Draumurinn um hálendisþjóðgarð falli nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2016 13:50 Andri Snær Magnason vísir/stefán Eitt af þeim þremur málum sem Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, hyggst leggja áherslu á nái hann kjöri er stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Fyrir liggja nú drög verkefnisstjórnar rammaáætlunar um tillögur að því hvaða virkjunarkosti beri að nýta, hvaða kosti eigi að setja í biðflokk og hvaða kosti beri að vernda. Í nýjustu tillögum verkefnastjórnarinnar er Skrokkalda sett í nýtingarflokk en hún fellur innnan þess svæðis sem þjóðgarður á hálendinu myndi ná til. Rammaáætlun er ekki afgreidd frá Alþingi sem lög heldur sem þingsályktun og því kemur ekki til kasta forseta Íslands þegar kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Hann getur því ekki haft bein áhrif á rammann en að sögn Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnisstjórnar rammaáætlunar, getur hann auðvitað sent inn umsögn um áætlunina eins og hver annar. Aðspurður hvernig Andri Snær vilji því beita sér fyrir þjóðgarði á hálendinu nú þegar drög að nýrri rammaáætlun liggja fyrir sem forsetinn getur haft lítil sem engin áhrif á segir hann: „Ég held að öllum sé ljóst að forsetinn er ekki löggjafarvald og hann hefur ekki beina aðkomu að þáttum í ákvörðunarferlinu en hann hefur mikil áhrif á það að koma málum á dagskrá, hann getur leitt saman hópa og fólk auk þess sem hann hefur góðan aðgang að ráðamönnum. Það vill reyndar svo til draumurinn um þjóðgarð fellur nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun. Rammaáætlun forgangsraðar virkjunarkostum en segir ekki til um hvenær eða hvort verði endanlega virkjað,“ segir Andri Snær. Hann segir málið snúast um ákveðna forgangsröðun og það hlutverk forsetans að setja mál á dagskrá í samfélaginu og á alþjóðavísu. Andri Snær nefnir ráðstefnuna Arctic Circle sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti , hefur staðið fyrir þar sem fókusinn er á málefni Norðurslóða. „Ég er ekki að tala um að reyna að þvinga mínum hugmyndum upp á fólk heldur tel ég einfaldlega mjög mikilvægt að við finnum sýn þar sem hlutir geti orðið að veruleika,“ segir Andri Snær. Tengdar fréttir Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Eitt af þeim þremur málum sem Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi, hyggst leggja áherslu á nái hann kjöri er stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Fyrir liggja nú drög verkefnisstjórnar rammaáætlunar um tillögur að því hvaða virkjunarkosti beri að nýta, hvaða kosti eigi að setja í biðflokk og hvaða kosti beri að vernda. Í nýjustu tillögum verkefnastjórnarinnar er Skrokkalda sett í nýtingarflokk en hún fellur innnan þess svæðis sem þjóðgarður á hálendinu myndi ná til. Rammaáætlun er ekki afgreidd frá Alþingi sem lög heldur sem þingsályktun og því kemur ekki til kasta forseta Íslands þegar kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Hann getur því ekki haft bein áhrif á rammann en að sögn Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnisstjórnar rammaáætlunar, getur hann auðvitað sent inn umsögn um áætlunina eins og hver annar. Aðspurður hvernig Andri Snær vilji því beita sér fyrir þjóðgarði á hálendinu nú þegar drög að nýrri rammaáætlun liggja fyrir sem forsetinn getur haft lítil sem engin áhrif á segir hann: „Ég held að öllum sé ljóst að forsetinn er ekki löggjafarvald og hann hefur ekki beina aðkomu að þáttum í ákvörðunarferlinu en hann hefur mikil áhrif á það að koma málum á dagskrá, hann getur leitt saman hópa og fólk auk þess sem hann hefur góðan aðgang að ráðamönnum. Það vill reyndar svo til draumurinn um þjóðgarð fellur nokkuð nálægt nýjustu drögum að rammaáætlun. Rammaáætlun forgangsraðar virkjunarkostum en segir ekki til um hvenær eða hvort verði endanlega virkjað,“ segir Andri Snær. Hann segir málið snúast um ákveðna forgangsröðun og það hlutverk forsetans að setja mál á dagskrá í samfélaginu og á alþjóðavísu. Andri Snær nefnir ráðstefnuna Arctic Circle sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti , hefur staðið fyrir þar sem fókusinn er á málefni Norðurslóða. „Ég er ekki að tala um að reyna að þvinga mínum hugmyndum upp á fólk heldur tel ég einfaldlega mjög mikilvægt að við finnum sýn þar sem hlutir geti orðið að veruleika,“ segir Andri Snær.
Tengdar fréttir Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Skrokkalda og neðri hluti Þjórsár í nýtingarflokk Drög að tillögum verkefnisstjórnar um rammaáætlun voru kynnt í dag og fara sjö svæði í orkunýtingarflokk samkvæmt þeim. 31. mars 2016 15:49