiðsla allra mála varðandi útlendinga verði færð á einn stað til að stytta þann tíma sem taki að afgreiða mál hvers og eins án þess þó að fækka stofnunum í málaflokknum. Óttar segir að þó sé hvorki verið að galopna né loka landamærum með frumvarpinu. Ein breytingin feli í sér að þeir sem komi hingað til náms en fari að því loknu að vinna á Íslandi eða vilji flytja hingað vegna þess að þeir hafi gifst Íslendingi, þurfi ekki að byrja upp á nýtt í kerfinu. Óttar segir að mörgu leyti sögulegt að tekist hafi að afgreiða frumvarpið í þverpólitískri sátt. „Þegar maður segir fólki í Evrópu frá þessu galopnast aukun á fólki vegna þess að það er ekki vaninn annars staðar. Þannig að veganestið sem þetta frumvarp fær alla vega inn í þingið fyllir mann bjartsýni,“ segir Óttarr Próppé.
Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira