Drottningin blandar límonaði Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. apríl 2016 09:30 Mynd/Getty Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. Textarnir á plötunni eru afar persónulegir og lýsa m.a. konu í brothættu sambandi. Fólk hefur verið duglegt að tengja þetta við eiginmann Beyoncé, Jay-Z, og mögulegt framhjáhald hans með hinum og þessum konum. Margir hafa sérstaklega tengt þessar framhjáhaldsvísanir við fatahönnuðinn Rachel Roy – bæði vegna þess að hún er fyrrverandi kona Damons Dash, fyrrverandi umboðsmanns og samstarfsfélaga Jay-Z, og einnig vegna þess að hún póstaði mynd af sér á Instagram stuttu eftir útgáfu plötunnar og skrifar m.a. við myndina: „Good hair, don‘t care“ – en aðdáendur Beyoncé hafa tekið því sem vísun í línu úr laginu Sorry og hafa farið mikinn á Twitter, m.a. með því að ráðast gegn sjónvarpskokkinum Rachael Ray, en hún er þó líklega alsaklaus í þessu máli. Hins vegar getur verið að þessi lína hafi dýpri merkingu; nafnið Becky er oft notað í menningu svartra sem kóði fyrir hvíta konu og „good hair“ vísar oft til slétts hárs sem margar svartar konur sækjast eftir að vera með vegna pressu frá evrópskum fegurðarstöðlum. Becky með „góða hárið“ getur því auðveldlega staðið fyrir ákveðna menningarlega kúgun á svörtum konum frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé. Platan er uppfull af vísunum sem þessum og má t.d. rýna í þær á vefsíðunni Genius.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. Textarnir á plötunni eru afar persónulegir og lýsa m.a. konu í brothættu sambandi. Fólk hefur verið duglegt að tengja þetta við eiginmann Beyoncé, Jay-Z, og mögulegt framhjáhald hans með hinum og þessum konum. Margir hafa sérstaklega tengt þessar framhjáhaldsvísanir við fatahönnuðinn Rachel Roy – bæði vegna þess að hún er fyrrverandi kona Damons Dash, fyrrverandi umboðsmanns og samstarfsfélaga Jay-Z, og einnig vegna þess að hún póstaði mynd af sér á Instagram stuttu eftir útgáfu plötunnar og skrifar m.a. við myndina: „Good hair, don‘t care“ – en aðdáendur Beyoncé hafa tekið því sem vísun í línu úr laginu Sorry og hafa farið mikinn á Twitter, m.a. með því að ráðast gegn sjónvarpskokkinum Rachael Ray, en hún er þó líklega alsaklaus í þessu máli. Hins vegar getur verið að þessi lína hafi dýpri merkingu; nafnið Becky er oft notað í menningu svartra sem kóði fyrir hvíta konu og „good hair“ vísar oft til slétts hárs sem margar svartar konur sækjast eftir að vera með vegna pressu frá evrópskum fegurðarstöðlum. Becky með „góða hárið“ getur því auðveldlega staðið fyrir ákveðna menningarlega kúgun á svörtum konum frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé. Platan er uppfull af vísunum sem þessum og má t.d. rýna í þær á vefsíðunni Genius.com.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. apríl.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira