Einföld leið til að losna við Game of Thrones spoilera á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2016 14:53 Vísir/HBO Við þekkjum það öll að rekast á Facebook færslu, tíst á Twitter eða fréttir sem fara langleiðina með að eyðileggja síðasta þátt Game of Thrones fyrir okkur. Það getur reynst verulega erfitt að komast hjá spoilerum á þáttunum þar sem hann er sýndur fyrst klukkan eitt á sunnudagskvöldi og svo aftur seint á mánudagskvöldi. Í millitíðinni eru erlendir miðlar að fjalla um þættina og þó þeir vandi sig ef til vill við að spoila ekki þá gera slysin ekki boð á undan sér.Færsla sem inniheldur líklega spoiler fær þessa mynd yfir sig.Eina leiðin til að vera viss í sinni sök er oft að forðast öll samskipti við vinnufélagana, reyna að komast hjá því að vera á netinu og hlusta á háværa tónlist í heyrnatólum. Í fyrra komu framtaksamir forritar okkur til bjargar. Hvað varðar internetið allavega. Varðandi málglaða vinnufélaga er lítið hægt að gera. Enn sem komið er. Vert er að rifja upp þetta bragð í tilefni af því að fyrsti þáttur nýrrar seríu var sýndur í nótt.Game of Spoils er viðbót við Chrome, vafra Google, og eftir að hann hefur verið sóttur birtast myndir eins og sjá má hér til hliðar yfir færslur um Game of Thrones. Á myndinni stendur af hverju færslan hefur verið sigtuð út og er notendum gert kleift að ýta á myndina til að hleypa færslunni í gegn. Sé óvart klikkað á myndina fá notendur samt þrjár sekúndur til að kasta tölvunni út um gluggann, eða bregðast við á annan hátt, áður en færslan birtist. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Við þekkjum það öll að rekast á Facebook færslu, tíst á Twitter eða fréttir sem fara langleiðina með að eyðileggja síðasta þátt Game of Thrones fyrir okkur. Það getur reynst verulega erfitt að komast hjá spoilerum á þáttunum þar sem hann er sýndur fyrst klukkan eitt á sunnudagskvöldi og svo aftur seint á mánudagskvöldi. Í millitíðinni eru erlendir miðlar að fjalla um þættina og þó þeir vandi sig ef til vill við að spoila ekki þá gera slysin ekki boð á undan sér.Færsla sem inniheldur líklega spoiler fær þessa mynd yfir sig.Eina leiðin til að vera viss í sinni sök er oft að forðast öll samskipti við vinnufélagana, reyna að komast hjá því að vera á netinu og hlusta á háværa tónlist í heyrnatólum. Í fyrra komu framtaksamir forritar okkur til bjargar. Hvað varðar internetið allavega. Varðandi málglaða vinnufélaga er lítið hægt að gera. Enn sem komið er. Vert er að rifja upp þetta bragð í tilefni af því að fyrsti þáttur nýrrar seríu var sýndur í nótt.Game of Spoils er viðbót við Chrome, vafra Google, og eftir að hann hefur verið sóttur birtast myndir eins og sjá má hér til hliðar yfir færslur um Game of Thrones. Á myndinni stendur af hverju færslan hefur verið sigtuð út og er notendum gert kleift að ýta á myndina til að hleypa færslunni í gegn. Sé óvart klikkað á myndina fá notendur samt þrjár sekúndur til að kasta tölvunni út um gluggann, eða bregðast við á annan hátt, áður en færslan birtist.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira