Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 12:00 Ólafur Ragnar hefur gegnt embætti forseta Íslands í tuttugu ár sem er Íslandsmet. Engar reglur gilda um hve lengi forseti geti setið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir muninn á langri setu sinni í embætti og einræðisherra sem hann hefur verið borinn saman við felast í því að forseti Íslands sé kjörinn í lýðræðislegu ferli. Raunar sé Ísland eitt elsta lýðræðisríki í heimi þar sem réttur bænda, sjómanna og annarra til að kjósa sér forseta sé sá sami. Þetta kom fram í viðtali Christiane Amanpour við Ólaf Ragnar á CNN. Ólafur Ragnar hefur sem kunnugt er hætt við að hætta sem forseti og gefur kost á sér í sjötta skiptið. Hann hefur gegnt embættinu í tuttugu ár. „Það er rétt. Þetta er ótrúlega langur tími,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu. Undnafarna mánuði, sérstaklega undanfarnar vikur, hafi komið hávær krafa um „stöðugleika og reynslu“ og leitað til hans um að þjóna þóðinni áfram.„Nei, nei, nei, nei, nei“ Hann vísaði til ákvarðana sinna um að setja ákvarðanir í hendur þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og hann gerði við neitun undirritunar fjölmiðlalaga og Icesave-samninga, og taldi fólk vilja geta treyst áfram á að fyrirkomulagið yrði þannig áfram. Þá sagði Ólafur Ragnar það skoðun sína að upplýsingarnar úr Panamalekanum ættu svo sannarlega erindi við almenning. Það væri í takt við breytta tíma og upplýsingarnar þörf áminning til sín og annarra um það umhverfi sem skapað hefði verið undanfarna áratugi í fjármálakerfinu. Forsetinn þvertók fyrir að hann eða fjölskylda hans hefði nokkur tengsl við aflandsfélög sem ætti eftir að koma upp úr krafsinu síðar meir. „Nei, nei, nei, nei , nei,“ svaraði forsetinn. Hann hafði áður greint frá þessu í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild að neðan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir muninn á langri setu sinni í embætti og einræðisherra sem hann hefur verið borinn saman við felast í því að forseti Íslands sé kjörinn í lýðræðislegu ferli. Raunar sé Ísland eitt elsta lýðræðisríki í heimi þar sem réttur bænda, sjómanna og annarra til að kjósa sér forseta sé sá sami. Þetta kom fram í viðtali Christiane Amanpour við Ólaf Ragnar á CNN. Ólafur Ragnar hefur sem kunnugt er hætt við að hætta sem forseti og gefur kost á sér í sjötta skiptið. Hann hefur gegnt embættinu í tuttugu ár. „Það er rétt. Þetta er ótrúlega langur tími,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu. Undnafarna mánuði, sérstaklega undanfarnar vikur, hafi komið hávær krafa um „stöðugleika og reynslu“ og leitað til hans um að þjóna þóðinni áfram.„Nei, nei, nei, nei, nei“ Hann vísaði til ákvarðana sinna um að setja ákvarðanir í hendur þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og hann gerði við neitun undirritunar fjölmiðlalaga og Icesave-samninga, og taldi fólk vilja geta treyst áfram á að fyrirkomulagið yrði þannig áfram. Þá sagði Ólafur Ragnar það skoðun sína að upplýsingarnar úr Panamalekanum ættu svo sannarlega erindi við almenning. Það væri í takt við breytta tíma og upplýsingarnar þörf áminning til sín og annarra um það umhverfi sem skapað hefði verið undanfarna áratugi í fjármálakerfinu. Forsetinn þvertók fyrir að hann eða fjölskylda hans hefði nokkur tengsl við aflandsfélög sem ætti eftir að koma upp úr krafsinu síðar meir. „Nei, nei, nei, nei , nei,“ svaraði forsetinn. Hann hafði áður greint frá þessu í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild að neðan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira