Juventus með níu fingur á titlinum eftir sigur á Fiorentina Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. apríl 2016 20:45 Pogba í leiknum í kvöld. Vísir/getty Juventus þarf aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér ítalska meistaratitilinn fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Fiorentina í lokaleik dagsins í ítalska boltanum. Eftir slakt gengi framan af hefur Juventus einfaldlega verið óstöðvandi í deildinni undanfarna mánuði og unnið 25 af síðustu 26 leikjum liðsins. Króatíski framherjinn Mario Mandzukic kom Juventus yfir undir lok fyrri hálfleiks en Nikola Kalinic virtist ætla að bjarga stigi fyrir Fiorentina þegar hann jafnaði tíu mínútum fyrir lok leiksins. Ítölsku meistararnir voru Juventus fljótir að svara því Juventus brunaði upp í sókn og náði forskotinu á ný einni mínútu síðar. Stýrði Alvaro Morata þá boltanum í netið af stuttu færi eftir skot Patrice Evra. Fiorentina fékk svo sannarlega færin til að jafna eftir það en stuttu fyrir leikslok krækti Kalinic í afar ódýra vítaspyrnu. Kalinic steig sjálfur á punktinn en lét Gianluigi Buffon í marki Juventus verja frá sér. Kalinic fékk síðan annað færi þegar fyrirgjöf barst á fjærstöng en skalli hans af meters færi fór í slánna. Stuttu síðar flautaði dómari leiksins leikinn af og fögnuðu leikmenn Juventus af krafti enda ljóst að liðið væri komið með níu fingur á titilinn. Eina von Napoli sem situr í öðru sæti er að liðið nái að vinna síðustu fjóra leikina og að Juventus tapi leikjum sínum gegn Carpi, Verona og Sampdoria.Úrslit dagsins: Frosinone 0-2 Palermo Atalanta 1-0 Chievo Bologna 2-0 Genoa Sampdoria 2-1 Lazio Torino 1-3 Sassuolo Fiorentina 1-2 Juventus Ítalski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Juventus þarf aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér ítalska meistaratitilinn fimmta árið í röð eftir 2-1 sigur á Fiorentina í lokaleik dagsins í ítalska boltanum. Eftir slakt gengi framan af hefur Juventus einfaldlega verið óstöðvandi í deildinni undanfarna mánuði og unnið 25 af síðustu 26 leikjum liðsins. Króatíski framherjinn Mario Mandzukic kom Juventus yfir undir lok fyrri hálfleiks en Nikola Kalinic virtist ætla að bjarga stigi fyrir Fiorentina þegar hann jafnaði tíu mínútum fyrir lok leiksins. Ítölsku meistararnir voru Juventus fljótir að svara því Juventus brunaði upp í sókn og náði forskotinu á ný einni mínútu síðar. Stýrði Alvaro Morata þá boltanum í netið af stuttu færi eftir skot Patrice Evra. Fiorentina fékk svo sannarlega færin til að jafna eftir það en stuttu fyrir leikslok krækti Kalinic í afar ódýra vítaspyrnu. Kalinic steig sjálfur á punktinn en lét Gianluigi Buffon í marki Juventus verja frá sér. Kalinic fékk síðan annað færi þegar fyrirgjöf barst á fjærstöng en skalli hans af meters færi fór í slánna. Stuttu síðar flautaði dómari leiksins leikinn af og fögnuðu leikmenn Juventus af krafti enda ljóst að liðið væri komið með níu fingur á titilinn. Eina von Napoli sem situr í öðru sæti er að liðið nái að vinna síðustu fjóra leikina og að Juventus tapi leikjum sínum gegn Carpi, Verona og Sampdoria.Úrslit dagsins: Frosinone 0-2 Palermo Atalanta 1-0 Chievo Bologna 2-0 Genoa Sampdoria 2-1 Lazio Torino 1-3 Sassuolo Fiorentina 1-2 Juventus
Ítalski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira