Forseti Brasilíu fordæmir „tilraun til byltingar“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. apríl 2016 23:25 Dilma Rousseff. vísir/epa Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, hefur fordæmt það sem hún kallar „byltingartilraun“ gegn sér. Hún hefur ýjað að því að varaforseti hennar, Michel Terner, sé einn samsærismannanna. Þetta kemur fram á vef BBC. Fyrr í dag mælti þingnefnd með því að Rousseff yrði sótt til saka fyrir að brjóta gegn lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda. Forsetinn liggur undir grun um að hafa notað fé úr ríkisbanka til að rétta hallarekstur á framboði hennar. Þá er hún einnig grunuð um að hafa seilst í opinbera sjóði til að láta efnahag landsins líta betur út en það var gert til að auka líkur hennar á endurkjöri. „Andstæðingar mínir eru nú, í allra augsýn, að vinna að því að velta löglega kjörnum forseta úr sessi,“ segir Rousseff. Milljónir íbúa landsins hafa að undanförnu kallað eftir afsögn Rousseff vegna málsins. Á sunnudag tekur neðri deild þingsins afstöðu til þess hvort gefa eigi út ákæru á hendur forsetanum vegna málsins eður ei. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að málið gangi til öldungadeildarinnar. Í öldungadeildinni nægir að meirihluti þingmanna samþykki ákæruna. Viðbúnaður verður aukinn við þinghúsið vegna málsins á sunnudag en gert er ráð fyrir að mótmælendur muni telja hátt í hundrað þúsund. Tengdar fréttir Stefnir allt í að forseti Brasilíu verði ákærður Stærsti flokkurinn á brasilíska þinginu hefur yfirgefið stjórn Dilmu Rouseff, forseta Brasilíu. 29. mars 2016 22:30 Vilja sækja Rousseff til saka Nefnd á brasilíska þinginu samþykkti í gær að unnið skuli að því að lögsækja sitjandi forseta landsins, Dilmu Rousseff. Nefndin samþykkti tillöguna með 38 atkvæðum gegn 27 en hún er sökuð um að hafa fegrað bókhald ríkisins til þess að fela fjárlagahallann. 12. apríl 2016 08:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, hefur fordæmt það sem hún kallar „byltingartilraun“ gegn sér. Hún hefur ýjað að því að varaforseti hennar, Michel Terner, sé einn samsærismannanna. Þetta kemur fram á vef BBC. Fyrr í dag mælti þingnefnd með því að Rousseff yrði sótt til saka fyrir að brjóta gegn lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda. Forsetinn liggur undir grun um að hafa notað fé úr ríkisbanka til að rétta hallarekstur á framboði hennar. Þá er hún einnig grunuð um að hafa seilst í opinbera sjóði til að láta efnahag landsins líta betur út en það var gert til að auka líkur hennar á endurkjöri. „Andstæðingar mínir eru nú, í allra augsýn, að vinna að því að velta löglega kjörnum forseta úr sessi,“ segir Rousseff. Milljónir íbúa landsins hafa að undanförnu kallað eftir afsögn Rousseff vegna málsins. Á sunnudag tekur neðri deild þingsins afstöðu til þess hvort gefa eigi út ákæru á hendur forsetanum vegna málsins eður ei. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að málið gangi til öldungadeildarinnar. Í öldungadeildinni nægir að meirihluti þingmanna samþykki ákæruna. Viðbúnaður verður aukinn við þinghúsið vegna málsins á sunnudag en gert er ráð fyrir að mótmælendur muni telja hátt í hundrað þúsund.
Tengdar fréttir Stefnir allt í að forseti Brasilíu verði ákærður Stærsti flokkurinn á brasilíska þinginu hefur yfirgefið stjórn Dilmu Rouseff, forseta Brasilíu. 29. mars 2016 22:30 Vilja sækja Rousseff til saka Nefnd á brasilíska þinginu samþykkti í gær að unnið skuli að því að lögsækja sitjandi forseta landsins, Dilmu Rousseff. Nefndin samþykkti tillöguna með 38 atkvæðum gegn 27 en hún er sökuð um að hafa fegrað bókhald ríkisins til þess að fela fjárlagahallann. 12. apríl 2016 08:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Stefnir allt í að forseti Brasilíu verði ákærður Stærsti flokkurinn á brasilíska þinginu hefur yfirgefið stjórn Dilmu Rouseff, forseta Brasilíu. 29. mars 2016 22:30
Vilja sækja Rousseff til saka Nefnd á brasilíska þinginu samþykkti í gær að unnið skuli að því að lögsækja sitjandi forseta landsins, Dilmu Rousseff. Nefndin samþykkti tillöguna með 38 atkvæðum gegn 27 en hún er sökuð um að hafa fegrað bókhald ríkisins til þess að fela fjárlagahallann. 12. apríl 2016 08:01