Kári vill að Ólafur Ragnar upplýsi þjóðina um fjármál hans og Dorritar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2016 09:47 Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff vísir/anton brink Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erðagreiningar, kallar eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, og þar með töldum eignum eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff og fjölskyldu hennar. Segir Kári þetta nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur enn á ný boðið sig fram í embætti forseta Íslands en í viðtali við CNN í liðinni viku sagði Ólafur að þau Dorrit tengist ekki aflandsfélögum á nokkurn hátt. Dorrit er hins vegar skráð með lögheimili í Bretlandi sem hefur áhrif á hvernig eignir hennar eru skattlagðar. Að mati Kára virka ekki þær röksemdir að eignir Dorritar séu hennar en ekki Ólafs: „Hún virkaði ekki fyrir Sigmund Davíð og hún mun ekki virka fyrir Ólaf Ragnar. Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar? Eiga þau til dæmis kröfur í föllnu bankanna eða hafa þau tekið stöðu gegn krónunni? Ég er handviss um að svarið við þessum spurningum er nei og að Ólafur Ragnar myndi fullyrða að svo sé en það er hvorki mitt að giska né Ólafs Ragnars að staðhæfa heldur þjóðarinnar að ákvarða eftir að henni hefur verið veittur eðlilegur aðgangur að upplýsingum um fjármál þeirra hjóna,“ segir Kári í grein sinni. Þá segir Kári það jafnframt mikilvægt að Ólafur Ragnar útskýri fyrir þjóðinni hvers vegna „sú ákvörðun var tekin að greið ekki opinber gjöld á Íslandi af þeim eignum sem þau hjón eiga í útlöndum. Þær raddir eru nefnilega háværar sem halda því fram að hún hafi ekki verið tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga heldur hagsmuni Ólafs Ragnars og konu hans.“ Kári telur að samfélagið muni krefjast þess að fá nákvæmar upplýsingar um eigur Ólafs og Dorritar og hvernig þau hafa fjárfest. Þá telur hann einnig að þess verði krafist að þau greiði opinber gjöld af „heila gúmmelaðinu“ hér á landi í staðinn fyrir að borga af eignunum annars staðar. „Ég vona að Ólafur Ragnar sjái hag sinn í því að fara að þessu, vegna þess að annars mun það reynast ómögulegt fyrir okkur aðdáendur hans, fjölmarga, að hjálpa honum að breyta Bessastöðum í elliheimili,“ segir Kári að lokum í greininni. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erðagreiningar, kallar eftir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum, og þar með töldum eignum eiginkonu hans, Dorritar Moussaieff og fjölskyldu hennar. Segir Kári þetta nauðsynlegt í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur enn á ný boðið sig fram í embætti forseta Íslands en í viðtali við CNN í liðinni viku sagði Ólafur að þau Dorrit tengist ekki aflandsfélögum á nokkurn hátt. Dorrit er hins vegar skráð með lögheimili í Bretlandi sem hefur áhrif á hvernig eignir hennar eru skattlagðar. Að mati Kára virka ekki þær röksemdir að eignir Dorritar séu hennar en ekki Ólafs: „Hún virkaði ekki fyrir Sigmund Davíð og hún mun ekki virka fyrir Ólaf Ragnar. Hverjar eru eignir þeirra? Hvernig og hvar eru þær geymdar? Hafa þau hjón fjárfest í einhverju sem gæti leitt til þess að þjóðin liti svo á að hagsmunir þeirra stangist á við hagsmuni hennar? Eiga þau til dæmis kröfur í föllnu bankanna eða hafa þau tekið stöðu gegn krónunni? Ég er handviss um að svarið við þessum spurningum er nei og að Ólafur Ragnar myndi fullyrða að svo sé en það er hvorki mitt að giska né Ólafs Ragnars að staðhæfa heldur þjóðarinnar að ákvarða eftir að henni hefur verið veittur eðlilegur aðgangur að upplýsingum um fjármál þeirra hjóna,“ segir Kári í grein sinni. Þá segir Kári það jafnframt mikilvægt að Ólafur Ragnar útskýri fyrir þjóðinni hvers vegna „sú ákvörðun var tekin að greið ekki opinber gjöld á Íslandi af þeim eignum sem þau hjón eiga í útlöndum. Þær raddir eru nefnilega háværar sem halda því fram að hún hafi ekki verið tekin með hagsmuni þjóðarinnar í huga heldur hagsmuni Ólafs Ragnars og konu hans.“ Kári telur að samfélagið muni krefjast þess að fá nákvæmar upplýsingar um eigur Ólafs og Dorritar og hvernig þau hafa fjárfest. Þá telur hann einnig að þess verði krafist að þau greiði opinber gjöld af „heila gúmmelaðinu“ hér á landi í staðinn fyrir að borga af eignunum annars staðar. „Ég vona að Ólafur Ragnar sjái hag sinn í því að fara að þessu, vegna þess að annars mun það reynast ómögulegt fyrir okkur aðdáendur hans, fjölmarga, að hjálpa honum að breyta Bessastöðum í elliheimili,“ segir Kári að lokum í greininni.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira