Höskuldur: Þetta var erfitt því hugurinn var kominn út Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 09:30 Eins og kom fram í morgun spáir Íþróttadeild 365 Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Það er tveimur sætum neðar en liðið endaði í fyrra, en Blikar áttu flotta leiktíð undir stjórn Arnars Grétarssonar og nældu í silfrið. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart miðað við gengið í vetur sem hefur ekki náð sömu hæðum og í fyrra. Við tökum þessu bara sem góðu peppi en við viljum fara ofar þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, sóknarmaður Breiðabliks, í viðtali við Vísi um spána. „Ef ég tala af hreinskilni hef ég mjög mikla trú á liðinu. Í fyrra byrjuðum við á þremur jafntefli og þá var vægast sagt komin krísa því maður hélt að þetta jafnteflisdæmi væri að halda áfram.“ „En svo unnum við leik og þá tókum við sex í röð eða eitthvað. Þá small þetta allt saman. Við byrjuðum ekkert frábærlega í fyrra en mér finnst vera kominn spenna fyrir að komast út á gras og byrja mótið þannig ég er bjartsýnn og spenntur fyrir sumrinu,“ segir Höskuldur.Smellur í sumar Blikar hafa átt í nokkrum vandræðum með að skora mörk á undirbúningstímabilinu. Hvað er í gangi þar? „Það er erfitt að segja. Bæði hefur þetta verið óheppni en svo kannski vantar aðeins gredduna til að drepa leiki. Um leið og við náum einum góðum leik þá opnast flóðgáttir og í hausnum verður þetta léttara,“ segir Höskuldur. „Seinni hluta sumars í fyrra vorum við að vinna leiki 1-0 en núna höfum við ekki alveg verið að halda jafnmikið hreinu en ég hef trú á því að þetta muni smella í sumar.“Hugurinn kominn út Höskuldur átti frábært tímabil í fyrra en þessi 21 árs gamli sóknarmaður skoraði sex mörk og varð ein af stjörnum deildarinnar. Sænska liðið Hammarby sóttist eftir kröftum hans en allt kom fyrir ekki. „Þetta var erfitt þegar allt var í gangi. Hugurinn var svolítið kominn út. Núna er ég einbeittur og hlakka til að byrja í Pepsi-deildinni. Mig langar að gera vel fyrir mitt lið og mig sjálfan og hafa gaman í sumar,“ segir Höskuldur. „Þetta var mjög lærdómsríkt og ég held ég hafi lært mikið af þessu andlega. Ég fann bara þegar allt var í gangi þá gekk mér ekki jafnvel á vellinum. En þegar maður fer að einbeita sér að réttum hlutum á vellinum þá er maður hamingjusamari.“ „Það er alveg klárlega minn draumur að komast út en ég var kannski svolítið óþolinmóður. Eins og staðan er núna er ég bara spenntur fyrir því að geta byrjað að spila á grasi og byrja alvöru mót,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Eins og kom fram í morgun spáir Íþróttadeild 365 Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. Það er tveimur sætum neðar en liðið endaði í fyrra, en Blikar áttu flotta leiktíð undir stjórn Arnars Grétarssonar og nældu í silfrið. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart miðað við gengið í vetur sem hefur ekki náð sömu hæðum og í fyrra. Við tökum þessu bara sem góðu peppi en við viljum fara ofar þetta,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, sóknarmaður Breiðabliks, í viðtali við Vísi um spána. „Ef ég tala af hreinskilni hef ég mjög mikla trú á liðinu. Í fyrra byrjuðum við á þremur jafntefli og þá var vægast sagt komin krísa því maður hélt að þetta jafnteflisdæmi væri að halda áfram.“ „En svo unnum við leik og þá tókum við sex í röð eða eitthvað. Þá small þetta allt saman. Við byrjuðum ekkert frábærlega í fyrra en mér finnst vera kominn spenna fyrir að komast út á gras og byrja mótið þannig ég er bjartsýnn og spenntur fyrir sumrinu,“ segir Höskuldur.Smellur í sumar Blikar hafa átt í nokkrum vandræðum með að skora mörk á undirbúningstímabilinu. Hvað er í gangi þar? „Það er erfitt að segja. Bæði hefur þetta verið óheppni en svo kannski vantar aðeins gredduna til að drepa leiki. Um leið og við náum einum góðum leik þá opnast flóðgáttir og í hausnum verður þetta léttara,“ segir Höskuldur. „Seinni hluta sumars í fyrra vorum við að vinna leiki 1-0 en núna höfum við ekki alveg verið að halda jafnmikið hreinu en ég hef trú á því að þetta muni smella í sumar.“Hugurinn kominn út Höskuldur átti frábært tímabil í fyrra en þessi 21 árs gamli sóknarmaður skoraði sex mörk og varð ein af stjörnum deildarinnar. Sænska liðið Hammarby sóttist eftir kröftum hans en allt kom fyrir ekki. „Þetta var erfitt þegar allt var í gangi. Hugurinn var svolítið kominn út. Núna er ég einbeittur og hlakka til að byrja í Pepsi-deildinni. Mig langar að gera vel fyrir mitt lið og mig sjálfan og hafa gaman í sumar,“ segir Höskuldur. „Þetta var mjög lærdómsríkt og ég held ég hafi lært mikið af þessu andlega. Ég fann bara þegar allt var í gangi þá gekk mér ekki jafnvel á vellinum. En þegar maður fer að einbeita sér að réttum hlutum á vellinum þá er maður hamingjusamari.“ „Það er alveg klárlega minn draumur að komast út en ég var kannski svolítið óþolinmóður. Eins og staðan er núna er ég bara spenntur fyrir því að geta byrjað að spila á grasi og byrja alvöru mót,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Guðni Ingi Johnsen, Garðar Örn Arnarson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu. 27. apríl 2016 09:00