Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2016 18:00 Ástþór á fundinum í dag. vísir/pjetur Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi á heimili sínu í Breiðholti í dag vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu og tengslum ráðamanna við aflandsfélög. Hann sendi utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis að fundi loknum. Ástþór sagði upplýsingar úr skjölunum hafa varpað skugga á orðspor Íslands á alþjóðavísu. Þau hafi hugsanlega eyðilagt möguleikann á því að Alþingi verði friðartákn, líkt og hann orðaði. Þá gagnrýndi hann það að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hygðist sækjast eftir endurkjöri og fullyrti meðal annars að nafn fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúr sé að finna í Panama-skjölunum. Þá hafi fjölskyldan starfrækt fyrirtæki sitt frá skattaskjóli í Hong Kong. „Nú erum við að sjá að ásýnd landsins stórskaðast vegna spillingarmála. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram í alþjóðlegum fjölmiðlum ljúgandi fullum hálsi. Þetta gerði fyrrverandi forsætisráðherra og í kjölfarið bera erlendir fjölmiðlar Ísland saman við bananalýðveldi. Hvað segja sömu fjölmiðlar er þeir átta sig á því að sjálfur forseti þjóðarinnar bar enn meiri lygar á torg í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina? Verður ásýnd bananalýðveldisins Íslands fullkomnuð í sumar með endurkjöri þessa manns eða er þjóðin að fá sig fullsadda af sukkinu,” sagði Ástþór. Þá sagði hann mikilvægt að ráðist sé strax í aðgerðir gegn spillingarmálum, og að það verði hans helsta baráttumál, verði hann kjörinn forseti Íslands. Skrifstofustjóri forseta Íslands sendi yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar viti nokkuð um umrætt aflandsfélag. Faðir Dorritar sé látinn og að móðir hennar, sem sé 86 ára, muni ekki eftir neinu slíku félagi. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi á heimili sínu í Breiðholti í dag vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu og tengslum ráðamanna við aflandsfélög. Hann sendi utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis að fundi loknum. Ástþór sagði upplýsingar úr skjölunum hafa varpað skugga á orðspor Íslands á alþjóðavísu. Þau hafi hugsanlega eyðilagt möguleikann á því að Alþingi verði friðartákn, líkt og hann orðaði. Þá gagnrýndi hann það að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hygðist sækjast eftir endurkjöri og fullyrti meðal annars að nafn fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúr sé að finna í Panama-skjölunum. Þá hafi fjölskyldan starfrækt fyrirtæki sitt frá skattaskjóli í Hong Kong. „Nú erum við að sjá að ásýnd landsins stórskaðast vegna spillingarmála. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram í alþjóðlegum fjölmiðlum ljúgandi fullum hálsi. Þetta gerði fyrrverandi forsætisráðherra og í kjölfarið bera erlendir fjölmiðlar Ísland saman við bananalýðveldi. Hvað segja sömu fjölmiðlar er þeir átta sig á því að sjálfur forseti þjóðarinnar bar enn meiri lygar á torg í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina? Verður ásýnd bananalýðveldisins Íslands fullkomnuð í sumar með endurkjöri þessa manns eða er þjóðin að fá sig fullsadda af sukkinu,” sagði Ástþór. Þá sagði hann mikilvægt að ráðist sé strax í aðgerðir gegn spillingarmálum, og að það verði hans helsta baráttumál, verði hann kjörinn forseti Íslands. Skrifstofustjóri forseta Íslands sendi yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar viti nokkuð um umrætt aflandsfélag. Faðir Dorritar sé látinn og að móðir hennar, sem sé 86 ára, muni ekki eftir neinu slíku félagi.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49