Drottningin blandar límonaði Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. apríl 2016 09:30 Mynd/Getty Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. Textarnir á plötunni eru afar persónulegir og lýsa m.a. konu í brothættu sambandi. Fólk hefur verið duglegt að tengja þetta við eiginmann Beyoncé, Jay-Z, og mögulegt framhjáhald hans með hinum og þessum konum. Margir hafa sérstaklega tengt þessar framhjáhaldsvísanir við fatahönnuðinn Rachel Roy – bæði vegna þess að hún er fyrrverandi kona Damons Dash, fyrrverandi umboðsmanns og samstarfsfélaga Jay-Z, og einnig vegna þess að hún póstaði mynd af sér á Instagram stuttu eftir útgáfu plötunnar og skrifar m.a. við myndina: „Good hair, don‘t care“ – en aðdáendur Beyoncé hafa tekið því sem vísun í línu úr laginu Sorry og hafa farið mikinn á Twitter, m.a. með því að ráðast gegn sjónvarpskokkinum Rachael Ray, en hún er þó líklega alsaklaus í þessu máli. Hins vegar getur verið að þessi lína hafi dýpri merkingu; nafnið Becky er oft notað í menningu svartra sem kóði fyrir hvíta konu og „good hair“ vísar oft til slétts hárs sem margar svartar konur sækjast eftir að vera með vegna pressu frá evrópskum fegurðarstöðlum. Becky með „góða hárið“ getur því auðveldlega staðið fyrir ákveðna menningarlega kúgun á svörtum konum frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé. Platan er uppfull af vísunum sem þessum og má t.d. rýna í þær á vefsíðunni Genius.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl. Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. Textarnir á plötunni eru afar persónulegir og lýsa m.a. konu í brothættu sambandi. Fólk hefur verið duglegt að tengja þetta við eiginmann Beyoncé, Jay-Z, og mögulegt framhjáhald hans með hinum og þessum konum. Margir hafa sérstaklega tengt þessar framhjáhaldsvísanir við fatahönnuðinn Rachel Roy – bæði vegna þess að hún er fyrrverandi kona Damons Dash, fyrrverandi umboðsmanns og samstarfsfélaga Jay-Z, og einnig vegna þess að hún póstaði mynd af sér á Instagram stuttu eftir útgáfu plötunnar og skrifar m.a. við myndina: „Good hair, don‘t care“ – en aðdáendur Beyoncé hafa tekið því sem vísun í línu úr laginu Sorry og hafa farið mikinn á Twitter, m.a. með því að ráðast gegn sjónvarpskokkinum Rachael Ray, en hún er þó líklega alsaklaus í þessu máli. Hins vegar getur verið að þessi lína hafi dýpri merkingu; nafnið Becky er oft notað í menningu svartra sem kóði fyrir hvíta konu og „good hair“ vísar oft til slétts hárs sem margar svartar konur sækjast eftir að vera með vegna pressu frá evrópskum fegurðarstöðlum. Becky með „góða hárið“ getur því auðveldlega staðið fyrir ákveðna menningarlega kúgun á svörtum konum frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé. Platan er uppfull af vísunum sem þessum og má t.d. rýna í þær á vefsíðunni Genius.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl.
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“