Drottningin blandar límonaði Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. apríl 2016 09:30 Mynd/Getty Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. Textarnir á plötunni eru afar persónulegir og lýsa m.a. konu í brothættu sambandi. Fólk hefur verið duglegt að tengja þetta við eiginmann Beyoncé, Jay-Z, og mögulegt framhjáhald hans með hinum og þessum konum. Margir hafa sérstaklega tengt þessar framhjáhaldsvísanir við fatahönnuðinn Rachel Roy – bæði vegna þess að hún er fyrrverandi kona Damons Dash, fyrrverandi umboðsmanns og samstarfsfélaga Jay-Z, og einnig vegna þess að hún póstaði mynd af sér á Instagram stuttu eftir útgáfu plötunnar og skrifar m.a. við myndina: „Good hair, don‘t care“ – en aðdáendur Beyoncé hafa tekið því sem vísun í línu úr laginu Sorry og hafa farið mikinn á Twitter, m.a. með því að ráðast gegn sjónvarpskokkinum Rachael Ray, en hún er þó líklega alsaklaus í þessu máli. Hins vegar getur verið að þessi lína hafi dýpri merkingu; nafnið Becky er oft notað í menningu svartra sem kóði fyrir hvíta konu og „good hair“ vísar oft til slétts hárs sem margar svartar konur sækjast eftir að vera með vegna pressu frá evrópskum fegurðarstöðlum. Becky með „góða hárið“ getur því auðveldlega staðið fyrir ákveðna menningarlega kúgun á svörtum konum frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé. Platan er uppfull af vísunum sem þessum og má t.d. rýna í þær á vefsíðunni Genius.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl. Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. Textarnir á plötunni eru afar persónulegir og lýsa m.a. konu í brothættu sambandi. Fólk hefur verið duglegt að tengja þetta við eiginmann Beyoncé, Jay-Z, og mögulegt framhjáhald hans með hinum og þessum konum. Margir hafa sérstaklega tengt þessar framhjáhaldsvísanir við fatahönnuðinn Rachel Roy – bæði vegna þess að hún er fyrrverandi kona Damons Dash, fyrrverandi umboðsmanns og samstarfsfélaga Jay-Z, og einnig vegna þess að hún póstaði mynd af sér á Instagram stuttu eftir útgáfu plötunnar og skrifar m.a. við myndina: „Good hair, don‘t care“ – en aðdáendur Beyoncé hafa tekið því sem vísun í línu úr laginu Sorry og hafa farið mikinn á Twitter, m.a. með því að ráðast gegn sjónvarpskokkinum Rachael Ray, en hún er þó líklega alsaklaus í þessu máli. Hins vegar getur verið að þessi lína hafi dýpri merkingu; nafnið Becky er oft notað í menningu svartra sem kóði fyrir hvíta konu og „good hair“ vísar oft til slétts hárs sem margar svartar konur sækjast eftir að vera með vegna pressu frá evrópskum fegurðarstöðlum. Becky með „góða hárið“ getur því auðveldlega staðið fyrir ákveðna menningarlega kúgun á svörtum konum frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé. Platan er uppfull af vísunum sem þessum og má t.d. rýna í þær á vefsíðunni Genius.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl.
Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira