Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland samþykkt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2016 18:56 Herþota við Keflavíkurflugvöll. vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í dag þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 42 þingmenn greiddu atkvæði með og sex sátu hjá. Er þetta í fyrsta sinn sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er samþykkt. Þingmenn flestra flokka fögnuðu því að stefnan hafi verið samþykkt. „Þetta eru mjög merkileg tímamót. Alþingi hefur, í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, samþykkt þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Sú þverpólitíska sátt sem náðst hefur hér á Alþingi um þennan mikilvæga málaflokk er sérstakt ánægjuefni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir nýr utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Þjóðaröryggisstefnan nær jafnt til virkrar utanríkisstefnu, varnarstefnu og almannaöryggis og gerir meðal annars ráð fyrir að sett verði á fót sérstakt þjóðaröryggisráð sem hafi yfirsýn með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og stuðli að virkri umræðu um öryggis- og varnarmál. Þjóðaröryggisstefnan hefur verið í mótun frá því að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um stefnuna árið 2011 eftir að áhættumatsnefnd skilaði inn áhættumatsskýrslu til utanríkisráðherra árið 2009. Sagði Össur Skarphéðinsson í umræðum á Alþingi í dag að samþykkt stefnunnar væri söguleg. „Þetta er sögulegt augnablik hér á Alþingi. Þrír utanríkisráðherrar hafa komið að málinu. Einn lagði stefnuna fram, annar hjó á mikilvægan hnút sem að máli kom og það mun koma í hlut þessa þriðja að leggja fram frumvarp sem hrindir stefnunni til framkvæmda,“ sagði Össur. Alþingi Tengdar fréttir Þjóðaröryggisstefna mótuð Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum. 26. mars 2011 08:30 Nefnd um þjóðaröryggi vill íslenskt þjóðaröryggisráð Stjórnvöld ættu sterklega að íhuga að sameina yfirstjórn öryggismála í sérstöku þjóðaröryggisráði að mati nefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 11. mars 2014 08:22 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 42 þingmenn greiddu atkvæði með og sex sátu hjá. Er þetta í fyrsta sinn sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er samþykkt. Þingmenn flestra flokka fögnuðu því að stefnan hafi verið samþykkt. „Þetta eru mjög merkileg tímamót. Alþingi hefur, í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, samþykkt þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Sú þverpólitíska sátt sem náðst hefur hér á Alþingi um þennan mikilvæga málaflokk er sérstakt ánægjuefni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir nýr utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Þjóðaröryggisstefnan nær jafnt til virkrar utanríkisstefnu, varnarstefnu og almannaöryggis og gerir meðal annars ráð fyrir að sett verði á fót sérstakt þjóðaröryggisráð sem hafi yfirsýn með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og stuðli að virkri umræðu um öryggis- og varnarmál. Þjóðaröryggisstefnan hefur verið í mótun frá því að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um stefnuna árið 2011 eftir að áhættumatsnefnd skilaði inn áhættumatsskýrslu til utanríkisráðherra árið 2009. Sagði Össur Skarphéðinsson í umræðum á Alþingi í dag að samþykkt stefnunnar væri söguleg. „Þetta er sögulegt augnablik hér á Alþingi. Þrír utanríkisráðherrar hafa komið að málinu. Einn lagði stefnuna fram, annar hjó á mikilvægan hnút sem að máli kom og það mun koma í hlut þessa þriðja að leggja fram frumvarp sem hrindir stefnunni til framkvæmda,“ sagði Össur.
Alþingi Tengdar fréttir Þjóðaröryggisstefna mótuð Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum. 26. mars 2011 08:30 Nefnd um þjóðaröryggi vill íslenskt þjóðaröryggisráð Stjórnvöld ættu sterklega að íhuga að sameina yfirstjórn öryggismála í sérstöku þjóðaröryggisráði að mati nefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 11. mars 2014 08:22 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Þjóðaröryggisstefna mótuð Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum. 26. mars 2011 08:30
Nefnd um þjóðaröryggi vill íslenskt þjóðaröryggisráð Stjórnvöld ættu sterklega að íhuga að sameina yfirstjórn öryggismála í sérstöku þjóðaröryggisráði að mati nefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 11. mars 2014 08:22